Meint brot blaðamanna tengjast ekki gögnum sem birtust í umfjöllun um Samherja Kolbeinn Tumi Daðason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 23. febrúar 2022 11:58 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, og blaðamennirnir fjórir. Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Þóra Arnórsdóttir hjá Kveiki og Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum. Vísir Fyrirhuguð skýrslutaka lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yfir fjórum blaðamönnum tengist ekki þeim gögnum sem voru birt í umfjöllun þeirra um hina svo kölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Blaðamennirnir eru grunaðir um brot gegn friðhelgi einkalífs vegna annarra gagna en þeirra sem notuð voru í viðkomandi umfjöllun. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni, staðfestir þetta við Ríkisútvarpið. Aðalsteinn, einn blaðamannanna fjögurra, lét reyna á réttmæti aðgerða lögreglu að kalla blaðamenn í skýrslutöku. Málflutningur er fyrirhugaður í dag klukkan 16:30 en gögnum var skilað til Héraðsdóms Norðurlands eystra í morgun. Flest bendir til að þinghald í málinu verði opið en fyrstu upplýsingar bentu til að dómari í málinu ætlaði að hafa þinghaldið lokað. Gunnar Ingi staðfestir í samtali við fréttastofu að fram komi í greinargerð lögreglu að lögregla hafi upplýsingar um hver hafi stolið síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Viðkomandi væri ekki blaðamaður og tengist ekki fjölmiðlum. Sú kenning að blaðamenn hafi stolið símanum eigi því ekki við rök að styðjast. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni, Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður á Kjarnanum og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks, voru í síðustu viku boðuð til yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna meintra brota á friðhelgi einkalífs. Blaðamennirnir hafa talið frá upphafi að yfirheyrslurnar væru vegna umfjöllunar þeirra um svo kallaða skæruliðadeild Samherja, en blaðamenn Kjarnans og Stundarinnar fjölluðu um deildina í röð greina í maí í fyrra þar sem birt voru samskipti milli meðlima skæruliðadeildarinnar á samfélagsmiðlum og í tölvupóstsamskiptum. Áður en umfjöllunin birtist kærði Páll Steingrímsson skipstjóri hjá Samherja stuld á farsíma til lögreglunnar á Akureyri og lögmaður Samherja fullyrti á sínum tíma að eitrað hefði verið fyrir Páli og síma hans stolið meðan hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Það hefur þó ekki verið staðfest að gögnin sem umfjöllunin byggði á hafi komið úr síma Páls. Lögreglumál Fjölmiðlar Samherjaskjölin Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Brynjar þráspurði Jón Trausta um hvort Stundin væri með gögnin úr síma Páls Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, þráspurði Jón Trausta Reynisson, framkvæmdastjóra Stundarinnar um hvort að fjölmiðlinn hefði gögn úr síma Páls Steingrímssonar undir höndum. Brynjar telur að blaðamennirnir fjórir sem hafa réttarstöðu grunaðra væru ekki með slíka réttarstöðu ef málið snerist eingöngu um nýtingu blaðamanna á gögnum. 20. febrúar 2022 13:21 Yfirheyrslum allra blaðamannanna frestað Yfirheyrslum yfir blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og RÚV vegna meintra brota á lögum um friðhelgi einkalífs hefur verið frestað. Lögreglan á Norðurlandi eystra boðaði fjóra blaðmenn til yfirheyrslu vegna fréttaflutnings um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. 19. febrúar 2022 18:44 Óskar eftir úrskurði um lögmæti aðgerða lögreglustjóra Lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni og eins þeirra sem lögreglustjórinn á Norðurlandi hefur veitt réttarstöðu sakbornings vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja, hefur afhent Héraðsdómi Norðurlands eystra kæru þar sem farið er fram á úrskurð um lögmæti aðgerða lögreglustjórans. 18. febrúar 2022 19:28 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni, staðfestir þetta við Ríkisútvarpið. Aðalsteinn, einn blaðamannanna fjögurra, lét reyna á réttmæti aðgerða lögreglu að kalla blaðamenn í skýrslutöku. Málflutningur er fyrirhugaður í dag klukkan 16:30 en gögnum var skilað til Héraðsdóms Norðurlands eystra í morgun. Flest bendir til að þinghald í málinu verði opið en fyrstu upplýsingar bentu til að dómari í málinu ætlaði að hafa þinghaldið lokað. Gunnar Ingi staðfestir í samtali við fréttastofu að fram komi í greinargerð lögreglu að lögregla hafi upplýsingar um hver hafi stolið síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Viðkomandi væri ekki blaðamaður og tengist ekki fjölmiðlum. Sú kenning að blaðamenn hafi stolið símanum eigi því ekki við rök að styðjast. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni, Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður á Kjarnanum og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks, voru í síðustu viku boðuð til yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna meintra brota á friðhelgi einkalífs. Blaðamennirnir hafa talið frá upphafi að yfirheyrslurnar væru vegna umfjöllunar þeirra um svo kallaða skæruliðadeild Samherja, en blaðamenn Kjarnans og Stundarinnar fjölluðu um deildina í röð greina í maí í fyrra þar sem birt voru samskipti milli meðlima skæruliðadeildarinnar á samfélagsmiðlum og í tölvupóstsamskiptum. Áður en umfjöllunin birtist kærði Páll Steingrímsson skipstjóri hjá Samherja stuld á farsíma til lögreglunnar á Akureyri og lögmaður Samherja fullyrti á sínum tíma að eitrað hefði verið fyrir Páli og síma hans stolið meðan hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Það hefur þó ekki verið staðfest að gögnin sem umfjöllunin byggði á hafi komið úr síma Páls.
Lögreglumál Fjölmiðlar Samherjaskjölin Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Brynjar þráspurði Jón Trausta um hvort Stundin væri með gögnin úr síma Páls Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, þráspurði Jón Trausta Reynisson, framkvæmdastjóra Stundarinnar um hvort að fjölmiðlinn hefði gögn úr síma Páls Steingrímssonar undir höndum. Brynjar telur að blaðamennirnir fjórir sem hafa réttarstöðu grunaðra væru ekki með slíka réttarstöðu ef málið snerist eingöngu um nýtingu blaðamanna á gögnum. 20. febrúar 2022 13:21 Yfirheyrslum allra blaðamannanna frestað Yfirheyrslum yfir blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og RÚV vegna meintra brota á lögum um friðhelgi einkalífs hefur verið frestað. Lögreglan á Norðurlandi eystra boðaði fjóra blaðmenn til yfirheyrslu vegna fréttaflutnings um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. 19. febrúar 2022 18:44 Óskar eftir úrskurði um lögmæti aðgerða lögreglustjóra Lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni og eins þeirra sem lögreglustjórinn á Norðurlandi hefur veitt réttarstöðu sakbornings vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja, hefur afhent Héraðsdómi Norðurlands eystra kæru þar sem farið er fram á úrskurð um lögmæti aðgerða lögreglustjórans. 18. febrúar 2022 19:28 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Brynjar þráspurði Jón Trausta um hvort Stundin væri með gögnin úr síma Páls Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, þráspurði Jón Trausta Reynisson, framkvæmdastjóra Stundarinnar um hvort að fjölmiðlinn hefði gögn úr síma Páls Steingrímssonar undir höndum. Brynjar telur að blaðamennirnir fjórir sem hafa réttarstöðu grunaðra væru ekki með slíka réttarstöðu ef málið snerist eingöngu um nýtingu blaðamanna á gögnum. 20. febrúar 2022 13:21
Yfirheyrslum allra blaðamannanna frestað Yfirheyrslum yfir blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og RÚV vegna meintra brota á lögum um friðhelgi einkalífs hefur verið frestað. Lögreglan á Norðurlandi eystra boðaði fjóra blaðmenn til yfirheyrslu vegna fréttaflutnings um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. 19. febrúar 2022 18:44
Óskar eftir úrskurði um lögmæti aðgerða lögreglustjóra Lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni og eins þeirra sem lögreglustjórinn á Norðurlandi hefur veitt réttarstöðu sakbornings vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja, hefur afhent Héraðsdómi Norðurlands eystra kæru þar sem farið er fram á úrskurð um lögmæti aðgerða lögreglustjórans. 18. febrúar 2022 19:28