Borgarskipulag gegn félagslegri einangrun Elísabet Guðrúnar- og Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 12:01 Síðasta vor fékk ég miða inn um lúguna um að fólkið í götunni ætlaði að koma saman einn dag og tína rusl í nágrenninu. Ég viðurkenni að til að byrja með fannst mér þetta ekki hljóma neitt sérstaklega spennandi, en ég ákvað að mæta, ég átti nefnilega ruslatínslukló sem ég keypti einhverntímann af hvatvísi og hafði ekki verið notuð í annað en að stríða kettinum og ná smáhlutum undan sófanum. Ég hitti fólkið á tilgreindum samkomustað og við skiptum liði, hreinsuðum götuna og spjölluðum aðeins að því loknu. Þetta kann að hljóma ómerkilega, en það sem kom mér á óvart voru mín eigin tilfinningalegu viðbrögð við þessum atburðum. Ég upplfiði einhvers konar lífsfyllingu sem var mér áður ókunn. Að fara út og vinna að sameiginlegu markmiði með nágrönnunum, því sameiginlega markmiði að gera nærumhverfi okkar betra, er eitthvað sem hafði ekki verið reglulegur hluti af lífi mínu. Ég vissi ekki að þetta var það sem mig hafði vantað til að hrekja tómleikatilfinningu hversdagsins á brott. Ég áttaði mig líka á því að ég þekki nágranna mína ekki neitt. Ég var búin að búa í þessari götu í meira en ár og hafði aldrei séð þetta fólk áður. Margir lesendur kannast eflaust við einlægu gleðina sem fylgir því að hjálpa ókunnugum að losa bíl sem situr fastur í snjó. Þetta er ánægjan sem manneskjan finnur af því að lifa í samfélagi við aðra. Þetta er líka ánægjan sem manneskja í nútímasamfélagi skortir of oft. Við erum tengdari en við höfum nokkurn tímann verið, í gegn um netið, en samt erum við meira einmanna. Okkur er hætt við að einangrast inni í íbúðunum okkar, í bílunum okkar, við höfum jafnvel aldrei horft framan í nágranna okkar. Okkar daglega líf ýtir undir það að við einangrumst. Ég vil skapa borgarumhverfi sem eykur möguleika fólks á því að mynda tegsl við nærumhverfi sitt og fólkið í kring um sig. Ég er ekki að segja að lausnin sé endilega að fólk festi bílana sína í snjó eða ruslatínsla í borgarlandinu fari alfarið fram á þann hátt sem ég nefndi áðan, en ég held að lausnin liggi í þeim mörgu hlutum sem við getum gert til að gera borgarumhverfið manneskjuvænna. Til dæmis með efldum hverfiskjörnum þar sem fólk getur sótt þjónustu og samveru, með almannarýmum skipulögðum með það í huga að þar líði fólki þægilega og það geti hugsað sér að verja tíma sínum þar, með því að setja aðgengi fyrir öll í algjöran forgang, svo engin þurfi að einangrast og með því að gera fólki auðveldara fyrir að ferðast á tveimur jafnfljótum, með barnavagna, á hjóli, með almenningssamgöngum. Íslenska þjóðarsálin þjáist af eitruðu sjálfstæði, hún öskrar „ÉG GET SJÁLF“ í stað þess að biðja um hjálp, þó hún augljóslega geti ekki sjálf. Hugsanlega hefur þetta hugarfar átt einhvern þátt í að móta borgarskipulagið. Þessari menningu verður ekki breytt á einum degi, en ég trúi því að borgarumhverfi geti (og ætti!) verið hannað þannig að leið samfélagsins verði greidd að aukinni samvinnu og náungakærleik, enda er samfélag við aðra mannskepnunni lífsnauðsynlegt. Þrátt fyrir þrjósku þjóðarsálarinnar er þessi speki okkur alls ekki ókunn, eins og segir í Hávamálum: Ungur var eg forðum,fór eg einn saman,þá varð eg villur vega,auðigur þóttumster eg annan fann,maður er manns gaman. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Félagsmál Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Síðasta vor fékk ég miða inn um lúguna um að fólkið í götunni ætlaði að koma saman einn dag og tína rusl í nágrenninu. Ég viðurkenni að til að byrja með fannst mér þetta ekki hljóma neitt sérstaklega spennandi, en ég ákvað að mæta, ég átti nefnilega ruslatínslukló sem ég keypti einhverntímann af hvatvísi og hafði ekki verið notuð í annað en að stríða kettinum og ná smáhlutum undan sófanum. Ég hitti fólkið á tilgreindum samkomustað og við skiptum liði, hreinsuðum götuna og spjölluðum aðeins að því loknu. Þetta kann að hljóma ómerkilega, en það sem kom mér á óvart voru mín eigin tilfinningalegu viðbrögð við þessum atburðum. Ég upplfiði einhvers konar lífsfyllingu sem var mér áður ókunn. Að fara út og vinna að sameiginlegu markmiði með nágrönnunum, því sameiginlega markmiði að gera nærumhverfi okkar betra, er eitthvað sem hafði ekki verið reglulegur hluti af lífi mínu. Ég vissi ekki að þetta var það sem mig hafði vantað til að hrekja tómleikatilfinningu hversdagsins á brott. Ég áttaði mig líka á því að ég þekki nágranna mína ekki neitt. Ég var búin að búa í þessari götu í meira en ár og hafði aldrei séð þetta fólk áður. Margir lesendur kannast eflaust við einlægu gleðina sem fylgir því að hjálpa ókunnugum að losa bíl sem situr fastur í snjó. Þetta er ánægjan sem manneskjan finnur af því að lifa í samfélagi við aðra. Þetta er líka ánægjan sem manneskja í nútímasamfélagi skortir of oft. Við erum tengdari en við höfum nokkurn tímann verið, í gegn um netið, en samt erum við meira einmanna. Okkur er hætt við að einangrast inni í íbúðunum okkar, í bílunum okkar, við höfum jafnvel aldrei horft framan í nágranna okkar. Okkar daglega líf ýtir undir það að við einangrumst. Ég vil skapa borgarumhverfi sem eykur möguleika fólks á því að mynda tegsl við nærumhverfi sitt og fólkið í kring um sig. Ég er ekki að segja að lausnin sé endilega að fólk festi bílana sína í snjó eða ruslatínsla í borgarlandinu fari alfarið fram á þann hátt sem ég nefndi áðan, en ég held að lausnin liggi í þeim mörgu hlutum sem við getum gert til að gera borgarumhverfið manneskjuvænna. Til dæmis með efldum hverfiskjörnum þar sem fólk getur sótt þjónustu og samveru, með almannarýmum skipulögðum með það í huga að þar líði fólki þægilega og það geti hugsað sér að verja tíma sínum þar, með því að setja aðgengi fyrir öll í algjöran forgang, svo engin þurfi að einangrast og með því að gera fólki auðveldara fyrir að ferðast á tveimur jafnfljótum, með barnavagna, á hjóli, með almenningssamgöngum. Íslenska þjóðarsálin þjáist af eitruðu sjálfstæði, hún öskrar „ÉG GET SJÁLF“ í stað þess að biðja um hjálp, þó hún augljóslega geti ekki sjálf. Hugsanlega hefur þetta hugarfar átt einhvern þátt í að móta borgarskipulagið. Þessari menningu verður ekki breytt á einum degi, en ég trúi því að borgarumhverfi geti (og ætti!) verið hannað þannig að leið samfélagsins verði greidd að aukinni samvinnu og náungakærleik, enda er samfélag við aðra mannskepnunni lífsnauðsynlegt. Þrátt fyrir þrjósku þjóðarsálarinnar er þessi speki okkur alls ekki ókunn, eins og segir í Hávamálum: Ungur var eg forðum,fór eg einn saman,þá varð eg villur vega,auðigur þóttumster eg annan fann,maður er manns gaman. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík.
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun