Solar Orbiter, gervihnöttur geimvísindastofnanna Evrópu og Bandaríkjanna (ESA og NASA), fangaði blossann sem fór þó ekki í átt að jörðinni.
Öflugir segulstormar fylgja sólblossum og lendi þeir á jörðinni getur það haft mikil áhrif á samskipti, rafmagnskerfi og annað. Áhugasamir geta kynt sér sólgos (sólblossa) og segulstorma frekar hér á Vísindavefnum.
Á vef ESA segir að uppruni sólblossans hafi líklegast verið á þeirri hlið sem sneri frá jörðinni og Solar Orbiter.
Hér að neðan má sjá myndefni frá Solar Orbiter og SOHO gervihnettinum, sem er með víðara sjónsvið en SO og var myndefni úr honum notað til að fylgja blossanum lengra út í geim.
ESA segir að þó blossinn hafi ekki beinst að jörðinni sé hann til áminningar um óútreiknanlegt eðli sólarinnar og mikilvægi þess að auka skilning okkar á henni og vakta hana vel. Með það í huga séu starfsmenn stofnunarinnar að vinna að verkefni sem ber nafnið Vigil.
Þar er um að ræða gervihnött sem skjóta á á loft seinna á þessum áratug. Hann á að vakta sólina betur og segulstorma frá sólinni.