Katrín gagnrýnir KSÍ: „Viss um að fólk vill gera vel en þetta eru skekkjur sem fólk er orðið blint fyrir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2022 22:30 Katrín Ómarsdóttir varð tvívegis Englandsmeistari með Liverpool á ferli sínum. Vísir/Getty Landsliðs- og atvinnukonan fyrrverandi Katrín Ómarsdóttir gagnrýndi KSÍ í nýjasta þætti Heimavallarins. Þar rifjaði hún upp karllægan talanda kennara á námskeiði sem hún sótti á vegum sambandsins. Katrín var gestur Heimavallarins á dögunum ásamt Ingunni Haraldsdóttur. Hin 34 ára gamla Katrín lék á sínum 69 A-landsleiki fyrir Íslands hönd ásamt því að leika sem atvinnukona í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Englandi. Í þættinum fer Katrín meðal annars yfir upplifun sína af þjálfaranámskeiði Knattspyrnusambands Íslands á sínum tíma. Fyrst var greint frá þessu á Fótbolti.net. „ Við sitjum þar þrjár konur í salnum. Flestir fyrirlesararnir voru karlkyns, flestir af þeim - og meira að segja konurnar líka, við erum nefnilega svo blind á þetta - sögðu „þið strákarnir“ þegar talað var til hópsins. Ég hugsaði með mér hvort þau sæju mig eða hinar stelpurnar í salnum. Það kippti sér engin upp við þetta, þetta var stórfurðulegt.“ Hrósaði Srdjan Tufegdzic í hástert Túfa fékk mikið hrós.vísir/daníel þór „Svo kemur Túfa (Srdjan Tufegdzic). Hann var eini fyrirlesarinn sem notaði rétt persónufornöfn þegar hann var að tala. Bæði í verklegu æfingunum og þegar hann var að tala við mig og okkur. Flestir aðrir töluðu eingöngu í karlkyni.“ „Tungumálið í fótbolta er karllægt, það er eitthvað sem við viljum skoða og laga af því við erum konur og við viljum að það sé talað við okkur í kvenkyni." „Það er sagt að konur séu líka menn en eru menn konur? Við verðum menn þegar menn verða konur, punktur.“ Lét KSÍ vita af upplifun sinni Að lokum sagði Katrín frá því þegar það kom fyrirlesari til að fjalla um jafnrétti. „Mér finnst þetta stórmerkilegt. Í stað þess að það kæmi fyrirlesari til að fjalla um ójafnrétti í garð kvenna innan íþróttarinnar þá kom fyrirlesari til að tala um jafnrétti innan íþróttarinnar. Núna er samkynhneigð mjög viðurkennd í kvenkynsfótbolta og ég veit ekki um neina fordóma þar. Ég hef hins vegar heyrt af því að karlamegin.“ „Þarna var kominn fyrirlesari sem var að fjalla um hómófóbíu karlamegin en ekki ójafnrétti í garð kvenna sem er miklu stærra vandamál. Ég hugsaði bara að þetta námskeið væri ekkert fyrir konur heldur bara fyrir karla. Ég er viss um að fólk vill gera vel en þetta eru skekkjur sem fólk er orðið blint fyrir,“ sagði Katrín að endingu. Í þættinum var einnig farið yfir Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna sem verða formlega endurvakin í Iðnó á föstudaginn kemur, 25. febrúar. Ástæðan er sú að þrátt fyrir mikinn uppgang í kvennaknattspyrnu hér á landi þá hallar enn á konur í knattspyrnu hér á landi og enn er til staðar ójöfnuður sem aftrar frekari framþróun íþróttarinnar hér á landi. Þátt Heimavallarins má hlusta í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Katrín var gestur Heimavallarins á dögunum ásamt Ingunni Haraldsdóttur. Hin 34 ára gamla Katrín lék á sínum 69 A-landsleiki fyrir Íslands hönd ásamt því að leika sem atvinnukona í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Englandi. Í þættinum fer Katrín meðal annars yfir upplifun sína af þjálfaranámskeiði Knattspyrnusambands Íslands á sínum tíma. Fyrst var greint frá þessu á Fótbolti.net. „ Við sitjum þar þrjár konur í salnum. Flestir fyrirlesararnir voru karlkyns, flestir af þeim - og meira að segja konurnar líka, við erum nefnilega svo blind á þetta - sögðu „þið strákarnir“ þegar talað var til hópsins. Ég hugsaði með mér hvort þau sæju mig eða hinar stelpurnar í salnum. Það kippti sér engin upp við þetta, þetta var stórfurðulegt.“ Hrósaði Srdjan Tufegdzic í hástert Túfa fékk mikið hrós.vísir/daníel þór „Svo kemur Túfa (Srdjan Tufegdzic). Hann var eini fyrirlesarinn sem notaði rétt persónufornöfn þegar hann var að tala. Bæði í verklegu æfingunum og þegar hann var að tala við mig og okkur. Flestir aðrir töluðu eingöngu í karlkyni.“ „Tungumálið í fótbolta er karllægt, það er eitthvað sem við viljum skoða og laga af því við erum konur og við viljum að það sé talað við okkur í kvenkyni." „Það er sagt að konur séu líka menn en eru menn konur? Við verðum menn þegar menn verða konur, punktur.“ Lét KSÍ vita af upplifun sinni Að lokum sagði Katrín frá því þegar það kom fyrirlesari til að fjalla um jafnrétti. „Mér finnst þetta stórmerkilegt. Í stað þess að það kæmi fyrirlesari til að fjalla um ójafnrétti í garð kvenna innan íþróttarinnar þá kom fyrirlesari til að tala um jafnrétti innan íþróttarinnar. Núna er samkynhneigð mjög viðurkennd í kvenkynsfótbolta og ég veit ekki um neina fordóma þar. Ég hef hins vegar heyrt af því að karlamegin.“ „Þarna var kominn fyrirlesari sem var að fjalla um hómófóbíu karlamegin en ekki ójafnrétti í garð kvenna sem er miklu stærra vandamál. Ég hugsaði bara að þetta námskeið væri ekkert fyrir konur heldur bara fyrir karla. Ég er viss um að fólk vill gera vel en þetta eru skekkjur sem fólk er orðið blint fyrir,“ sagði Katrín að endingu. Í þættinum var einnig farið yfir Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna sem verða formlega endurvakin í Iðnó á föstudaginn kemur, 25. febrúar. Ástæðan er sú að þrátt fyrir mikinn uppgang í kvennaknattspyrnu hér á landi þá hallar enn á konur í knattspyrnu hér á landi og enn er til staðar ójöfnuður sem aftrar frekari framþróun íþróttarinnar hér á landi. Þátt Heimavallarins má hlusta í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Jafnréttismál Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn