Mark Cuban: Doncic óstöðvandi eftir að hafa fengið aðeins að heyra það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 07:31 Luka Doncic hefur verið frábær með Dallas Mavericks síðustu vikur og liðið hefur líka brunað upp töfluna. AP/Matthew Hinton Eigandi Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta er að sjálfsögðu ánægður með að vera með Slóvenann frábæra Luka Doncic í sínu liði en segir að það hafi orðið breyting á stjörnu liðsins um mitt tímabil. Doncic kom ekki í nærri því nógu góðu formi inn í tímabilið og fékk talsverða gagnrýni á líkamlegt atgervi sitt framan af vetri. „Ég held gagnrýnin hafi komið honum niður á jörðina. Hann var ekki hrifinn af því að vera gagnrýndur fyrir að vera of þungur og fann í framhaldinu agann sem verður að fylgja með,“ sagði Mark Cuban í þættinum 1310 The Ticket í Dallas. Mark Cuban attributes Luka Doncic's recent surge to All-Star starter snub, comments about weight gainhttps://t.co/AffUcOSvhF— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) February 22, 2022 „Allir íþróttamenn ganga í gegnum það að hlutirnir líta út fyrir að vera aðeins of auðveldir fyrir þá. Þú ert vanur því að vera bestur og átt auðvelt með að tryggja þér hrós. Svo þegar hlutirnir ganga ekki alveg eins og þú ætlaðir þá fær það þig til að endurskoða hlutina,“ sagði Cuban. Doncic viðurkennir að hafa slakað aðeins of mikið á eftir Ólympíuleikana með slóvenska landsliðinu og áður en hann mætti í æfingabúðirnar með Dallas. Hann mætti alltof þungur til leiks og það sást. Hann hefur síðan skafið af sér meira en sjö kíló. Það má líka sjá breytinguna á tölum Luka Doncic. Í fyrsta 21 leik tímabilsins þá var Doncic með 25,6 stig, 8,0 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali sem eru alls ekki slæmar tölur en Dallas liðið tapaði með 5,5 stigum að meðaltali þegar hann var inn á vellinum. Mark Cuban s comment that more disciplined Luka Doncic has been humbled is hardly news to Doncic https://t.co/GhS22hyPvm— Brad Townsend (@townbrad) February 22, 2022 Doncic hefur hins vegar skipt um gír síðan. Í síðustu 23 leikjum er hann með 29,3 stig, 10,3 fráköst og 9,4 stoðsendingar að meðaltali í leik og Dallas liðið er að vinna með 13 stigum að meðaltali þegar hann er inn á gólfinu. Doncic hækkaði þessar tölur enn frekar eftir að hann fékk ekkert atkvæði í kosningu blaðamanna á leikmönnum í Stjörnuleikinn. Í tíu leikjum síðan þá er hann með 35,4 stig, 10,3 fráköst og 9,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Hann veit hvað hann þarf að gera og áttaði sig loksins á því að til að verða bestur, og hann vill verða bestur, þá eru nokkur atriði sem hann þarf að vera með á hreinu. Síðan hann áttaði sig á því þá hefur hann verið óstöðvandi,“ sagði Mark Cuban. NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Doncic kom ekki í nærri því nógu góðu formi inn í tímabilið og fékk talsverða gagnrýni á líkamlegt atgervi sitt framan af vetri. „Ég held gagnrýnin hafi komið honum niður á jörðina. Hann var ekki hrifinn af því að vera gagnrýndur fyrir að vera of þungur og fann í framhaldinu agann sem verður að fylgja með,“ sagði Mark Cuban í þættinum 1310 The Ticket í Dallas. Mark Cuban attributes Luka Doncic's recent surge to All-Star starter snub, comments about weight gainhttps://t.co/AffUcOSvhF— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) February 22, 2022 „Allir íþróttamenn ganga í gegnum það að hlutirnir líta út fyrir að vera aðeins of auðveldir fyrir þá. Þú ert vanur því að vera bestur og átt auðvelt með að tryggja þér hrós. Svo þegar hlutirnir ganga ekki alveg eins og þú ætlaðir þá fær það þig til að endurskoða hlutina,“ sagði Cuban. Doncic viðurkennir að hafa slakað aðeins of mikið á eftir Ólympíuleikana með slóvenska landsliðinu og áður en hann mætti í æfingabúðirnar með Dallas. Hann mætti alltof þungur til leiks og það sást. Hann hefur síðan skafið af sér meira en sjö kíló. Það má líka sjá breytinguna á tölum Luka Doncic. Í fyrsta 21 leik tímabilsins þá var Doncic með 25,6 stig, 8,0 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali sem eru alls ekki slæmar tölur en Dallas liðið tapaði með 5,5 stigum að meðaltali þegar hann var inn á vellinum. Mark Cuban s comment that more disciplined Luka Doncic has been humbled is hardly news to Doncic https://t.co/GhS22hyPvm— Brad Townsend (@townbrad) February 22, 2022 Doncic hefur hins vegar skipt um gír síðan. Í síðustu 23 leikjum er hann með 29,3 stig, 10,3 fráköst og 9,4 stoðsendingar að meðaltali í leik og Dallas liðið er að vinna með 13 stigum að meðaltali þegar hann er inn á gólfinu. Doncic hækkaði þessar tölur enn frekar eftir að hann fékk ekkert atkvæði í kosningu blaðamanna á leikmönnum í Stjörnuleikinn. Í tíu leikjum síðan þá er hann með 35,4 stig, 10,3 fráköst og 9,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Hann veit hvað hann þarf að gera og áttaði sig loksins á því að til að verða bestur, og hann vill verða bestur, þá eru nokkur atriði sem hann þarf að vera með á hreinu. Síðan hann áttaði sig á því þá hefur hann verið óstöðvandi,“ sagði Mark Cuban.
NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira