Tilkynnt um átján nauðganir á mánuði í fyrra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 12:59 Lögreglu bárust í fyrra 220 tilkynningar um nauðganir. Vísir/Vilhelm Talsverð aukning hefur verið á tilkynningu kynferðisbrota á undanförnum árum en í fyrra bárust 37% fleiri tilkynningar um nauðganir til lögreglunnar en árið 2020. Þetta kemur fram í nýjum ársfjórðungslegum tölfræðiupplýsingum ríkislögreglustjóra um tilkynningar kynferðisbrota. Þar segir að árið 2021 hafi lögreglu borist 220 tilkynningar um nauðganir sem samsvari 37% fjölgun frá árinu á undan. Nær línulegur vöxtur hafi verið í tilkynntum nauðgunum hér frá árinu 2010 þegar þær voru 98. Að meðaltali er nú tilkynnt um 18 nauðganir á mánuði en heildarfjöldi tilkynntra kynferðisbrota í fyrra var 672, sem er aukning um 14% miðað við meðaltal síðustu þriggja ára. Þá fjölgaði tilkynntum kynferðisbrotum gegn börnum en lögreglunni bárust 142 tilkynningar um slík brot í fyrra, sem er fjölgun um 29% miðað við meðaltalið árin þrjú á undan. Þá fjölgaði sömuleiðis tilkynningum um barnaníð í formi vörslu mynda og myndskeiða. Sömu sögu er að segja um tilkynningar um kynferðislega áreitni og brot gegn kynferðislegri friðhelgi. Alls voru 104 slík brot tilkynnt í fyrra en meðaltalið á ári síðustu þrjú árin á undan voru 57 tilkynningar. Telja vitundarvakningu og umræðu útskýra fjölgun tilkynninga Fram kemur í skýrslunni að leiða megi líkur að því að vitundarvakning og samfélagsleg umræða um kynbundið ofbeldi hafi orðið til þess að fleiri brot séu tilkynnti til lögreglu og fjölgun tilkynninga megi því að einhverji leiti rekja til þess. Þá geti jafnframt verið að samkomutakmarkanir hafi haft áhrif á brot og tilkynningar síðastliðin tvö ár. Karlmenn voru í miklum meirihluta þeirra sem grunaðir eru um kynferðisbrot og þá eru langflestir brotaþolar kvenkyns. Á síðasta ári voru 420 einstaklingar grunaðir um kynferðisbrot og af þeim voru 94% karlmanna. Meðalaldur grunaðra karla eru 35 ár og grunaðra kvenna 30 ár. Þegar kemur að brotaþolum voru þeir í 84% tilvika kvenkyns en tilkynntum brotum gegn körlum hefur þó farið fjölgandi frá árinu 2017. Þegar um einungis nauðgunarbrot er að ræða hækkar hlutfall karlkyns grunaðra í 99% og brotaþolar voru í 93% tilvika konur. Hlutfall barna í tilkynntum kynferðisbrotum hefur þá aukist gríðarlega og hefur ekki verið hærra síðan 2017, eða 61%. Þetta hlutfall hækkar í 70% ef horft er til kynferðisslegrar áreitni, brota gegn kynferðislegri friðhelgi og blygðunarsemisbrota. Tæpur þriðjungur nauðgana beinist að börnum. Ríkislögreglustjóri stefnir nú að því að birta ársfjórðungslega tölulegar upplýsingar um kynbundið ofbeldi sem tilkynnt hefur verið um. Þar verður leitast eftir því að veita upplýsingar um tíðni og þróun atvika, en einnig um sakborninga og brotaþola. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið skoðar tillögur um breytt verklag í forræðismálum Félagasamtökin Líf án ofbeldis funduðu með Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra síðastliðinn föstudag þar sem þau kynntu fyrir honum tillögur að breytingu á verklagi sem samtökin telja að yrðu til bóta fyrir stöðu brotaþola ofbeldis í fjölskyldum í málsmeðferð hjá sýslumanni. 18. febrúar 2022 10:39 75 prósent hlynnt því að fólk sé látið víkja í kjölfar ásakana um kynferðisbrot 75 prósent svarenda í skoðanakönnun Prósents sögðust hlynnt því að einstaklingum sem hefðu verið ásakaðir um kynferðisbrot væri vikið frá störfum. Fimmtán prósent svarenda sögðust hvorki vera hlynnt því né ekki en aðeins 10 prósent voru andvíg. 15. febrúar 2022 06:52 Umræðan um ofbeldi hávær og óþægileg en „algjörlega nauðsynleg“ Umræðan um ofbeldi í samfélaginu er „á köflum hávær, jafnvel óþægileg, en algjörlega nauðsynleg,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, í pistli á lögregluvefnum. 11. febrúar 2022 09:21 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum ársfjórðungslegum tölfræðiupplýsingum ríkislögreglustjóra um tilkynningar kynferðisbrota. Þar segir að árið 2021 hafi lögreglu borist 220 tilkynningar um nauðganir sem samsvari 37% fjölgun frá árinu á undan. Nær línulegur vöxtur hafi verið í tilkynntum nauðgunum hér frá árinu 2010 þegar þær voru 98. Að meðaltali er nú tilkynnt um 18 nauðganir á mánuði en heildarfjöldi tilkynntra kynferðisbrota í fyrra var 672, sem er aukning um 14% miðað við meðaltal síðustu þriggja ára. Þá fjölgaði tilkynntum kynferðisbrotum gegn börnum en lögreglunni bárust 142 tilkynningar um slík brot í fyrra, sem er fjölgun um 29% miðað við meðaltalið árin þrjú á undan. Þá fjölgaði sömuleiðis tilkynningum um barnaníð í formi vörslu mynda og myndskeiða. Sömu sögu er að segja um tilkynningar um kynferðislega áreitni og brot gegn kynferðislegri friðhelgi. Alls voru 104 slík brot tilkynnt í fyrra en meðaltalið á ári síðustu þrjú árin á undan voru 57 tilkynningar. Telja vitundarvakningu og umræðu útskýra fjölgun tilkynninga Fram kemur í skýrslunni að leiða megi líkur að því að vitundarvakning og samfélagsleg umræða um kynbundið ofbeldi hafi orðið til þess að fleiri brot séu tilkynnti til lögreglu og fjölgun tilkynninga megi því að einhverji leiti rekja til þess. Þá geti jafnframt verið að samkomutakmarkanir hafi haft áhrif á brot og tilkynningar síðastliðin tvö ár. Karlmenn voru í miklum meirihluta þeirra sem grunaðir eru um kynferðisbrot og þá eru langflestir brotaþolar kvenkyns. Á síðasta ári voru 420 einstaklingar grunaðir um kynferðisbrot og af þeim voru 94% karlmanna. Meðalaldur grunaðra karla eru 35 ár og grunaðra kvenna 30 ár. Þegar kemur að brotaþolum voru þeir í 84% tilvika kvenkyns en tilkynntum brotum gegn körlum hefur þó farið fjölgandi frá árinu 2017. Þegar um einungis nauðgunarbrot er að ræða hækkar hlutfall karlkyns grunaðra í 99% og brotaþolar voru í 93% tilvika konur. Hlutfall barna í tilkynntum kynferðisbrotum hefur þá aukist gríðarlega og hefur ekki verið hærra síðan 2017, eða 61%. Þetta hlutfall hækkar í 70% ef horft er til kynferðisslegrar áreitni, brota gegn kynferðislegri friðhelgi og blygðunarsemisbrota. Tæpur þriðjungur nauðgana beinist að börnum. Ríkislögreglustjóri stefnir nú að því að birta ársfjórðungslega tölulegar upplýsingar um kynbundið ofbeldi sem tilkynnt hefur verið um. Þar verður leitast eftir því að veita upplýsingar um tíðni og þróun atvika, en einnig um sakborninga og brotaþola.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið skoðar tillögur um breytt verklag í forræðismálum Félagasamtökin Líf án ofbeldis funduðu með Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra síðastliðinn föstudag þar sem þau kynntu fyrir honum tillögur að breytingu á verklagi sem samtökin telja að yrðu til bóta fyrir stöðu brotaþola ofbeldis í fjölskyldum í málsmeðferð hjá sýslumanni. 18. febrúar 2022 10:39 75 prósent hlynnt því að fólk sé látið víkja í kjölfar ásakana um kynferðisbrot 75 prósent svarenda í skoðanakönnun Prósents sögðust hlynnt því að einstaklingum sem hefðu verið ásakaðir um kynferðisbrot væri vikið frá störfum. Fimmtán prósent svarenda sögðust hvorki vera hlynnt því né ekki en aðeins 10 prósent voru andvíg. 15. febrúar 2022 06:52 Umræðan um ofbeldi hávær og óþægileg en „algjörlega nauðsynleg“ Umræðan um ofbeldi í samfélaginu er „á köflum hávær, jafnvel óþægileg, en algjörlega nauðsynleg,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, í pistli á lögregluvefnum. 11. febrúar 2022 09:21 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið skoðar tillögur um breytt verklag í forræðismálum Félagasamtökin Líf án ofbeldis funduðu með Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra síðastliðinn föstudag þar sem þau kynntu fyrir honum tillögur að breytingu á verklagi sem samtökin telja að yrðu til bóta fyrir stöðu brotaþola ofbeldis í fjölskyldum í málsmeðferð hjá sýslumanni. 18. febrúar 2022 10:39
75 prósent hlynnt því að fólk sé látið víkja í kjölfar ásakana um kynferðisbrot 75 prósent svarenda í skoðanakönnun Prósents sögðust hlynnt því að einstaklingum sem hefðu verið ásakaðir um kynferðisbrot væri vikið frá störfum. Fimmtán prósent svarenda sögðust hvorki vera hlynnt því né ekki en aðeins 10 prósent voru andvíg. 15. febrúar 2022 06:52
Umræðan um ofbeldi hávær og óþægileg en „algjörlega nauðsynleg“ Umræðan um ofbeldi í samfélaginu er „á köflum hávær, jafnvel óþægileg, en algjörlega nauðsynleg,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, í pistli á lögregluvefnum. 11. febrúar 2022 09:21
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?