Geimferðaráætlun Reykjavíkur? Helgi Áss Grétarsson skrifar 17. febrúar 2022 15:42 Geimferðaráætlun Bandaríkjanna komst á skrið á 7. áratug síðustu aldar. Fara skyldi til tunglsins og kanna óþekktar lendur alheimsins. Heiminn skyldi sigra og bæta. Með álíka pólitískum formerkjum er ætlunin núna að koma á fót kerfi liðvagna (útgáfa af strætisvögnum) um höfuðborgarsvæðið. Ólíkt hins vegar víðáttu geimsins er hönnun samgöngukerfis borgar mun þekktari stærð. Rýnum nánar í málið. Borgarlínan er „hágæða almenningssamgöngukerfi“ Talsmenn núverandi útfærslu á Borgarlínu segja að um sé að ræða „hágæða almenningssamgöngukerfi fyrir allt höfuðborgarsvæðið“. Ætlunin er að setja liðvagna í miðju akreina þar sem þeir fá sérrými og forgang á gatnamótum. Liðvagnarnir eiga að mestu leyti geta ferðast óháð annarri umferð. Samhliða uppsetningu Borgarlínunnar á að fjárfesta í öðrum samgönguinnviðum, svo sem til að greiða fyrir umferð bíla, reiðhjólafólks og gangfarenda. Þrátt fyrir slíka fjárfestingu má ætla að þrengt verði að umferð einkabílsins enda þarf töluvert pláss í miðju umferðargatna fyrir liðvagna Borgarlínunnar. Þegar fræðsluefni er skoðað á borgarlinan.is má ætla að biðstöðvar verði yfirbyggðar. Sjálfsagt er reiknað með því að lítið mál verði fyrir farþega að koma sér á eina slíka stöð og því hægðarleikur að nýta sér þjónustu liðvagnanna. Allt myndrænt efni á téðri heimasíðu Borgarlínuverkefnisins sýnir hvernig væntanlegir farþegar eiga að geta ferðast auðveldlega um höfuðborgarsvæðið þar sem sólin skín og trjágróður blómstrar samfara því að liðvagnar og önnur umferð gengur greiðlega fyrir sig – tilfinningin af því að horfa á myndefnið er eins og að sjá nýgift hjón fallast í faðma! En hver er veruleikinn? Höfuðborgarsvæðið verður seint talin sólarparadís. Þar, sem og annars staðar á Íslandi, er allra veðra von. Glámskyggni væri að ætla að það muni breytast verulega næstu áratugina. Takmörkuð eftirspurn er eftir því að fara út gangandi eða hjólandi í leiðindaveðri til að komast á strætóbiðstöð. Taka verður einnig tillit til þess að höfuðborgarsvæðið er víðfeðmt en íbúafjöldi tiltölulega lágur. Fyrir marga íbúa eru því kostir einkabílsins ótvíræðir, þ.e. sveigjanleikinn sem felst í því að fólk geti farið beint á milli staðarins A til staðarins B. Þessar staðreyndir útaf fyrir sig draga úr líkum á að rekstur almannasamgöngukerfis á höfuðborgarsvæðinu geti verið fjárhagslega sjálfbær, eins og ráða má af rekstrarafkomu Strætó bs. undanfarinna ára. Samt sem áður heldur hið kostnaðarsama Borgarlínuverkefni áfram. Hvað á Borgarlínan að kosta? Heildarkostnaður við uppbyggingu Borgarlínunnar verður að teljast óljós. Rætt hefur verið um að samanlögð útgjöld muni nema meira en 100 milljörðum króna en til samanburðar gerir gildandi fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar ráð fyrir að launaútgjöld sveitarfélagsins árið 2022 nemi 88,1 milljörðum króna. Samkvæmt svokallaðri frumdragaskýrslu frá janúar 2021 er kostnaðurinn af fyrsta áfanga Borgarlínuverkefnisins áætlaður u.þ.b. 25 milljarðar króna. Af ýmsum ástæðum verður að taka þá tölu með fyrirvara. Þrátt fyrir þennan háa kostnað hefur hvorki haldbær rekstraráætlun fyrir Borgarlínuna verið lögð fram né hver eigi að niðurgreiða reksturinn. Augljóst má vera að sá reikningur mun aðallega lenda á skattgreiðendum í Reykjavík. Við getum enn valið aðra leið en Borgarlínuna Fyrirliggjandi útfærsla Borgarlínuverkefnisins er óraunsæ. Hún líkist hugmyndafræðilegri áætlun um að sigra eigi heiminn og gera hann að betri stað. Reykjavíkurborg hefur ekki efni á að framkvæma „geimferðaáætlun“ til verndar umhverfinu. Hagsmunir hins almenna skattborgara eru betur varðir með því að fara aftur að teikniborðinu og velja valkosti sem í senn eru ódýrari og hagkvæmari – ásamt því að stuðla að verndun umhverfisins. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Geimferðaráætlun Bandaríkjanna komst á skrið á 7. áratug síðustu aldar. Fara skyldi til tunglsins og kanna óþekktar lendur alheimsins. Heiminn skyldi sigra og bæta. Með álíka pólitískum formerkjum er ætlunin núna að koma á fót kerfi liðvagna (útgáfa af strætisvögnum) um höfuðborgarsvæðið. Ólíkt hins vegar víðáttu geimsins er hönnun samgöngukerfis borgar mun þekktari stærð. Rýnum nánar í málið. Borgarlínan er „hágæða almenningssamgöngukerfi“ Talsmenn núverandi útfærslu á Borgarlínu segja að um sé að ræða „hágæða almenningssamgöngukerfi fyrir allt höfuðborgarsvæðið“. Ætlunin er að setja liðvagna í miðju akreina þar sem þeir fá sérrými og forgang á gatnamótum. Liðvagnarnir eiga að mestu leyti geta ferðast óháð annarri umferð. Samhliða uppsetningu Borgarlínunnar á að fjárfesta í öðrum samgönguinnviðum, svo sem til að greiða fyrir umferð bíla, reiðhjólafólks og gangfarenda. Þrátt fyrir slíka fjárfestingu má ætla að þrengt verði að umferð einkabílsins enda þarf töluvert pláss í miðju umferðargatna fyrir liðvagna Borgarlínunnar. Þegar fræðsluefni er skoðað á borgarlinan.is má ætla að biðstöðvar verði yfirbyggðar. Sjálfsagt er reiknað með því að lítið mál verði fyrir farþega að koma sér á eina slíka stöð og því hægðarleikur að nýta sér þjónustu liðvagnanna. Allt myndrænt efni á téðri heimasíðu Borgarlínuverkefnisins sýnir hvernig væntanlegir farþegar eiga að geta ferðast auðveldlega um höfuðborgarsvæðið þar sem sólin skín og trjágróður blómstrar samfara því að liðvagnar og önnur umferð gengur greiðlega fyrir sig – tilfinningin af því að horfa á myndefnið er eins og að sjá nýgift hjón fallast í faðma! En hver er veruleikinn? Höfuðborgarsvæðið verður seint talin sólarparadís. Þar, sem og annars staðar á Íslandi, er allra veðra von. Glámskyggni væri að ætla að það muni breytast verulega næstu áratugina. Takmörkuð eftirspurn er eftir því að fara út gangandi eða hjólandi í leiðindaveðri til að komast á strætóbiðstöð. Taka verður einnig tillit til þess að höfuðborgarsvæðið er víðfeðmt en íbúafjöldi tiltölulega lágur. Fyrir marga íbúa eru því kostir einkabílsins ótvíræðir, þ.e. sveigjanleikinn sem felst í því að fólk geti farið beint á milli staðarins A til staðarins B. Þessar staðreyndir útaf fyrir sig draga úr líkum á að rekstur almannasamgöngukerfis á höfuðborgarsvæðinu geti verið fjárhagslega sjálfbær, eins og ráða má af rekstrarafkomu Strætó bs. undanfarinna ára. Samt sem áður heldur hið kostnaðarsama Borgarlínuverkefni áfram. Hvað á Borgarlínan að kosta? Heildarkostnaður við uppbyggingu Borgarlínunnar verður að teljast óljós. Rætt hefur verið um að samanlögð útgjöld muni nema meira en 100 milljörðum króna en til samanburðar gerir gildandi fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar ráð fyrir að launaútgjöld sveitarfélagsins árið 2022 nemi 88,1 milljörðum króna. Samkvæmt svokallaðri frumdragaskýrslu frá janúar 2021 er kostnaðurinn af fyrsta áfanga Borgarlínuverkefnisins áætlaður u.þ.b. 25 milljarðar króna. Af ýmsum ástæðum verður að taka þá tölu með fyrirvara. Þrátt fyrir þennan háa kostnað hefur hvorki haldbær rekstraráætlun fyrir Borgarlínuna verið lögð fram né hver eigi að niðurgreiða reksturinn. Augljóst má vera að sá reikningur mun aðallega lenda á skattgreiðendum í Reykjavík. Við getum enn valið aðra leið en Borgarlínuna Fyrirliggjandi útfærsla Borgarlínuverkefnisins er óraunsæ. Hún líkist hugmyndafræðilegri áætlun um að sigra eigi heiminn og gera hann að betri stað. Reykjavíkurborg hefur ekki efni á að framkvæma „geimferðaáætlun“ til verndar umhverfinu. Hagsmunir hins almenna skattborgara eru betur varðir með því að fara aftur að teikniborðinu og velja valkosti sem í senn eru ódýrari og hagkvæmari – ásamt því að stuðla að verndun umhverfisins. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun