Hent úr landsliðinu en vann sem lögga með æfingunum og vann tvö gull á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 19:01 Johannes Strolz með gull og silfur sem hann vann í einstaklingsgreinum á leikunum en hann bætti síðan einu gulli við í liðakeppni. Ap/Luca Bruno Johannes Strolz kom sér og pabba sínum í sögubækurnar á Vetrarólympíuleikunum í Peking en hann vann alls tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun á leikunum. Um leið og hann vann fyrra gullið sitt, í tvíkeppninni, þá sá hann til þess að hann og faðir hans Hubert Strolz, urðu þeir fyrstu til vinna gull í sömu grein í alpagreinum á leikunum. Stopping the traffic: Strolz to put police work on hold after Olympic medals https://t.co/mxiLivmIRR— MSN Sports (@MSNSports) February 16, 2022 Það hefur hins vegar mikið gengið á hjá Strolz á leið hans að þessu afreki sínu. Árið 2020 var ekki gott fyrir hann sem endaði með því að honum var kastað út úr austurríska skíðalandsliðinu. Það þýddi að hann þurfti að leita sér að vinnu og fékk á endanum vinnu sem lögreglumaður. Hann gaf þó ekki Ólympíudraumana upp á bátinn og æfði með vinnunni. Hann þurfti að fjármagna allt, ferðalögin, búnaðinn og fjarvistir frá vinnu. „Eftir tólf tíma vinnudag í löggunni þá var komið að æfingu. Þetta var mjög lýjandi en ég var til í að gera allt til að halda draumnum á lífi,“ sagði Johannes Strolz við NRK. Strolz var einn af þeim síðustu til að tryggja sig inn á Ólympíuleikana. Honum tókst það með því að vinna mót í janúar, hans fyrsta á ferlinum. Stigin dugðu honum til að komast á leikana. The story of #JohannesStrolz is so romantic. Because of his family history, & because he was cast out of the Austrian squad & had had to finance & organize training & racing himself. Former racer Marcel Mathis gives some context on late bloomers https://t.co/Osz6iSuFPq @radiofm4 pic.twitter.com/iwcAQmnmU7— christian cummins (@chrisccummins) February 17, 2022 „Þegar ég hugsa um allar myndirnar af pabba með ÓLympíugullið þá er erfitt fyrir mig að gráta ekki. Þarna er draumur að rætast,“ sagði Strolz við heimasíðu Alþjóðaólympíunefndarinnar. „Ég held að ég sé góð dæmisaga um að gefast aldrei upp. Þú þarft að trúa á sjálfan þig, taka áhættuna og halda alltaf áfram,“ sagði Strolz. Hann er nú í viðræðum við austurrísku landsliðsnefndina um að fá meiri peningastyrk frá henni sem þýddi þá færri vaktir í lögreglunni á næstu misserum. Historic! Hubert and Johannes Strolz: the first-ever father and son Winter Olympic #Gold medallists combo in an individual event!In the exact same event, 34 years apart! pic.twitter.com/Fjhx95nBmG— Olympics (@Olympics) February 10, 2022 Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Sjá meira
Um leið og hann vann fyrra gullið sitt, í tvíkeppninni, þá sá hann til þess að hann og faðir hans Hubert Strolz, urðu þeir fyrstu til vinna gull í sömu grein í alpagreinum á leikunum. Stopping the traffic: Strolz to put police work on hold after Olympic medals https://t.co/mxiLivmIRR— MSN Sports (@MSNSports) February 16, 2022 Það hefur hins vegar mikið gengið á hjá Strolz á leið hans að þessu afreki sínu. Árið 2020 var ekki gott fyrir hann sem endaði með því að honum var kastað út úr austurríska skíðalandsliðinu. Það þýddi að hann þurfti að leita sér að vinnu og fékk á endanum vinnu sem lögreglumaður. Hann gaf þó ekki Ólympíudraumana upp á bátinn og æfði með vinnunni. Hann þurfti að fjármagna allt, ferðalögin, búnaðinn og fjarvistir frá vinnu. „Eftir tólf tíma vinnudag í löggunni þá var komið að æfingu. Þetta var mjög lýjandi en ég var til í að gera allt til að halda draumnum á lífi,“ sagði Johannes Strolz við NRK. Strolz var einn af þeim síðustu til að tryggja sig inn á Ólympíuleikana. Honum tókst það með því að vinna mót í janúar, hans fyrsta á ferlinum. Stigin dugðu honum til að komast á leikana. The story of #JohannesStrolz is so romantic. Because of his family history, & because he was cast out of the Austrian squad & had had to finance & organize training & racing himself. Former racer Marcel Mathis gives some context on late bloomers https://t.co/Osz6iSuFPq @radiofm4 pic.twitter.com/iwcAQmnmU7— christian cummins (@chrisccummins) February 17, 2022 „Þegar ég hugsa um allar myndirnar af pabba með ÓLympíugullið þá er erfitt fyrir mig að gráta ekki. Þarna er draumur að rætast,“ sagði Strolz við heimasíðu Alþjóðaólympíunefndarinnar. „Ég held að ég sé góð dæmisaga um að gefast aldrei upp. Þú þarft að trúa á sjálfan þig, taka áhættuna og halda alltaf áfram,“ sagði Strolz. Hann er nú í viðræðum við austurrísku landsliðsnefndina um að fá meiri peningastyrk frá henni sem þýddi þá færri vaktir í lögreglunni á næstu misserum. Historic! Hubert and Johannes Strolz: the first-ever father and son Winter Olympic #Gold medallists combo in an individual event!In the exact same event, 34 years apart! pic.twitter.com/Fjhx95nBmG— Olympics (@Olympics) February 10, 2022
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Sjá meira