Mat á árangri er órjúfanlegur þáttur í skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2022 13:01 Spurning aldarinnar að öllum öðrum ólöstuðum er án efa spurningin: Hvers vegna? Sem betur fer erum við orðin mun gagnrýnari á það hvernig hlutirnir eru gerðir og hvers vegna og það sjónarhorn virðist fleyta okkur hratt áfram. Það er nokkuð ljóst að þau sem skara fram úr spyrja sig stöðugt spurninganna: Hvað, hvers vegna og hvernig. En það sem meira er þá spyrja þau sig aftur spurninga um hvað gekk og hvað ekki. Þetta kallast að vera árangursdrifin. Að vera árangursdrifin er að setja sér markmið, skoða, mæla, meta, fylgjast með því hvort markmiðum sé náð og breyta um leið sé þess þörf. Þó að leiðirnar sem valdar voru í byrjun hafi verið tímafrekar og erfiðar eru þær hiklaust endurskoðaðar ef þær skila ekki tilsettum árangri. Afreksíþróttafólk er gott dæmi um fólk sem er árangursdrifið. Til að ná árangri er það í stöðugu mati hjá sjálfu sér og þjálfurum sínum. Það mætir á mót til að sæta mati og samanburði við aðra til að fá betri sýn á hvar það er statt í íþróttinni. Þannig er það líklegra til að ná árangri og viðhalda honum. Nú hafa tvö af þremur lykilorðum þessarar greinar verið nefnd til sögunnar, orðin árangur og mat. Síðast en alls ekki síst er orðið skólar. Skólarnir okkar þurfa og eiga vera árangursdrifnir. Enda eiga þeir stóran þátt í mótun og þroska barna og ungmenna og ég fullyrði að vandað skólastarf sé hornsteinn góðs samfélags. Hvað er betra en að vita af því að það sé sameiginlegt markmið okkar allra að börnin fái bestu mögulegu menntun í eins góðu starfsumhverfi og völ er á? Til þess að skólastarfið í landinu sé sem allra best, er mikilvægt að við tileinkum okkur árangursmiðaða hugsun. Þar sem markmið, mælingar, stöðugar umbætur og endurskoðanir eiga sér sífellt stað. Í dag er skólum skylt að sinna innra mati á skólastarfi. Það þýðir að hverjum skóla ber skylda til að skoða, vega og meta starf sitt. Það er einnig skylda sveitarfélaganna að meta og skoða skólastarfið með ytra mati, þar sem utanaðkomandi aðilar framkvæma matið. Menntamálastofnun er eina stofnunin sem hefur séð um ytra mat í skólum landsins til þessa. Á Íslandi eru rúmlega 260 leikskólar og rúmlega 170 grunnskólar víðs vegar um landið. Af því leiðir að mikil bið hefur verið fyrir sveitarfélög að komast í ytra mats ferli hjá stofnuninni, jafnvel nokkur ár. Það geta svo liðið allt að tíu ár þar til umbætur í kjölfar matsins eru endurskoðaðar aftur með ytra mati, sem segir okkur að þróun og endurbætur geta tekið afar langan tíma þrátt fyrir góðan vilja allra aðila. Því er þörf á frekari þjónustu á sviði ytra mats á Íslandi. Sveitarfélög hafa sýnt metnað í að standa vel að skólastarfi, enda eru skólamálin hagsmunamál íbúanna og stór kostnaðarliður flestra sveitarfélaga. Stöðugar umbætur eiga vera markmið allra skóla í þágu barnanna og samfélagsins alls. Það að skoða vel og reglulega hvernig gengur er stór liður í því að ganga vel. Það er því vonandi fagnaðarefni fyrir sveitarfélögin og skólasamfélagið allt að nú sé komið nýtt fyrirtæki á sviði skólamála sem sérhæfir sig í ytra mati á skólastarfi sem gerir það að verkum að sveitarfélögin geta nú sinnt ytra mati með reglulegu millibili. Höfundur er framkvæmdastjóri og stofnandi GETU - gæðastarfs í skólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Spurning aldarinnar að öllum öðrum ólöstuðum er án efa spurningin: Hvers vegna? Sem betur fer erum við orðin mun gagnrýnari á það hvernig hlutirnir eru gerðir og hvers vegna og það sjónarhorn virðist fleyta okkur hratt áfram. Það er nokkuð ljóst að þau sem skara fram úr spyrja sig stöðugt spurninganna: Hvað, hvers vegna og hvernig. En það sem meira er þá spyrja þau sig aftur spurninga um hvað gekk og hvað ekki. Þetta kallast að vera árangursdrifin. Að vera árangursdrifin er að setja sér markmið, skoða, mæla, meta, fylgjast með því hvort markmiðum sé náð og breyta um leið sé þess þörf. Þó að leiðirnar sem valdar voru í byrjun hafi verið tímafrekar og erfiðar eru þær hiklaust endurskoðaðar ef þær skila ekki tilsettum árangri. Afreksíþróttafólk er gott dæmi um fólk sem er árangursdrifið. Til að ná árangri er það í stöðugu mati hjá sjálfu sér og þjálfurum sínum. Það mætir á mót til að sæta mati og samanburði við aðra til að fá betri sýn á hvar það er statt í íþróttinni. Þannig er það líklegra til að ná árangri og viðhalda honum. Nú hafa tvö af þremur lykilorðum þessarar greinar verið nefnd til sögunnar, orðin árangur og mat. Síðast en alls ekki síst er orðið skólar. Skólarnir okkar þurfa og eiga vera árangursdrifnir. Enda eiga þeir stóran þátt í mótun og þroska barna og ungmenna og ég fullyrði að vandað skólastarf sé hornsteinn góðs samfélags. Hvað er betra en að vita af því að það sé sameiginlegt markmið okkar allra að börnin fái bestu mögulegu menntun í eins góðu starfsumhverfi og völ er á? Til þess að skólastarfið í landinu sé sem allra best, er mikilvægt að við tileinkum okkur árangursmiðaða hugsun. Þar sem markmið, mælingar, stöðugar umbætur og endurskoðanir eiga sér sífellt stað. Í dag er skólum skylt að sinna innra mati á skólastarfi. Það þýðir að hverjum skóla ber skylda til að skoða, vega og meta starf sitt. Það er einnig skylda sveitarfélaganna að meta og skoða skólastarfið með ytra mati, þar sem utanaðkomandi aðilar framkvæma matið. Menntamálastofnun er eina stofnunin sem hefur séð um ytra mat í skólum landsins til þessa. Á Íslandi eru rúmlega 260 leikskólar og rúmlega 170 grunnskólar víðs vegar um landið. Af því leiðir að mikil bið hefur verið fyrir sveitarfélög að komast í ytra mats ferli hjá stofnuninni, jafnvel nokkur ár. Það geta svo liðið allt að tíu ár þar til umbætur í kjölfar matsins eru endurskoðaðar aftur með ytra mati, sem segir okkur að þróun og endurbætur geta tekið afar langan tíma þrátt fyrir góðan vilja allra aðila. Því er þörf á frekari þjónustu á sviði ytra mats á Íslandi. Sveitarfélög hafa sýnt metnað í að standa vel að skólastarfi, enda eru skólamálin hagsmunamál íbúanna og stór kostnaðarliður flestra sveitarfélaga. Stöðugar umbætur eiga vera markmið allra skóla í þágu barnanna og samfélagsins alls. Það að skoða vel og reglulega hvernig gengur er stór liður í því að ganga vel. Það er því vonandi fagnaðarefni fyrir sveitarfélögin og skólasamfélagið allt að nú sé komið nýtt fyrirtæki á sviði skólamála sem sérhæfir sig í ytra mati á skólastarfi sem gerir það að verkum að sveitarfélögin geta nú sinnt ytra mati með reglulegu millibili. Höfundur er framkvæmdastjóri og stofnandi GETU - gæðastarfs í skólum.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun