Af hverju er svona dýrt að gleðja ástina sína með rósum? Ólafur Stephensen skrifar 14. febrúar 2022 10:31 Margir kaupa rósir handa ástvini sínum í dag, á Valentínusardaginn. Mörgum finnst líka vöndurinn dýr. Ein skýringin á háu verði á blómum á Íslandi eru háir tollar. Þar sem innlendir blómaræktendur anna engan veginn eftirspurn, allra sízt fyrir stóru blómadagana í febrúar, Valentínusardag og konudag, þarf að flytja inn stóran hluta þeirra blóma sem seljast á þessum dögum – og raunar hefur þörfin fyrir innflutning í öðrum mánuðum ársins farið vaxandi undanfarin misseri. Aukinn innflutningur til að anna eftirspurn Á súluritinu og í töflunni hér fyrir neðan sést hvernig innflutningur á rósum hefur þróazt undanfarin þrjú ár. Langmest af rósum er ævinlega flutt inn í febrúar, ætla má að fluttar séu inn á bilinu 30 til 35 þúsund rósir í mánuðinum. Einnig sést glöggt að innflutningur hefur farið vaxandi í öðrum mánuðum ársins. Það er vegna aukinnar eftirspurnar á markaðnum eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst. Innlendir framleiðendur hafa ekki getað mætt þeirri auknu eftirspurn og fer innflutningur því vaxandi. Eins og sjá má hér að neðan jókst innflutningur á rósum um 86% á milli áranna 2019 og 2021; fór úr 4,2 tonnum í 7,9 tonn. Tollar tvöfalda verðið á Valentínusarrósunum Hagstofa Íslands gefur upp innflutningstölur fyrir blóm í kílóum, en á blóm leggst bæði verðtollur og stykkjatollur. Til að reikna út hvað greitt er í tolla þarf því að áætla hversu mörg stykki eru flutt inn. Hér er miðað við að innflutningurinn sé fyrst og fremst stærri rósir (60-70 cm) og stuðst er við tölur frá innflytjendum um að meðalþyngd á hverju blómi sé 85 grömm. Samkvæmt þeim útreikningi voru fluttar inn tæplega 93.000 rósir á síðasta ári. Þær bera gífurlega háa tolla; 30% verðtoll og auk þess 95 króna stykkjatoll á hvert blóm. Eins og sjá má í töflunni var tollverð (verðið sem aðflutningsgjöld eru reiknuð af) um 164 krónur að meðaltali á hverja rós á síðasta ári og hafði hækkað um 14% frá árinu 2019. Af þeirri upphæð eru greiddar 144 krónur í toll, eða tæplega 88% af tollverðinu. Tollar tvöfalda því um það bil innkaupsverð Valentínusarrósanna. Tollkvótinn er dýr – og dugar fyrir 2% innflutnings Þess má geta að íslenzka ríkið gefur árlega út tollkvóta fyrir rósir upp á heil 2.000 blóm, eða 2,1% af innflutningi síðasta árs. Tollkvótum samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) er ætlað að efla alþjóðlega samkeppni. Blóm, sem flutt eru inn á tollkvóta, bera 30% verðtoll en stykkjatollurinn er felldur niður. Ríkið býður tollkvótana hins vegar upp. Í síðasta útboði, sem gildir fyrir fyrri hluta ársins, greiddu innflytjendur 61 krónu í útboðsgjald fyrir hvert blóm, eða um tvo þriðju hluta stykkjatollsins. Í stað þess að tollar af rósinni séu 144 krónur að meðaltali, verða þeir 110 krónur. Með öðrum orðum bera blóm flutt inn á tollkvóta 77% af fullum tolli. Það er því afar hæpið að segja að tollkvótinn stuðli að aukinni samkeppni. Hvað ætla ráðherrarnir að gera? FA sendi Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindi fyrr í mánuðinum, þar sem ítrekaðar voru fyrri fyrirspurnir félagsins um hvað liði endurskoðun á blómatollum, sem ráðuneytin hófu vinnu við haustið 2019 í framhaldi af beiðni FA og 25 fyrirtækja í blómaverslun. Í bréfinu voru ítrekaðar tillögur FA um leiðir til að lækka tolla og þar með verðlag á blómum, án þess að það ógni rekstrargrundvelli innlendra blómaframleiðenda. Ráðherrarnir sjá vonandi ástæðu til að gera eitthvað í málinu, af því að allir hljóta að sjá að núverandi staða er ómöguleg. Það hefur lengi legið fyrir að innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn á blómamarkaðnum. Þörf fyrir innflutning fer vaxandi og hinar opinberu álögur eru langt umfram allt sem eðlilegt getur talizt. Það er miklu dýrara að gleðja ástina sína með blómum en það þyrfti að vera. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Blóm Neytendur Valentínusardagurinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Margir kaupa rósir handa ástvini sínum í dag, á Valentínusardaginn. Mörgum finnst líka vöndurinn dýr. Ein skýringin á háu verði á blómum á Íslandi eru háir tollar. Þar sem innlendir blómaræktendur anna engan veginn eftirspurn, allra sízt fyrir stóru blómadagana í febrúar, Valentínusardag og konudag, þarf að flytja inn stóran hluta þeirra blóma sem seljast á þessum dögum – og raunar hefur þörfin fyrir innflutning í öðrum mánuðum ársins farið vaxandi undanfarin misseri. Aukinn innflutningur til að anna eftirspurn Á súluritinu og í töflunni hér fyrir neðan sést hvernig innflutningur á rósum hefur þróazt undanfarin þrjú ár. Langmest af rósum er ævinlega flutt inn í febrúar, ætla má að fluttar séu inn á bilinu 30 til 35 þúsund rósir í mánuðinum. Einnig sést glöggt að innflutningur hefur farið vaxandi í öðrum mánuðum ársins. Það er vegna aukinnar eftirspurnar á markaðnum eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst. Innlendir framleiðendur hafa ekki getað mætt þeirri auknu eftirspurn og fer innflutningur því vaxandi. Eins og sjá má hér að neðan jókst innflutningur á rósum um 86% á milli áranna 2019 og 2021; fór úr 4,2 tonnum í 7,9 tonn. Tollar tvöfalda verðið á Valentínusarrósunum Hagstofa Íslands gefur upp innflutningstölur fyrir blóm í kílóum, en á blóm leggst bæði verðtollur og stykkjatollur. Til að reikna út hvað greitt er í tolla þarf því að áætla hversu mörg stykki eru flutt inn. Hér er miðað við að innflutningurinn sé fyrst og fremst stærri rósir (60-70 cm) og stuðst er við tölur frá innflytjendum um að meðalþyngd á hverju blómi sé 85 grömm. Samkvæmt þeim útreikningi voru fluttar inn tæplega 93.000 rósir á síðasta ári. Þær bera gífurlega háa tolla; 30% verðtoll og auk þess 95 króna stykkjatoll á hvert blóm. Eins og sjá má í töflunni var tollverð (verðið sem aðflutningsgjöld eru reiknuð af) um 164 krónur að meðaltali á hverja rós á síðasta ári og hafði hækkað um 14% frá árinu 2019. Af þeirri upphæð eru greiddar 144 krónur í toll, eða tæplega 88% af tollverðinu. Tollar tvöfalda því um það bil innkaupsverð Valentínusarrósanna. Tollkvótinn er dýr – og dugar fyrir 2% innflutnings Þess má geta að íslenzka ríkið gefur árlega út tollkvóta fyrir rósir upp á heil 2.000 blóm, eða 2,1% af innflutningi síðasta árs. Tollkvótum samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) er ætlað að efla alþjóðlega samkeppni. Blóm, sem flutt eru inn á tollkvóta, bera 30% verðtoll en stykkjatollurinn er felldur niður. Ríkið býður tollkvótana hins vegar upp. Í síðasta útboði, sem gildir fyrir fyrri hluta ársins, greiddu innflytjendur 61 krónu í útboðsgjald fyrir hvert blóm, eða um tvo þriðju hluta stykkjatollsins. Í stað þess að tollar af rósinni séu 144 krónur að meðaltali, verða þeir 110 krónur. Með öðrum orðum bera blóm flutt inn á tollkvóta 77% af fullum tolli. Það er því afar hæpið að segja að tollkvótinn stuðli að aukinni samkeppni. Hvað ætla ráðherrarnir að gera? FA sendi Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindi fyrr í mánuðinum, þar sem ítrekaðar voru fyrri fyrirspurnir félagsins um hvað liði endurskoðun á blómatollum, sem ráðuneytin hófu vinnu við haustið 2019 í framhaldi af beiðni FA og 25 fyrirtækja í blómaverslun. Í bréfinu voru ítrekaðar tillögur FA um leiðir til að lækka tolla og þar með verðlag á blómum, án þess að það ógni rekstrargrundvelli innlendra blómaframleiðenda. Ráðherrarnir sjá vonandi ástæðu til að gera eitthvað í málinu, af því að allir hljóta að sjá að núverandi staða er ómöguleg. Það hefur lengi legið fyrir að innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn á blómamarkaðnum. Þörf fyrir innflutning fer vaxandi og hinar opinberu álögur eru langt umfram allt sem eðlilegt getur talizt. Það er miklu dýrara að gleðja ástina sína með blómum en það þyrfti að vera. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun