Vínbúðir opnar á sunnudögum? Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 11:02 Um áralangt skeið hafa frjálshyggjan og íhaldssemin tekist á um aðgengi neytenda að áfengi. Málefni sem við fyrstu sýn er ekki það stórt, en hefur orðið einn holdgervinga reipitogsins milli tveggja póla. Því miður hefur lítið breyting orðið í þessum málum þrátt fyrir breyttan tíðaranda. Það má líklega rekja til þess að fólk tekst á um málið með öfgahugmyndum bæði til hægri og vinstri. Eins og oft áður, þá er það skynsemin sem ætti að ráða för. Samvinna allra aðila við leit að lausn sem mætir sjónarmiðum heildarinnar. Matvöruverslanir eða pöntunarfélög Frjálshyggjan hefur lengi viljað koma víni í matvöruverslanir og á frjálsan markað. Sem betur fer hefur það ekki gengið eftir. Á sama tíma hafa íhaldsamari öfl viljað óbreytt fyrirkomulag eða jafnvel leita aftur til tíma frekari takmarkana á útsölustöðum og opnunartíma. Eiga þessi sjónarmið bæði rétt á sér en hvorugt kannski í takt við nútímann og skynsemi. Aukið frelsi til verslunar á hverskyns varningi er sú þróun sem við höfum séð á undanförnum áratugum í verslun hér á landi. Á það líka við um verslun með vín sem og annan munað. Pöntunarfélögin heyra sem betur fer sögunni til. Breyttur tíðarandi kallar hins vegar á nýjar nálganir. Breytt neyslumynstur og aukið frelsi í verslun kallar á breytingar. En breytingarnar þurfa ekki endilega að felast í 100% frelsi. Er til önnur lausn? Hins vegar spyr maður sig hvort rétt lausn sé að leysa upp ÁTVR og heimila sölu áfengis í næstu búð, næstu bensínstöð eða nánast hvaða verslun sem er? Það er vitað að tækninýjungar hafa leitt til þess að starfsfólki, sem gæti fylgst með hvort einstaklingar séu með aldur til þess að kaupa vín, fækkar í almennum verslunum. Þeir sem eftir eru hafa ekki allir náð 20 ára aldri, en samkvæmt lögum má enginn yngri en 20 ára afgreiða áfengi. Á meðan er strangt eftirlit til staðar hjá Vínbúðinni þar sem starfsmenn eru bæði með aldur og þekkingu á þeim reglum sem ber að fylgja. Þá fyrst og fremst reglum um aldur. Við viljum ekki auka aðgengi barna að áfengi þó svo að við viljum gera markaðinn þægilegri fyrir neytendur. Eitt stærsta sjónarmiðið fyrir „vín í búðir“ er það að opnunartími Vínbúðarinnar henti neytendum ekki sérlega vel. Verslunin er ávallt lokuð á sunnudögum og öðrum helgidögum Þjóðkirkjunnar. Þennan hnút getum við auðveldlega leyst. Já hún er til! Ég hef lagt fram frumvarp til Alþingis þess efnis að afnema bann á því að áfengisútsölustaðir hafi sínar hurðir opnar á helgidögum. Það eru m.a. allir sunnudagar. Með þessu aukum við þjónustu Vínbúðarinnar enn meir og getum lagt hugmyndina um vín í búðir til hliðar, sú hugmynd um hið fullkomna frelsi er þreytt og skortir ábyrgð. Þarna er komið til móts við frjálslyndari sjónarmið en einnig hugsað til forvarna og eftirlits með áfengissölu. Það er brýnt að við stígum ekki skref aftur á bak í þessum málaflokki. Gerum frjálslyndar breytingar á skynsaman hátt. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Verslun Alþingi Framsóknarflokkurinn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Mest lesið Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Um áralangt skeið hafa frjálshyggjan og íhaldssemin tekist á um aðgengi neytenda að áfengi. Málefni sem við fyrstu sýn er ekki það stórt, en hefur orðið einn holdgervinga reipitogsins milli tveggja póla. Því miður hefur lítið breyting orðið í þessum málum þrátt fyrir breyttan tíðaranda. Það má líklega rekja til þess að fólk tekst á um málið með öfgahugmyndum bæði til hægri og vinstri. Eins og oft áður, þá er það skynsemin sem ætti að ráða för. Samvinna allra aðila við leit að lausn sem mætir sjónarmiðum heildarinnar. Matvöruverslanir eða pöntunarfélög Frjálshyggjan hefur lengi viljað koma víni í matvöruverslanir og á frjálsan markað. Sem betur fer hefur það ekki gengið eftir. Á sama tíma hafa íhaldsamari öfl viljað óbreytt fyrirkomulag eða jafnvel leita aftur til tíma frekari takmarkana á útsölustöðum og opnunartíma. Eiga þessi sjónarmið bæði rétt á sér en hvorugt kannski í takt við nútímann og skynsemi. Aukið frelsi til verslunar á hverskyns varningi er sú þróun sem við höfum séð á undanförnum áratugum í verslun hér á landi. Á það líka við um verslun með vín sem og annan munað. Pöntunarfélögin heyra sem betur fer sögunni til. Breyttur tíðarandi kallar hins vegar á nýjar nálganir. Breytt neyslumynstur og aukið frelsi í verslun kallar á breytingar. En breytingarnar þurfa ekki endilega að felast í 100% frelsi. Er til önnur lausn? Hins vegar spyr maður sig hvort rétt lausn sé að leysa upp ÁTVR og heimila sölu áfengis í næstu búð, næstu bensínstöð eða nánast hvaða verslun sem er? Það er vitað að tækninýjungar hafa leitt til þess að starfsfólki, sem gæti fylgst með hvort einstaklingar séu með aldur til þess að kaupa vín, fækkar í almennum verslunum. Þeir sem eftir eru hafa ekki allir náð 20 ára aldri, en samkvæmt lögum má enginn yngri en 20 ára afgreiða áfengi. Á meðan er strangt eftirlit til staðar hjá Vínbúðinni þar sem starfsmenn eru bæði með aldur og þekkingu á þeim reglum sem ber að fylgja. Þá fyrst og fremst reglum um aldur. Við viljum ekki auka aðgengi barna að áfengi þó svo að við viljum gera markaðinn þægilegri fyrir neytendur. Eitt stærsta sjónarmiðið fyrir „vín í búðir“ er það að opnunartími Vínbúðarinnar henti neytendum ekki sérlega vel. Verslunin er ávallt lokuð á sunnudögum og öðrum helgidögum Þjóðkirkjunnar. Þennan hnút getum við auðveldlega leyst. Já hún er til! Ég hef lagt fram frumvarp til Alþingis þess efnis að afnema bann á því að áfengisútsölustaðir hafi sínar hurðir opnar á helgidögum. Það eru m.a. allir sunnudagar. Með þessu aukum við þjónustu Vínbúðarinnar enn meir og getum lagt hugmyndina um vín í búðir til hliðar, sú hugmynd um hið fullkomna frelsi er þreytt og skortir ábyrgð. Þarna er komið til móts við frjálslyndari sjónarmið en einnig hugsað til forvarna og eftirlits með áfengissölu. Það er brýnt að við stígum ekki skref aftur á bak í þessum málaflokki. Gerum frjálslyndar breytingar á skynsaman hátt. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun