Hent úr landsliðinu en vann sem lögga með æfingunum og vann tvö gull á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 19:01 Johannes Strolz með gull og silfur sem hann vann í einstaklingsgreinum á leikunum en hann bætti síðan einu gulli við í liðakeppni. Ap/Luca Bruno Johannes Strolz kom sér og pabba sínum í sögubækurnar á Vetrarólympíuleikunum í Peking en hann vann alls tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun á leikunum. Um leið og hann vann fyrra gullið sitt, í tvíkeppninni, þá sá hann til þess að hann og faðir hans Hubert Strolz, urðu þeir fyrstu til vinna gull í sömu grein í alpagreinum á leikunum. Stopping the traffic: Strolz to put police work on hold after Olympic medals https://t.co/mxiLivmIRR— MSN Sports (@MSNSports) February 16, 2022 Það hefur hins vegar mikið gengið á hjá Strolz á leið hans að þessu afreki sínu. Árið 2020 var ekki gott fyrir hann sem endaði með því að honum var kastað út úr austurríska skíðalandsliðinu. Það þýddi að hann þurfti að leita sér að vinnu og fékk á endanum vinnu sem lögreglumaður. Hann gaf þó ekki Ólympíudraumana upp á bátinn og æfði með vinnunni. Hann þurfti að fjármagna allt, ferðalögin, búnaðinn og fjarvistir frá vinnu. „Eftir tólf tíma vinnudag í löggunni þá var komið að æfingu. Þetta var mjög lýjandi en ég var til í að gera allt til að halda draumnum á lífi,“ sagði Johannes Strolz við NRK. Strolz var einn af þeim síðustu til að tryggja sig inn á Ólympíuleikana. Honum tókst það með því að vinna mót í janúar, hans fyrsta á ferlinum. Stigin dugðu honum til að komast á leikana. The story of #JohannesStrolz is so romantic. Because of his family history, & because he was cast out of the Austrian squad & had had to finance & organize training & racing himself. Former racer Marcel Mathis gives some context on late bloomers https://t.co/Osz6iSuFPq @radiofm4 pic.twitter.com/iwcAQmnmU7— christian cummins (@chrisccummins) February 17, 2022 „Þegar ég hugsa um allar myndirnar af pabba með ÓLympíugullið þá er erfitt fyrir mig að gráta ekki. Þarna er draumur að rætast,“ sagði Strolz við heimasíðu Alþjóðaólympíunefndarinnar. „Ég held að ég sé góð dæmisaga um að gefast aldrei upp. Þú þarft að trúa á sjálfan þig, taka áhættuna og halda alltaf áfram,“ sagði Strolz. Hann er nú í viðræðum við austurrísku landsliðsnefndina um að fá meiri peningastyrk frá henni sem þýddi þá færri vaktir í lögreglunni á næstu misserum. Historic! Hubert and Johannes Strolz: the first-ever father and son Winter Olympic #Gold medallists combo in an individual event!In the exact same event, 34 years apart! pic.twitter.com/Fjhx95nBmG— Olympics (@Olympics) February 10, 2022 Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira
Um leið og hann vann fyrra gullið sitt, í tvíkeppninni, þá sá hann til þess að hann og faðir hans Hubert Strolz, urðu þeir fyrstu til vinna gull í sömu grein í alpagreinum á leikunum. Stopping the traffic: Strolz to put police work on hold after Olympic medals https://t.co/mxiLivmIRR— MSN Sports (@MSNSports) February 16, 2022 Það hefur hins vegar mikið gengið á hjá Strolz á leið hans að þessu afreki sínu. Árið 2020 var ekki gott fyrir hann sem endaði með því að honum var kastað út úr austurríska skíðalandsliðinu. Það þýddi að hann þurfti að leita sér að vinnu og fékk á endanum vinnu sem lögreglumaður. Hann gaf þó ekki Ólympíudraumana upp á bátinn og æfði með vinnunni. Hann þurfti að fjármagna allt, ferðalögin, búnaðinn og fjarvistir frá vinnu. „Eftir tólf tíma vinnudag í löggunni þá var komið að æfingu. Þetta var mjög lýjandi en ég var til í að gera allt til að halda draumnum á lífi,“ sagði Johannes Strolz við NRK. Strolz var einn af þeim síðustu til að tryggja sig inn á Ólympíuleikana. Honum tókst það með því að vinna mót í janúar, hans fyrsta á ferlinum. Stigin dugðu honum til að komast á leikana. The story of #JohannesStrolz is so romantic. Because of his family history, & because he was cast out of the Austrian squad & had had to finance & organize training & racing himself. Former racer Marcel Mathis gives some context on late bloomers https://t.co/Osz6iSuFPq @radiofm4 pic.twitter.com/iwcAQmnmU7— christian cummins (@chrisccummins) February 17, 2022 „Þegar ég hugsa um allar myndirnar af pabba með ÓLympíugullið þá er erfitt fyrir mig að gráta ekki. Þarna er draumur að rætast,“ sagði Strolz við heimasíðu Alþjóðaólympíunefndarinnar. „Ég held að ég sé góð dæmisaga um að gefast aldrei upp. Þú þarft að trúa á sjálfan þig, taka áhættuna og halda alltaf áfram,“ sagði Strolz. Hann er nú í viðræðum við austurrísku landsliðsnefndina um að fá meiri peningastyrk frá henni sem þýddi þá færri vaktir í lögreglunni á næstu misserum. Historic! Hubert and Johannes Strolz: the first-ever father and son Winter Olympic #Gold medallists combo in an individual event!In the exact same event, 34 years apart! pic.twitter.com/Fjhx95nBmG— Olympics (@Olympics) February 10, 2022
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira