Samfylking og Píratar kjósa í forystusæti í Kópavogi og Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2022 20:29 Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í Reykjavík sækist eftir því að leiða lista flokksins í borginni áfram. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Tvennt sækist eftir að leiða lista í forvali Samfylkingarinnar í Kópavogi. Tveir borgarfulltrúar Pírata sækjast eftir endurkjöri í Reykjavík og oddviti flokksins í Kópavogi vill leiða flokkinn áfram en tekist er á um annað sætið. Flokksval Samfylkingarinnar í Kópavogi hefst í dag og líkur á morgun. Prófkjör Pírata í Kópavogi og Reykjavík hefjast hins vegar á morgun og standa yfir í viku. Samfylkingin er með tvo fulltrúa í minnihluta bæjarstjórnar Kópavogs þar sem Sálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur skipa meirihlutan. Bergljót Kristinsdóttir sem skipaði annað sæti flokksins í kosningunum 2018 sækist nú eftir að leiða listann ásamt Hákoni Gunnarssyni sem sækist eftir fyrsta til öðru sæti. Pétur Hrafn Sigurðsson núverandi oddviti flokksins sækist ekki eftir endurkjöri. Lilja Hrönn Ö Hrannardóttir og Erlendur Geirdal sækjast eftir öðru til þriðja sæti en aðrir frambjóðendur tiltaka ekki sæti. Prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi lýkur klukkan 16 á morgun og ættu úrslit að liggja fyrir fljótlega eftir það. En Píratar slá tvær flugur í einu höggi og verða með prófkjör samtímis bæði í Kópavogi og Reykjavík. Samkvæmt nýlegri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna tvöfalda Píratar fylgi sitt í borginni. Dóra Björt Guðjónsdóttir og Alexandra Briem sitja nú í borgarstjórn fyrir Pírata. En samkvæmt könnun Maskínu fengju Píratar fjóra fulltrúa kjörna í borginni.Píratar hefja rafrænt prófkjör sitt í Reykjavík og Kópavogi á morgun. Elsa Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Pírata segir prófkjör flokksins hefjast rafrænt á morgun. „Kosningu lýkur laugardaginn eftir viku klukkan þrjú. Fljótlega upp úr því birtast niðurstöður á X punktur Píratar punktur is,“ segir Elsa. Dóra Björt og Alexandra sækjast báðar eftir endurkjöri í fyrsta og annað sæti. Rannveig Ernudóttir, Atli Stefán Yngvason og Unnar Þór Sæmundsson sækjast síðan eftir fyrsta til þriðja sæti og Magnús Davíð Norðdahl eftir öðru til fjórða sæti. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir eini bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi sækist eftir endurkjöri. Sex aðrir frambjóðendur eru í boði þar sem Eva Sjöfn Helgadóttir og Indriði Ingi Stefánsson sækjast bæði eftir öðru sæti á listanum. „Það er mikil spenna. Það er mikil gleði í þessu og greinilega margir sem vilja koma og taka þátt og leggja málefnum okkar lið. Við vonum bara að kosning gangi vel og það verði mikil þátttaka þar líka,“ segir Elsa Kristjánsdóttir. Farið var yfir prófkjör helgarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Samfylkingin Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Kópavogur Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Flokksval Samfylkingarinnar í Kópavogi hefst í dag og líkur á morgun. Prófkjör Pírata í Kópavogi og Reykjavík hefjast hins vegar á morgun og standa yfir í viku. Samfylkingin er með tvo fulltrúa í minnihluta bæjarstjórnar Kópavogs þar sem Sálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur skipa meirihlutan. Bergljót Kristinsdóttir sem skipaði annað sæti flokksins í kosningunum 2018 sækist nú eftir að leiða listann ásamt Hákoni Gunnarssyni sem sækist eftir fyrsta til öðru sæti. Pétur Hrafn Sigurðsson núverandi oddviti flokksins sækist ekki eftir endurkjöri. Lilja Hrönn Ö Hrannardóttir og Erlendur Geirdal sækjast eftir öðru til þriðja sæti en aðrir frambjóðendur tiltaka ekki sæti. Prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi lýkur klukkan 16 á morgun og ættu úrslit að liggja fyrir fljótlega eftir það. En Píratar slá tvær flugur í einu höggi og verða með prófkjör samtímis bæði í Kópavogi og Reykjavík. Samkvæmt nýlegri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna tvöfalda Píratar fylgi sitt í borginni. Dóra Björt Guðjónsdóttir og Alexandra Briem sitja nú í borgarstjórn fyrir Pírata. En samkvæmt könnun Maskínu fengju Píratar fjóra fulltrúa kjörna í borginni.Píratar hefja rafrænt prófkjör sitt í Reykjavík og Kópavogi á morgun. Elsa Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Pírata segir prófkjör flokksins hefjast rafrænt á morgun. „Kosningu lýkur laugardaginn eftir viku klukkan þrjú. Fljótlega upp úr því birtast niðurstöður á X punktur Píratar punktur is,“ segir Elsa. Dóra Björt og Alexandra sækjast báðar eftir endurkjöri í fyrsta og annað sæti. Rannveig Ernudóttir, Atli Stefán Yngvason og Unnar Þór Sæmundsson sækjast síðan eftir fyrsta til þriðja sæti og Magnús Davíð Norðdahl eftir öðru til fjórða sæti. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir eini bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi sækist eftir endurkjöri. Sex aðrir frambjóðendur eru í boði þar sem Eva Sjöfn Helgadóttir og Indriði Ingi Stefánsson sækjast bæði eftir öðru sæti á listanum. „Það er mikil spenna. Það er mikil gleði í þessu og greinilega margir sem vilja koma og taka þátt og leggja málefnum okkar lið. Við vonum bara að kosning gangi vel og það verði mikil þátttaka þar líka,“ segir Elsa Kristjánsdóttir. Farið var yfir prófkjör helgarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Samfylkingin Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Kópavogur Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent