Stundum eru lausnirnar svo einfaldar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 22. febrúar 2022 15:00 Umræða um mikilvægi klasasamstarfs hefur farið vaxandi undanfarin ár. Klasar hafa víða sannað gildi sitt; þeir auka samkeppnishæfni og verðmætasköpun almennt. Ég hef því lagt fram þingsályktunartillögu um að nýta skuli hugmyndafræði klasasamstarfs til að efla samvinnu opinberra fyrirtækja og stofnana, stuðla að hagræðingu og færa núverandi ástand í þeim málum til betri vegar. Margvísleg hagræðing fylgir skynsamlegu vali á staðsetningu ríkisstofnana og fyrirtækja Með uppbyggingu opinberra klasa er mögulegt að hagræða enn frekar í ríkisrekstri og bæta skipulag á mörgum sviðum. Opinbert klasasamstarf getur aukið framleiðni og nýsköpun og þannig leitt til verðmætasköpunar. Uppbygging klasa opinberra fyrirtækja og stofnana getur skilað umtalsverðri rekstrarlegri hagræðingu. Gera mætti ráð fyrir 5.000–6.000 m2 skrifstofuhúsnæði þar sem ynnu 250–300 starfsmenn nokkurra lítilla opinberra fyrirtækja og stofnana. Með slíkri útfærslu mætti ná fram hagræðingu með þeim samlegðaráhrifum sem yrðu í rekstri þeirra fyrirtækja og stofnana sem þar væru til húsa. Þar má helst nefna sameiginlegan rekstur tölvukerfa, móttöku, mötuneytis og húsnæðisins sjálfs. Risa samgöngubót fyrir höfuðborgarsvæðið nái tillagan fram að ganga Flestar þessara stofnana og fyrirtækja eru í Reykjavík. Við höfum séð opinberar stofnanir og fyrirtæki flytja í nýtt húsnæði og getur það verið af hinum ýmsu ástæðum. Hins vegar er það mat mitt að þegar slíkir flutningar eiga sér stað, sé það ekki gert með nægilega skynsömum hætti. Horfa þarf frekar til rekstrarlegra áhrifa líkt og lagt er upp með í tillögunni. Nái þingsályktunartillagan fram að ganga er mikilvægt að klasi sem þessi verði á slóðum þar sem nýta megi umferðarmannvirki betur. Það má gera með þeim hætti að staðsetja klasann á svæði þar sem umferð að klasanum verði í gagnstæða átt við mestan umferðarþunga þá tíma dags sem við þekkjum öll; að morgni og seinni part dags þegar fólk fer í og úr vinnu og skóla. Af þeirri ástæðu þurfa einnig hágæða almenningssamgöngur að vera til staðar í nágrenni. Stundum eru lausnirnar svo einfaldar. Það eina sem þarf er vilji til góðra verka. Með tillögunni er hægt að ná fram betri nýting á umferðarmannvirkjum og minnka sóun í kerfinu, sóun m.a. á opinberum fjármunum og tíma fólks. Að þessu sögðu tel ég að þetta geti verið ein ódýrasta, besta og skilvirkasta samgöngubót sem íbúar höfuðborgarsvæðisins geta fengið. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Alþingi Samgöngur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Umræða um mikilvægi klasasamstarfs hefur farið vaxandi undanfarin ár. Klasar hafa víða sannað gildi sitt; þeir auka samkeppnishæfni og verðmætasköpun almennt. Ég hef því lagt fram þingsályktunartillögu um að nýta skuli hugmyndafræði klasasamstarfs til að efla samvinnu opinberra fyrirtækja og stofnana, stuðla að hagræðingu og færa núverandi ástand í þeim málum til betri vegar. Margvísleg hagræðing fylgir skynsamlegu vali á staðsetningu ríkisstofnana og fyrirtækja Með uppbyggingu opinberra klasa er mögulegt að hagræða enn frekar í ríkisrekstri og bæta skipulag á mörgum sviðum. Opinbert klasasamstarf getur aukið framleiðni og nýsköpun og þannig leitt til verðmætasköpunar. Uppbygging klasa opinberra fyrirtækja og stofnana getur skilað umtalsverðri rekstrarlegri hagræðingu. Gera mætti ráð fyrir 5.000–6.000 m2 skrifstofuhúsnæði þar sem ynnu 250–300 starfsmenn nokkurra lítilla opinberra fyrirtækja og stofnana. Með slíkri útfærslu mætti ná fram hagræðingu með þeim samlegðaráhrifum sem yrðu í rekstri þeirra fyrirtækja og stofnana sem þar væru til húsa. Þar má helst nefna sameiginlegan rekstur tölvukerfa, móttöku, mötuneytis og húsnæðisins sjálfs. Risa samgöngubót fyrir höfuðborgarsvæðið nái tillagan fram að ganga Flestar þessara stofnana og fyrirtækja eru í Reykjavík. Við höfum séð opinberar stofnanir og fyrirtæki flytja í nýtt húsnæði og getur það verið af hinum ýmsu ástæðum. Hins vegar er það mat mitt að þegar slíkir flutningar eiga sér stað, sé það ekki gert með nægilega skynsömum hætti. Horfa þarf frekar til rekstrarlegra áhrifa líkt og lagt er upp með í tillögunni. Nái þingsályktunartillagan fram að ganga er mikilvægt að klasi sem þessi verði á slóðum þar sem nýta megi umferðarmannvirki betur. Það má gera með þeim hætti að staðsetja klasann á svæði þar sem umferð að klasanum verði í gagnstæða átt við mestan umferðarþunga þá tíma dags sem við þekkjum öll; að morgni og seinni part dags þegar fólk fer í og úr vinnu og skóla. Af þeirri ástæðu þurfa einnig hágæða almenningssamgöngur að vera til staðar í nágrenni. Stundum eru lausnirnar svo einfaldar. Það eina sem þarf er vilji til góðra verka. Með tillögunni er hægt að ná fram betri nýting á umferðarmannvirkjum og minnka sóun í kerfinu, sóun m.a. á opinberum fjármunum og tíma fólks. Að þessu sögðu tel ég að þetta geti verið ein ódýrasta, besta og skilvirkasta samgöngubót sem íbúar höfuðborgarsvæðisins geta fengið. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar