Hagnaðurinn aldrei meiri og stjórnin vill greiða 15 milljarða í arð Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. febrúar 2022 15:31 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Hagnaður Landsvirkjunar jókst töluvert á milli ára og nam 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði 15 milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2021 sem kom út í dag. „Eftir óvissu og erfiðleika í rekstrarumhverfi fyrirtækisins í byrjun veirufaraldursins á árinu 2020 varð mjög jákvæð þróun á rekstri Landsvirkjunar á árinu 2021. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði, sem er sá mælikvarði sem við lítum helst til þegar afkoma fyrirtækisins er skoðuð, var 29,5 milljarðar króna og hækkaði um 64% á milli ára í Bandaríkjadal talið,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Selt heildarmagn jókst um fimm prósent milli ára en meðalverð inn á heilsölumarkað til heimila og smærri fyrirtækja hækkaði ekki milli ára á meðan verð til stórnotenda hækkaði um 55 prósent. Hagnaðurinn er nú í sögulegum hæðum. Hækkunina má rekja til hagstæðra ytri skilyrða á ál og orkumörkuðum og þess að endursamið hefur verið við flest fyrirtækin. „Bætta afkomu Landvirkjunar á síðasta ári má því alfarið rekja til hækkunar á tekjum af sölu til stórnotenda,“ segir Hörður. Tekjur hækkuðu og skuldir lækkuðu Þar að auki voru rekstrartekjur fyrirtækisins á síðasta ári meiri en nokkur sinni áður í sögu félagsins en þær námu 72,6 milljörðum króna og hækkuðu um 23,2 prósent frá árinu áður. Hækkunin skýrist að mestu leyti af hækkunum á alþjóðlegum hrávöru- og orkumörkuðum. Nettó skuldir lækkuðu þá um 22,8 milljarða króna frá áramótum og voru í árslok 195,1 milljarður króna. Að sögn Harðar eru helstu skuldahlutföll nú orðin sambærileg og hjá systurfyrirtækjum Landsvirkjunar á Norðurlöndunum. „Ekki er því lengur þörf á að leggja áherslu á hraða lækkun skulda og hefur arðgreiðslugeta fyrirtækisins þar af leiðandi aukist. Í þessu ljósi áformar stjórn fyrirtækisins að leggja til við aðalfund um 15 milljarða kr. (120 milljóna Bandaríkjadala) arðgreiðslu vegna síðasta árs,“ segir Hörður. Hann segir enn fremur að góð fjárhagsstaða Landsvirkjunar sé góður grunnur fyrir þær áskoranir sem eru fram undan og segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við verkefni framtíðarinnar. „Tækifærin eru fjölmörg og við höfum þegar hafist handa við undirbúning verkefna sem stuðla að orkuskiptum innanlands og metnaðarfullum markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum,“ segir Hörður. Landsvirkjun Tekjur Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
„Eftir óvissu og erfiðleika í rekstrarumhverfi fyrirtækisins í byrjun veirufaraldursins á árinu 2020 varð mjög jákvæð þróun á rekstri Landsvirkjunar á árinu 2021. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði, sem er sá mælikvarði sem við lítum helst til þegar afkoma fyrirtækisins er skoðuð, var 29,5 milljarðar króna og hækkaði um 64% á milli ára í Bandaríkjadal talið,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Selt heildarmagn jókst um fimm prósent milli ára en meðalverð inn á heilsölumarkað til heimila og smærri fyrirtækja hækkaði ekki milli ára á meðan verð til stórnotenda hækkaði um 55 prósent. Hagnaðurinn er nú í sögulegum hæðum. Hækkunina má rekja til hagstæðra ytri skilyrða á ál og orkumörkuðum og þess að endursamið hefur verið við flest fyrirtækin. „Bætta afkomu Landvirkjunar á síðasta ári má því alfarið rekja til hækkunar á tekjum af sölu til stórnotenda,“ segir Hörður. Tekjur hækkuðu og skuldir lækkuðu Þar að auki voru rekstrartekjur fyrirtækisins á síðasta ári meiri en nokkur sinni áður í sögu félagsins en þær námu 72,6 milljörðum króna og hækkuðu um 23,2 prósent frá árinu áður. Hækkunin skýrist að mestu leyti af hækkunum á alþjóðlegum hrávöru- og orkumörkuðum. Nettó skuldir lækkuðu þá um 22,8 milljarða króna frá áramótum og voru í árslok 195,1 milljarður króna. Að sögn Harðar eru helstu skuldahlutföll nú orðin sambærileg og hjá systurfyrirtækjum Landsvirkjunar á Norðurlöndunum. „Ekki er því lengur þörf á að leggja áherslu á hraða lækkun skulda og hefur arðgreiðslugeta fyrirtækisins þar af leiðandi aukist. Í þessu ljósi áformar stjórn fyrirtækisins að leggja til við aðalfund um 15 milljarða kr. (120 milljóna Bandaríkjadala) arðgreiðslu vegna síðasta árs,“ segir Hörður. Hann segir enn fremur að góð fjárhagsstaða Landsvirkjunar sé góður grunnur fyrir þær áskoranir sem eru fram undan og segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við verkefni framtíðarinnar. „Tækifærin eru fjölmörg og við höfum þegar hafist handa við undirbúning verkefna sem stuðla að orkuskiptum innanlands og metnaðarfullum markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum,“ segir Hörður.
Landsvirkjun Tekjur Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira