Umboðsmaður safnar og birtir upplýsingar um biðtíma barna eftir þjónustu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. febrúar 2022 10:15 „Það er von umboðsmanns barna að birting upplýsinganna muni varpa ljósi á raunverulega stöðu barna í íslensku samfélagi og verði stjórnvöldum hvati til aðgerða og úrbóta.“ Eins og stendur bíða 738 börn á aldrinum 6 til 18 ára eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð. Meðal biðtími eru 12 til 14 mánuðir en 544 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði eftir þjónustu. Þetta er meðal þess sem kemur fram á nýrri vefsíðu Umboðsmanns barna, þar sem safnað verður saman upplýsingum um fjölda barna sem bíður eftir þjónustu hjá ýmsum aðilum. Tilgangurinn er að varpa ljósi á stöðu barna í samfélaginu. „Það er von umboðsmanns barna að birting upplýsinganna muni varpa ljósi á raunverulega stöðu barna í íslensku samfélagi og verði stjórnvöldum hvati til aðgerða og úrbóta. Söfnun og birting upplýsinganna er jafnframt liður í því hlutverki umboðsmanns barna að stuðla að því að Barnasáttmálinn sé virtur og innleiddur að fullu,“ segir á vef Umboðsmanns. Samkvæmt vefsíðunni bíða 226 börn eftir þjónustu á yngri barnasviði Ráðgjafar- og greiningarstöðvar ríkisins og 100 eftir þjónustu á eldri barnasviði. Biðtíminn er 12 til 19 mánuðir en nær öll börnin hafa beðið lengur en þrjá mánuði eftir þjónustu. Á síðunni er meðal annars að finna upplýsingar um stöðuna á biðlistum Barna- og unglingageðdeildar Landspítala. Þar bíða nú 77 börn eftir þjónustu á göngudeildum A og B, þar sem meðalbiðtíminn eru 7,7 mánuðir. 59 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði. Þá eru 39 börn á biðlista eftir þjónustu transteymis BUGL en meðalbiðtíminn hjá teyminu eru 11 mánuðir. 27 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði. Sautján eru á bið hjá átröskunarteymi BUGL og níu hafa beðið lengur en þrjá mánuði en meðalbiðtíminn eru 5,3 mánuðir. Þrjátíu og átta börn bíða eftir að komast í meðferð hjá Barnahúsi, þar sem biðtími eftir þjónustu veltur á alvarleika brota. Meðalbiðtími eftir þjónustu eru 49 til 202 dagar. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram á nýrri vefsíðu Umboðsmanns barna, þar sem safnað verður saman upplýsingum um fjölda barna sem bíður eftir þjónustu hjá ýmsum aðilum. Tilgangurinn er að varpa ljósi á stöðu barna í samfélaginu. „Það er von umboðsmanns barna að birting upplýsinganna muni varpa ljósi á raunverulega stöðu barna í íslensku samfélagi og verði stjórnvöldum hvati til aðgerða og úrbóta. Söfnun og birting upplýsinganna er jafnframt liður í því hlutverki umboðsmanns barna að stuðla að því að Barnasáttmálinn sé virtur og innleiddur að fullu,“ segir á vef Umboðsmanns. Samkvæmt vefsíðunni bíða 226 börn eftir þjónustu á yngri barnasviði Ráðgjafar- og greiningarstöðvar ríkisins og 100 eftir þjónustu á eldri barnasviði. Biðtíminn er 12 til 19 mánuðir en nær öll börnin hafa beðið lengur en þrjá mánuði eftir þjónustu. Á síðunni er meðal annars að finna upplýsingar um stöðuna á biðlistum Barna- og unglingageðdeildar Landspítala. Þar bíða nú 77 börn eftir þjónustu á göngudeildum A og B, þar sem meðalbiðtíminn eru 7,7 mánuðir. 59 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði. Þá eru 39 börn á biðlista eftir þjónustu transteymis BUGL en meðalbiðtíminn hjá teyminu eru 11 mánuðir. 27 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði. Sautján eru á bið hjá átröskunarteymi BUGL og níu hafa beðið lengur en þrjá mánuði en meðalbiðtíminn eru 5,3 mánuðir. Þrjátíu og átta börn bíða eftir að komast í meðferð hjá Barnahúsi, þar sem biðtími eftir þjónustu veltur á alvarleika brota. Meðalbiðtími eftir þjónustu eru 49 til 202 dagar.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira