Fótbolti

Sjáðu sjálfs­marks­þrennu ný­sjá­lensku stelpunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Meikayla Moore gengur niðurbrotin af velli eftir að hafa verið tekin út af eftir fjörutíu mínútur.
Meikayla Moore gengur niðurbrotin af velli eftir að hafa verið tekin út af eftir fjörutíu mínútur. AP/Mark J. Terrill

Meikayla Moore skoraði þrjú mörk fyrir bandaríska landsliðið á SheBelieves Cup í gær þar af tvö þeirra með innan við tveggja mínútna millibili. Vandamálið var að hún var að spila með Nýja-Sjálandi en ekki því bandaríska.

Það er nógu erfitt að mæta bandaríska landsliðinu þó að þú skorir ekki fyrsti þrjú mörkin í leiknum fyrir þær bandarísku. Bandaríska liðið vann leikinn á endanum 5-0 en bandarísku leikmennirnir skoruðu mörkin tvö sem litu dagsins ljós í seinni hálfleik.

Meikayla Moore, sem er 25 ára leikmaður enska liðsins Liverpool, hefur líklega aldrei átt verri dag en í Los Angeles í gær. Þetta var hennar 48. landsleikur fyrir Nýja-Sjáland og það vantaði því ekki reynsluna.

Óheppni Meikaylu Moore í gær var aftur á móti algjör. Þrjú sjálfsmörk á einu tímabili væri slæmt en hvað þá í einum hálfleik.

Fyrsta markið kom eftir fjórar mínútur og tólf sekúndur. Annað markið kom eftir fimm mínútur og 32 sekúndur. Það liður því nákvæmlega 80 sekúndur á milli sjálfsmark Meikaylu. Hún bar ekki hætt því hún kórónaði þessa sjálfsmarks þrennu á 36. mínútu leiksins.

Í fyrsta markinu þá teigði hún sig í fyrirgjöf frá vinstri en stýrði boltanum óvart framhjá markverði sínum. Í öðru markinu skallaði hún óvart fyrirgjöf frá hægri í eigið mark og í þriðja markinu ætlaði Meikayla að sparka boltanum burtu úr markteignum en hann fór af leggnum hennar og í eigið mark.

Landsliðsþjálfari Nýja-Sjálands tók Moore af velli eftir fjörutíu mínútna leik eftir að hún var þrisvar sinnum búin að setja boltann í eigið mark.

Hér fyrir neðan má sjá þessi þrjú sjálfsmörk hennar.

Klippa: Sjálfsmarkaþrenna á SheBelieves Cup



Fleiri fréttir

Sjá meira


×