Einföldun verkferla innan borgarkerfisins Helgi Áss Grétarsson skrifar 23. febrúar 2022 13:00 ...sagði Dagur B. Eggertsson, þáverandi formaður atvinnumálahóps Reykjavíkurborgar, í inngangsorðum „Atvinnustefna Reykjavíkur – skapandi borg“ sem kom út fyrir áratug. Hvað hefur áunnist í þeim efnum síðan þá? Fátt, að ég hygg. Dagur hefur samt verið borgarstjóri í átta ár samfleytt. Er Viðreisn að vakna? Þórdís Sigurðardóttir, frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík, sagði í grein á visir.is í morgun, að brýnt væri að efla traust á milli atvinnulífs og borgar. Ein helsta áskorunin í þeim efnum væri „tortryggni og vantraust atvinnulífsins gagnvart borginni auk þess sem kvartað er undan flókinni og ógagnsærri þjónustu borgarinnar við atvinnulífið“. Tilvitnaðar fullyrðingar Þórdísar eru ekki hennar, heldar byggja þær á drögum að „Atvinnu- og nýsköpunarstefnu borgarinnar 2022–2030“. Samt er það svo að undanfarin fjögur ár hefur flokkur Þórdísar, Viðreisn, stutt vinstri meirihlutann í Reykjavík. Bragð er að þá barnið finnur. Hvert er förinni heitið? Fyrir liggur að starfsmönnum innan A-hluta Reykjavíkurborgar hefur fjölgað mikið á þessu kjörtímabili, talan 20% hefur verið nefnd í því sambandi. Fleiri vísbendingar eru um að skrifræðið í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar sé í vexti. Frá þeirri för er hægt að snúa. Það verður ekki gert nema með einföldun kerfisins, fækkun starfsmanna og að kostnaður í allri yfirbyggingu sé skorinn niður. Öll verkefni sem varða ekki lögbundin skylduverkefni Reykjavíkurborgar eiga að vera tekin til rækilegrar endurskoðunar. Hvað gerir t.d. Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar sem aðrir geta ekki sinnt? Ábyrg fjármálastjórn og lægri skattar Að mínu mati þarf að taka verulega til í rekstri Reykjavíkurborgar. Með ábyrgri fjármálastjórn og skilvirkri stjórnsýslu skapast forsendur til að lækka álögur á einstaklinga og fyrirtæki í borginni. Skilaboðin í borgarstjórnarkosningunum í vor þurfa að vera skýr enda er breytinga þörf við stjórn Reykjavíkurborgar. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
...sagði Dagur B. Eggertsson, þáverandi formaður atvinnumálahóps Reykjavíkurborgar, í inngangsorðum „Atvinnustefna Reykjavíkur – skapandi borg“ sem kom út fyrir áratug. Hvað hefur áunnist í þeim efnum síðan þá? Fátt, að ég hygg. Dagur hefur samt verið borgarstjóri í átta ár samfleytt. Er Viðreisn að vakna? Þórdís Sigurðardóttir, frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík, sagði í grein á visir.is í morgun, að brýnt væri að efla traust á milli atvinnulífs og borgar. Ein helsta áskorunin í þeim efnum væri „tortryggni og vantraust atvinnulífsins gagnvart borginni auk þess sem kvartað er undan flókinni og ógagnsærri þjónustu borgarinnar við atvinnulífið“. Tilvitnaðar fullyrðingar Þórdísar eru ekki hennar, heldar byggja þær á drögum að „Atvinnu- og nýsköpunarstefnu borgarinnar 2022–2030“. Samt er það svo að undanfarin fjögur ár hefur flokkur Þórdísar, Viðreisn, stutt vinstri meirihlutann í Reykjavík. Bragð er að þá barnið finnur. Hvert er förinni heitið? Fyrir liggur að starfsmönnum innan A-hluta Reykjavíkurborgar hefur fjölgað mikið á þessu kjörtímabili, talan 20% hefur verið nefnd í því sambandi. Fleiri vísbendingar eru um að skrifræðið í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar sé í vexti. Frá þeirri för er hægt að snúa. Það verður ekki gert nema með einföldun kerfisins, fækkun starfsmanna og að kostnaður í allri yfirbyggingu sé skorinn niður. Öll verkefni sem varða ekki lögbundin skylduverkefni Reykjavíkurborgar eiga að vera tekin til rækilegrar endurskoðunar. Hvað gerir t.d. Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar sem aðrir geta ekki sinnt? Ábyrg fjármálastjórn og lægri skattar Að mínu mati þarf að taka verulega til í rekstri Reykjavíkurborgar. Með ábyrgri fjármálastjórn og skilvirkri stjórnsýslu skapast forsendur til að lækka álögur á einstaklinga og fyrirtæki í borginni. Skilaboðin í borgarstjórnarkosningunum í vor þurfa að vera skýr enda er breytinga þörf við stjórn Reykjavíkurborgar. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun