Af hverju er svona dýrt að gleðja ástina sína með rósum? Ólafur Stephensen skrifar 14. febrúar 2022 10:31 Margir kaupa rósir handa ástvini sínum í dag, á Valentínusardaginn. Mörgum finnst líka vöndurinn dýr. Ein skýringin á háu verði á blómum á Íslandi eru háir tollar. Þar sem innlendir blómaræktendur anna engan veginn eftirspurn, allra sízt fyrir stóru blómadagana í febrúar, Valentínusardag og konudag, þarf að flytja inn stóran hluta þeirra blóma sem seljast á þessum dögum – og raunar hefur þörfin fyrir innflutning í öðrum mánuðum ársins farið vaxandi undanfarin misseri. Aukinn innflutningur til að anna eftirspurn Á súluritinu og í töflunni hér fyrir neðan sést hvernig innflutningur á rósum hefur þróazt undanfarin þrjú ár. Langmest af rósum er ævinlega flutt inn í febrúar, ætla má að fluttar séu inn á bilinu 30 til 35 þúsund rósir í mánuðinum. Einnig sést glöggt að innflutningur hefur farið vaxandi í öðrum mánuðum ársins. Það er vegna aukinnar eftirspurnar á markaðnum eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst. Innlendir framleiðendur hafa ekki getað mætt þeirri auknu eftirspurn og fer innflutningur því vaxandi. Eins og sjá má hér að neðan jókst innflutningur á rósum um 86% á milli áranna 2019 og 2021; fór úr 4,2 tonnum í 7,9 tonn. Tollar tvöfalda verðið á Valentínusarrósunum Hagstofa Íslands gefur upp innflutningstölur fyrir blóm í kílóum, en á blóm leggst bæði verðtollur og stykkjatollur. Til að reikna út hvað greitt er í tolla þarf því að áætla hversu mörg stykki eru flutt inn. Hér er miðað við að innflutningurinn sé fyrst og fremst stærri rósir (60-70 cm) og stuðst er við tölur frá innflytjendum um að meðalþyngd á hverju blómi sé 85 grömm. Samkvæmt þeim útreikningi voru fluttar inn tæplega 93.000 rósir á síðasta ári. Þær bera gífurlega háa tolla; 30% verðtoll og auk þess 95 króna stykkjatoll á hvert blóm. Eins og sjá má í töflunni var tollverð (verðið sem aðflutningsgjöld eru reiknuð af) um 164 krónur að meðaltali á hverja rós á síðasta ári og hafði hækkað um 14% frá árinu 2019. Af þeirri upphæð eru greiddar 144 krónur í toll, eða tæplega 88% af tollverðinu. Tollar tvöfalda því um það bil innkaupsverð Valentínusarrósanna. Tollkvótinn er dýr – og dugar fyrir 2% innflutnings Þess má geta að íslenzka ríkið gefur árlega út tollkvóta fyrir rósir upp á heil 2.000 blóm, eða 2,1% af innflutningi síðasta árs. Tollkvótum samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) er ætlað að efla alþjóðlega samkeppni. Blóm, sem flutt eru inn á tollkvóta, bera 30% verðtoll en stykkjatollurinn er felldur niður. Ríkið býður tollkvótana hins vegar upp. Í síðasta útboði, sem gildir fyrir fyrri hluta ársins, greiddu innflytjendur 61 krónu í útboðsgjald fyrir hvert blóm, eða um tvo þriðju hluta stykkjatollsins. Í stað þess að tollar af rósinni séu 144 krónur að meðaltali, verða þeir 110 krónur. Með öðrum orðum bera blóm flutt inn á tollkvóta 77% af fullum tolli. Það er því afar hæpið að segja að tollkvótinn stuðli að aukinni samkeppni. Hvað ætla ráðherrarnir að gera? FA sendi Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindi fyrr í mánuðinum, þar sem ítrekaðar voru fyrri fyrirspurnir félagsins um hvað liði endurskoðun á blómatollum, sem ráðuneytin hófu vinnu við haustið 2019 í framhaldi af beiðni FA og 25 fyrirtækja í blómaverslun. Í bréfinu voru ítrekaðar tillögur FA um leiðir til að lækka tolla og þar með verðlag á blómum, án þess að það ógni rekstrargrundvelli innlendra blómaframleiðenda. Ráðherrarnir sjá vonandi ástæðu til að gera eitthvað í málinu, af því að allir hljóta að sjá að núverandi staða er ómöguleg. Það hefur lengi legið fyrir að innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn á blómamarkaðnum. Þörf fyrir innflutning fer vaxandi og hinar opinberu álögur eru langt umfram allt sem eðlilegt getur talizt. Það er miklu dýrara að gleðja ástina sína með blómum en það þyrfti að vera. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Blóm Neytendur Valentínusardagurinn Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Margir kaupa rósir handa ástvini sínum í dag, á Valentínusardaginn. Mörgum finnst líka vöndurinn dýr. Ein skýringin á háu verði á blómum á Íslandi eru háir tollar. Þar sem innlendir blómaræktendur anna engan veginn eftirspurn, allra sízt fyrir stóru blómadagana í febrúar, Valentínusardag og konudag, þarf að flytja inn stóran hluta þeirra blóma sem seljast á þessum dögum – og raunar hefur þörfin fyrir innflutning í öðrum mánuðum ársins farið vaxandi undanfarin misseri. Aukinn innflutningur til að anna eftirspurn Á súluritinu og í töflunni hér fyrir neðan sést hvernig innflutningur á rósum hefur þróazt undanfarin þrjú ár. Langmest af rósum er ævinlega flutt inn í febrúar, ætla má að fluttar séu inn á bilinu 30 til 35 þúsund rósir í mánuðinum. Einnig sést glöggt að innflutningur hefur farið vaxandi í öðrum mánuðum ársins. Það er vegna aukinnar eftirspurnar á markaðnum eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst. Innlendir framleiðendur hafa ekki getað mætt þeirri auknu eftirspurn og fer innflutningur því vaxandi. Eins og sjá má hér að neðan jókst innflutningur á rósum um 86% á milli áranna 2019 og 2021; fór úr 4,2 tonnum í 7,9 tonn. Tollar tvöfalda verðið á Valentínusarrósunum Hagstofa Íslands gefur upp innflutningstölur fyrir blóm í kílóum, en á blóm leggst bæði verðtollur og stykkjatollur. Til að reikna út hvað greitt er í tolla þarf því að áætla hversu mörg stykki eru flutt inn. Hér er miðað við að innflutningurinn sé fyrst og fremst stærri rósir (60-70 cm) og stuðst er við tölur frá innflytjendum um að meðalþyngd á hverju blómi sé 85 grömm. Samkvæmt þeim útreikningi voru fluttar inn tæplega 93.000 rósir á síðasta ári. Þær bera gífurlega háa tolla; 30% verðtoll og auk þess 95 króna stykkjatoll á hvert blóm. Eins og sjá má í töflunni var tollverð (verðið sem aðflutningsgjöld eru reiknuð af) um 164 krónur að meðaltali á hverja rós á síðasta ári og hafði hækkað um 14% frá árinu 2019. Af þeirri upphæð eru greiddar 144 krónur í toll, eða tæplega 88% af tollverðinu. Tollar tvöfalda því um það bil innkaupsverð Valentínusarrósanna. Tollkvótinn er dýr – og dugar fyrir 2% innflutnings Þess má geta að íslenzka ríkið gefur árlega út tollkvóta fyrir rósir upp á heil 2.000 blóm, eða 2,1% af innflutningi síðasta árs. Tollkvótum samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) er ætlað að efla alþjóðlega samkeppni. Blóm, sem flutt eru inn á tollkvóta, bera 30% verðtoll en stykkjatollurinn er felldur niður. Ríkið býður tollkvótana hins vegar upp. Í síðasta útboði, sem gildir fyrir fyrri hluta ársins, greiddu innflytjendur 61 krónu í útboðsgjald fyrir hvert blóm, eða um tvo þriðju hluta stykkjatollsins. Í stað þess að tollar af rósinni séu 144 krónur að meðaltali, verða þeir 110 krónur. Með öðrum orðum bera blóm flutt inn á tollkvóta 77% af fullum tolli. Það er því afar hæpið að segja að tollkvótinn stuðli að aukinni samkeppni. Hvað ætla ráðherrarnir að gera? FA sendi Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindi fyrr í mánuðinum, þar sem ítrekaðar voru fyrri fyrirspurnir félagsins um hvað liði endurskoðun á blómatollum, sem ráðuneytin hófu vinnu við haustið 2019 í framhaldi af beiðni FA og 25 fyrirtækja í blómaverslun. Í bréfinu voru ítrekaðar tillögur FA um leiðir til að lækka tolla og þar með verðlag á blómum, án þess að það ógni rekstrargrundvelli innlendra blómaframleiðenda. Ráðherrarnir sjá vonandi ástæðu til að gera eitthvað í málinu, af því að allir hljóta að sjá að núverandi staða er ómöguleg. Það hefur lengi legið fyrir að innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn á blómamarkaðnum. Þörf fyrir innflutning fer vaxandi og hinar opinberu álögur eru langt umfram allt sem eðlilegt getur talizt. Það er miklu dýrara að gleðja ástina sína með blómum en það þyrfti að vera. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun