Segir Páleyju gengna til liðs við „skæruliðadeild Samherja“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. febrúar 2022 22:00 Páley hefur ekki viljað tjá sig um málið. vísir/vilhelm/sigurjón Nokkuð fjölmenn mótmæli fóru fram bæði í Reykjavík og á Akureyri í dag vegna rannsóknar lögreglu á fjórum blaðamönnum og umfjöllun þeirra. Ræðumenn vildu meina að lögregla væri að vega að tjáningarfrelsinu og sumir gengu svo langt að kalla tilburði hennar fasíska. „Í hvaða heimi lifum við þar sem þetta getur gerst fyrir framan nefið á okkur?“ spurði Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, á mótmælafundi í dag. Fréttastofa var á svæðinu og ræddi meðal annars við Kristinn og einn blaðamannanna sem hefur réttarstöðu sakbornings í rannsókninni. Fjallað var um mótmælin í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan hvernig andrúmsloftið var á Austurvelli í dag. Neðst í fréttinni er síðan að finna ræðu Kristins á mótmælafundinum í heild sinni. Á fjórða hundrað manns var mætt á mótmælin á Austurvelli. „Það er mjög merkilegt að sjá með svona afgerandi hætti hvað fólk er tilbúið að koma út í frost og nístingskulda til að standa með prinsippinu sem blaðamennska og frjáls fjölmiðlun og tjáningarfrelsið er,“ sagði Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar, sem er einn þeirra fjögurra sem lögregla hefur boðað í skýrslutöku. Eitt af fyrstu merkjum fasismans Kristinn flutti þrumuræðu á mótmælafundinum í dag. Hann telur ljóst að lögreglan sé að reyna að þagga niður í blaðamönnum með rannsókn sinni. „Og hvaða merki er það? Það er eitt af fyrstu merkjum þegar fasisminn fer að bæla á sér í samfélaginu. Þegar menn fara að kæfa niður lýðræðið þá fara þeir alltaf fyrst í blaðamennskuna og blaðamennina svo að enginn sé til að segja frá,“ sagði Kristinn í ræðu sinni. Kristinn efast ekki um að Samherjamenn hafi sterk tengsl við lögregluna á Norðurlandi eystra og skýtur föstum skotum að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra: „Ég get ekki sagt annað en það að lögreglustýran nyrðra er gengin í björg með samherjamönnum. Hún er beisikklí gengin í lið með skæruliðadeild Samherja í þessu máli,“ sagði Kristinn í samtali við fréttastofu eftir mótmælafundinn. Hér má sjá ræðu Kristins frá því í dag í heild sinni: Fjölmiðlar Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
„Í hvaða heimi lifum við þar sem þetta getur gerst fyrir framan nefið á okkur?“ spurði Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, á mótmælafundi í dag. Fréttastofa var á svæðinu og ræddi meðal annars við Kristinn og einn blaðamannanna sem hefur réttarstöðu sakbornings í rannsókninni. Fjallað var um mótmælin í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan hvernig andrúmsloftið var á Austurvelli í dag. Neðst í fréttinni er síðan að finna ræðu Kristins á mótmælafundinum í heild sinni. Á fjórða hundrað manns var mætt á mótmælin á Austurvelli. „Það er mjög merkilegt að sjá með svona afgerandi hætti hvað fólk er tilbúið að koma út í frost og nístingskulda til að standa með prinsippinu sem blaðamennska og frjáls fjölmiðlun og tjáningarfrelsið er,“ sagði Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar, sem er einn þeirra fjögurra sem lögregla hefur boðað í skýrslutöku. Eitt af fyrstu merkjum fasismans Kristinn flutti þrumuræðu á mótmælafundinum í dag. Hann telur ljóst að lögreglan sé að reyna að þagga niður í blaðamönnum með rannsókn sinni. „Og hvaða merki er það? Það er eitt af fyrstu merkjum þegar fasisminn fer að bæla á sér í samfélaginu. Þegar menn fara að kæfa niður lýðræðið þá fara þeir alltaf fyrst í blaðamennskuna og blaðamennina svo að enginn sé til að segja frá,“ sagði Kristinn í ræðu sinni. Kristinn efast ekki um að Samherjamenn hafi sterk tengsl við lögregluna á Norðurlandi eystra og skýtur föstum skotum að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra: „Ég get ekki sagt annað en það að lögreglustýran nyrðra er gengin í björg með samherjamönnum. Hún er beisikklí gengin í lið með skæruliðadeild Samherja í þessu máli,“ sagði Kristinn í samtali við fréttastofu eftir mótmælafundinn. Hér má sjá ræðu Kristins frá því í dag í heild sinni:
Fjölmiðlar Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira