Sjáðu sjálfsmarksþrennu nýsjálensku stelpunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 13:00 Meikayla Moore gengur niðurbrotin af velli eftir að hafa verið tekin út af eftir fjörutíu mínútur. AP/Mark J. Terrill Meikayla Moore skoraði þrjú mörk fyrir bandaríska landsliðið á SheBelieves Cup í gær þar af tvö þeirra með innan við tveggja mínútna millibili. Vandamálið var að hún var að spila með Nýja-Sjálandi en ekki því bandaríska. Það er nógu erfitt að mæta bandaríska landsliðinu þó að þú skorir ekki fyrsti þrjú mörkin í leiknum fyrir þær bandarísku. Bandaríska liðið vann leikinn á endanum 5-0 en bandarísku leikmennirnir skoruðu mörkin tvö sem litu dagsins ljós í seinni hálfleik. Liverpool's Meikayla Moore scores a perfect hat-trick of OWN GOALS and is subbed off after 40 minutes https://t.co/goyNKKSKCy— MailOnline Sport (@MailSport) February 21, 2022 Meikayla Moore, sem er 25 ára leikmaður enska liðsins Liverpool, hefur líklega aldrei átt verri dag en í Los Angeles í gær. Þetta var hennar 48. landsleikur fyrir Nýja-Sjáland og það vantaði því ekki reynsluna. Óheppni Meikaylu Moore í gær var aftur á móti algjör. Þrjú sjálfsmörk á einu tímabili væri slæmt en hvað þá í einum hálfleik. Fyrsta markið kom eftir fjórar mínútur og tólf sekúndur. Annað markið kom eftir fimm mínútur og 32 sekúndur. Það liður því nákvæmlega 80 sekúndur á milli sjálfsmark Meikaylu. Hún bar ekki hætt því hún kórónaði þessa sjálfsmarks þrennu á 36. mínútu leiksins. Í fyrsta markinu þá teigði hún sig í fyrirgjöf frá vinstri en stýrði boltanum óvart framhjá markverði sínum. Í öðru markinu skallaði hún óvart fyrirgjöf frá hægri í eigið mark og í þriðja markinu ætlaði Meikayla að sparka boltanum burtu úr markteignum en hann fór af leggnum hennar og í eigið mark. Landsliðsþjálfari Nýja-Sjálands tók Moore af velli eftir fjörutíu mínútna leik eftir að hún var þrisvar sinnum búin að setja boltann í eigið mark. Hér fyrir neðan má sjá þessi þrjú sjálfsmörk hennar. Klippa: Sjálfsmarkaþrenna á SheBelieves Cup Nýja-Sjáland Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Það er nógu erfitt að mæta bandaríska landsliðinu þó að þú skorir ekki fyrsti þrjú mörkin í leiknum fyrir þær bandarísku. Bandaríska liðið vann leikinn á endanum 5-0 en bandarísku leikmennirnir skoruðu mörkin tvö sem litu dagsins ljós í seinni hálfleik. Liverpool's Meikayla Moore scores a perfect hat-trick of OWN GOALS and is subbed off after 40 minutes https://t.co/goyNKKSKCy— MailOnline Sport (@MailSport) February 21, 2022 Meikayla Moore, sem er 25 ára leikmaður enska liðsins Liverpool, hefur líklega aldrei átt verri dag en í Los Angeles í gær. Þetta var hennar 48. landsleikur fyrir Nýja-Sjáland og það vantaði því ekki reynsluna. Óheppni Meikaylu Moore í gær var aftur á móti algjör. Þrjú sjálfsmörk á einu tímabili væri slæmt en hvað þá í einum hálfleik. Fyrsta markið kom eftir fjórar mínútur og tólf sekúndur. Annað markið kom eftir fimm mínútur og 32 sekúndur. Það liður því nákvæmlega 80 sekúndur á milli sjálfsmark Meikaylu. Hún bar ekki hætt því hún kórónaði þessa sjálfsmarks þrennu á 36. mínútu leiksins. Í fyrsta markinu þá teigði hún sig í fyrirgjöf frá vinstri en stýrði boltanum óvart framhjá markverði sínum. Í öðru markinu skallaði hún óvart fyrirgjöf frá hægri í eigið mark og í þriðja markinu ætlaði Meikayla að sparka boltanum burtu úr markteignum en hann fór af leggnum hennar og í eigið mark. Landsliðsþjálfari Nýja-Sjálands tók Moore af velli eftir fjörutíu mínútna leik eftir að hún var þrisvar sinnum búin að setja boltann í eigið mark. Hér fyrir neðan má sjá þessi þrjú sjálfsmörk hennar. Klippa: Sjálfsmarkaþrenna á SheBelieves Cup
Nýja-Sjáland Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira