Samfylking og Píratar kjósa í forystusæti í Kópavogi og Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2022 20:29 Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í Reykjavík sækist eftir því að leiða lista flokksins í borginni áfram. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Tvennt sækist eftir að leiða lista í forvali Samfylkingarinnar í Kópavogi. Tveir borgarfulltrúar Pírata sækjast eftir endurkjöri í Reykjavík og oddviti flokksins í Kópavogi vill leiða flokkinn áfram en tekist er á um annað sætið. Flokksval Samfylkingarinnar í Kópavogi hefst í dag og líkur á morgun. Prófkjör Pírata í Kópavogi og Reykjavík hefjast hins vegar á morgun og standa yfir í viku. Samfylkingin er með tvo fulltrúa í minnihluta bæjarstjórnar Kópavogs þar sem Sálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur skipa meirihlutan. Bergljót Kristinsdóttir sem skipaði annað sæti flokksins í kosningunum 2018 sækist nú eftir að leiða listann ásamt Hákoni Gunnarssyni sem sækist eftir fyrsta til öðru sæti. Pétur Hrafn Sigurðsson núverandi oddviti flokksins sækist ekki eftir endurkjöri. Lilja Hrönn Ö Hrannardóttir og Erlendur Geirdal sækjast eftir öðru til þriðja sæti en aðrir frambjóðendur tiltaka ekki sæti. Prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi lýkur klukkan 16 á morgun og ættu úrslit að liggja fyrir fljótlega eftir það. En Píratar slá tvær flugur í einu höggi og verða með prófkjör samtímis bæði í Kópavogi og Reykjavík. Samkvæmt nýlegri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna tvöfalda Píratar fylgi sitt í borginni. Dóra Björt Guðjónsdóttir og Alexandra Briem sitja nú í borgarstjórn fyrir Pírata. En samkvæmt könnun Maskínu fengju Píratar fjóra fulltrúa kjörna í borginni.Píratar hefja rafrænt prófkjör sitt í Reykjavík og Kópavogi á morgun. Elsa Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Pírata segir prófkjör flokksins hefjast rafrænt á morgun. „Kosningu lýkur laugardaginn eftir viku klukkan þrjú. Fljótlega upp úr því birtast niðurstöður á X punktur Píratar punktur is,“ segir Elsa. Dóra Björt og Alexandra sækjast báðar eftir endurkjöri í fyrsta og annað sæti. Rannveig Ernudóttir, Atli Stefán Yngvason og Unnar Þór Sæmundsson sækjast síðan eftir fyrsta til þriðja sæti og Magnús Davíð Norðdahl eftir öðru til fjórða sæti. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir eini bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi sækist eftir endurkjöri. Sex aðrir frambjóðendur eru í boði þar sem Eva Sjöfn Helgadóttir og Indriði Ingi Stefánsson sækjast bæði eftir öðru sæti á listanum. „Það er mikil spenna. Það er mikil gleði í þessu og greinilega margir sem vilja koma og taka þátt og leggja málefnum okkar lið. Við vonum bara að kosning gangi vel og það verði mikil þátttaka þar líka,“ segir Elsa Kristjánsdóttir. Farið var yfir prófkjör helgarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Samfylkingin Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Kópavogur Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Flokksval Samfylkingarinnar í Kópavogi hefst í dag og líkur á morgun. Prófkjör Pírata í Kópavogi og Reykjavík hefjast hins vegar á morgun og standa yfir í viku. Samfylkingin er með tvo fulltrúa í minnihluta bæjarstjórnar Kópavogs þar sem Sálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur skipa meirihlutan. Bergljót Kristinsdóttir sem skipaði annað sæti flokksins í kosningunum 2018 sækist nú eftir að leiða listann ásamt Hákoni Gunnarssyni sem sækist eftir fyrsta til öðru sæti. Pétur Hrafn Sigurðsson núverandi oddviti flokksins sækist ekki eftir endurkjöri. Lilja Hrönn Ö Hrannardóttir og Erlendur Geirdal sækjast eftir öðru til þriðja sæti en aðrir frambjóðendur tiltaka ekki sæti. Prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi lýkur klukkan 16 á morgun og ættu úrslit að liggja fyrir fljótlega eftir það. En Píratar slá tvær flugur í einu höggi og verða með prófkjör samtímis bæði í Kópavogi og Reykjavík. Samkvæmt nýlegri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna tvöfalda Píratar fylgi sitt í borginni. Dóra Björt Guðjónsdóttir og Alexandra Briem sitja nú í borgarstjórn fyrir Pírata. En samkvæmt könnun Maskínu fengju Píratar fjóra fulltrúa kjörna í borginni.Píratar hefja rafrænt prófkjör sitt í Reykjavík og Kópavogi á morgun. Elsa Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Pírata segir prófkjör flokksins hefjast rafrænt á morgun. „Kosningu lýkur laugardaginn eftir viku klukkan þrjú. Fljótlega upp úr því birtast niðurstöður á X punktur Píratar punktur is,“ segir Elsa. Dóra Björt og Alexandra sækjast báðar eftir endurkjöri í fyrsta og annað sæti. Rannveig Ernudóttir, Atli Stefán Yngvason og Unnar Þór Sæmundsson sækjast síðan eftir fyrsta til þriðja sæti og Magnús Davíð Norðdahl eftir öðru til fjórða sæti. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir eini bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi sækist eftir endurkjöri. Sex aðrir frambjóðendur eru í boði þar sem Eva Sjöfn Helgadóttir og Indriði Ingi Stefánsson sækjast bæði eftir öðru sæti á listanum. „Það er mikil spenna. Það er mikil gleði í þessu og greinilega margir sem vilja koma og taka þátt og leggja málefnum okkar lið. Við vonum bara að kosning gangi vel og það verði mikil þátttaka þar líka,“ segir Elsa Kristjánsdóttir. Farið var yfir prófkjör helgarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Samfylkingin Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Kópavogur Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu