Katrín gagnrýnir KSÍ: „Viss um að fólk vill gera vel en þetta eru skekkjur sem fólk er orðið blint fyrir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2022 22:30 Katrín Ómarsdóttir varð tvívegis Englandsmeistari með Liverpool á ferli sínum. Vísir/Getty Landsliðs- og atvinnukonan fyrrverandi Katrín Ómarsdóttir gagnrýndi KSÍ í nýjasta þætti Heimavallarins. Þar rifjaði hún upp karllægan talanda kennara á námskeiði sem hún sótti á vegum sambandsins. Katrín var gestur Heimavallarins á dögunum ásamt Ingunni Haraldsdóttur. Hin 34 ára gamla Katrín lék á sínum 69 A-landsleiki fyrir Íslands hönd ásamt því að leika sem atvinnukona í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Englandi. Í þættinum fer Katrín meðal annars yfir upplifun sína af þjálfaranámskeiði Knattspyrnusambands Íslands á sínum tíma. Fyrst var greint frá þessu á Fótbolti.net. „ Við sitjum þar þrjár konur í salnum. Flestir fyrirlesararnir voru karlkyns, flestir af þeim - og meira að segja konurnar líka, við erum nefnilega svo blind á þetta - sögðu „þið strákarnir“ þegar talað var til hópsins. Ég hugsaði með mér hvort þau sæju mig eða hinar stelpurnar í salnum. Það kippti sér engin upp við þetta, þetta var stórfurðulegt.“ Hrósaði Srdjan Tufegdzic í hástert Túfa fékk mikið hrós.vísir/daníel þór „Svo kemur Túfa (Srdjan Tufegdzic). Hann var eini fyrirlesarinn sem notaði rétt persónufornöfn þegar hann var að tala. Bæði í verklegu æfingunum og þegar hann var að tala við mig og okkur. Flestir aðrir töluðu eingöngu í karlkyni.“ „Tungumálið í fótbolta er karllægt, það er eitthvað sem við viljum skoða og laga af því við erum konur og við viljum að það sé talað við okkur í kvenkyni." „Það er sagt að konur séu líka menn en eru menn konur? Við verðum menn þegar menn verða konur, punktur.“ Lét KSÍ vita af upplifun sinni Að lokum sagði Katrín frá því þegar það kom fyrirlesari til að fjalla um jafnrétti. „Mér finnst þetta stórmerkilegt. Í stað þess að það kæmi fyrirlesari til að fjalla um ójafnrétti í garð kvenna innan íþróttarinnar þá kom fyrirlesari til að tala um jafnrétti innan íþróttarinnar. Núna er samkynhneigð mjög viðurkennd í kvenkynsfótbolta og ég veit ekki um neina fordóma þar. Ég hef hins vegar heyrt af því að karlamegin.“ „Þarna var kominn fyrirlesari sem var að fjalla um hómófóbíu karlamegin en ekki ójafnrétti í garð kvenna sem er miklu stærra vandamál. Ég hugsaði bara að þetta námskeið væri ekkert fyrir konur heldur bara fyrir karla. Ég er viss um að fólk vill gera vel en þetta eru skekkjur sem fólk er orðið blint fyrir,“ sagði Katrín að endingu. Í þættinum var einnig farið yfir Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna sem verða formlega endurvakin í Iðnó á föstudaginn kemur, 25. febrúar. Ástæðan er sú að þrátt fyrir mikinn uppgang í kvennaknattspyrnu hér á landi þá hallar enn á konur í knattspyrnu hér á landi og enn er til staðar ójöfnuður sem aftrar frekari framþróun íþróttarinnar hér á landi. Þátt Heimavallarins má hlusta í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Katrín var gestur Heimavallarins á dögunum ásamt Ingunni Haraldsdóttur. Hin 34 ára gamla Katrín lék á sínum 69 A-landsleiki fyrir Íslands hönd ásamt því að leika sem atvinnukona í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Englandi. Í þættinum fer Katrín meðal annars yfir upplifun sína af þjálfaranámskeiði Knattspyrnusambands Íslands á sínum tíma. Fyrst var greint frá þessu á Fótbolti.net. „ Við sitjum þar þrjár konur í salnum. Flestir fyrirlesararnir voru karlkyns, flestir af þeim - og meira að segja konurnar líka, við erum nefnilega svo blind á þetta - sögðu „þið strákarnir“ þegar talað var til hópsins. Ég hugsaði með mér hvort þau sæju mig eða hinar stelpurnar í salnum. Það kippti sér engin upp við þetta, þetta var stórfurðulegt.“ Hrósaði Srdjan Tufegdzic í hástert Túfa fékk mikið hrós.vísir/daníel þór „Svo kemur Túfa (Srdjan Tufegdzic). Hann var eini fyrirlesarinn sem notaði rétt persónufornöfn þegar hann var að tala. Bæði í verklegu æfingunum og þegar hann var að tala við mig og okkur. Flestir aðrir töluðu eingöngu í karlkyni.“ „Tungumálið í fótbolta er karllægt, það er eitthvað sem við viljum skoða og laga af því við erum konur og við viljum að það sé talað við okkur í kvenkyni." „Það er sagt að konur séu líka menn en eru menn konur? Við verðum menn þegar menn verða konur, punktur.“ Lét KSÍ vita af upplifun sinni Að lokum sagði Katrín frá því þegar það kom fyrirlesari til að fjalla um jafnrétti. „Mér finnst þetta stórmerkilegt. Í stað þess að það kæmi fyrirlesari til að fjalla um ójafnrétti í garð kvenna innan íþróttarinnar þá kom fyrirlesari til að tala um jafnrétti innan íþróttarinnar. Núna er samkynhneigð mjög viðurkennd í kvenkynsfótbolta og ég veit ekki um neina fordóma þar. Ég hef hins vegar heyrt af því að karlamegin.“ „Þarna var kominn fyrirlesari sem var að fjalla um hómófóbíu karlamegin en ekki ójafnrétti í garð kvenna sem er miklu stærra vandamál. Ég hugsaði bara að þetta námskeið væri ekkert fyrir konur heldur bara fyrir karla. Ég er viss um að fólk vill gera vel en þetta eru skekkjur sem fólk er orðið blint fyrir,“ sagði Katrín að endingu. Í þættinum var einnig farið yfir Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna sem verða formlega endurvakin í Iðnó á föstudaginn kemur, 25. febrúar. Ástæðan er sú að þrátt fyrir mikinn uppgang í kvennaknattspyrnu hér á landi þá hallar enn á konur í knattspyrnu hér á landi og enn er til staðar ójöfnuður sem aftrar frekari framþróun íþróttarinnar hér á landi. Þátt Heimavallarins má hlusta í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Jafnréttismál Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn