„Samfylkingunni ber að lúta landslögum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 15:03 Logi segir að Samfylkingunni beri að fylgja landslögum en vonar að með tímanum geti Guðmundur boðið sig fram. Vísir Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki tilefni fyrir stuðningsmenn sína að segja sig úr flokknum. Greint var frá því í gærkvöldi að Guðmundi hafi verið meinuð þátttaka í prófkjörinu þar sem hann er á reynslulausn eftir fangelsisvist. Málið hefur valdið miklu uppþoti innan Samfylkingarinnar og líflegar umræður skapast á Facebook-hópi flokksmanna í dag. Margir hafa lýst yfir vanþóknun sinni á niðurstöðu kjörstjórnar Samfylkingarinnar, sem komst að þeirri niðurstöðu í gær að Guðmundur væri ekki kjörgengur, þrátt fyrir að hafa samþykkt framboð hans í janúar. Guðmundur hefur verið í fangelsiskerfinu frá því skömmu eftir aldamót en hefur verið á reynslulausnfrá árinu 2020 og stendur hún til 2023. Umdeilt er hvort maður á reynslulausn teljist kjörgengur samkvæmt lögum. „Þetta reddast einhvern vegin“ Guðmundur biður í yfirlýsingu á stuðningshópi sínum á Facebook að fólk andi inn með nefinu og segi sig ekki úr flokknum. „Þetta er vissulega áfall en enn meira fyrir þá sem ég vinn fyrir. Álagið í gær og dag er þannig að ég næ ekki að svara út af fjölda símtala og skilaboða. Þetta reddast einhvern vegin,“ skrifar hann. „Geymum stóru orðin og sögurnar, það getur allt eins dregið til einhverra tíðinda á næstu dögum eða vikum. Takk fyrir allt.“ Eins og áður segir hefur útilokun Guðmundar frá prófkjörinu valdið miklu uppþoti innan Samfylkingarinnar og stuðningsyfirlýsingum rignt yfir hann. Nú hefur Logi Einarsson, formaður flokksins, gefið út yfirlýsingu vegna málsins sem birtist á Facebook-síðu flokksmanna. „Þetta er erfitt mál. Það hefur ekki tíðkast að biðja frambjóðendur um sakavottorð en það kemur skýrt fram í áliti úrskurðarnefndar að ekki einungis var kjörstjórninni heimilt, heldur einnig skylt að kanna kjörgengi, eftir að fyrirspurn barst. Í kjölfarið mat hún að það væri ekki til staðar,“ skrifar Logi í færslunni sem birtist fyrir klukkutíma síðan. Flokkurinn verði að fylgja lögum „Sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar flokksins, sem í sitja þrír færir lögfræðingar. Í úrskurðinum kemur jafnframt fram afdráttarlaus niðurstaða um að kjörgengi sé ekki til staðar og færð sannfærandi rök fyrir henni. Það er mikilvægt að við stöndum með ákvörðunum þess fólks sem við veljum sjálf til erfiðra starfa og treystum því að þau vinni af heilindum,“ skrifar Logi. Hann segir það auðvitað góða og gilda skoðun að lög um kjörgengi ættu að vera með öðrum hætti en það sé undir Alþingi komið að breyta því en flokknum beri skylda að fylgja lögum sem séu í gildi á hverjum tíma. „Ég dáist að baráttu Guðmundar Inga, m.a.a í fangamálum og er þakklátur honum fyrir yfirveguð viðbrögð. Ég vona sannarlega að hann starfi vel með okkur áfram og fái í fyllingu tímans tækifæri til að bjóða sig fram,“ skrifar Logi. Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57 Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Málið hefur valdið miklu uppþoti innan Samfylkingarinnar og líflegar umræður skapast á Facebook-hópi flokksmanna í dag. Margir hafa lýst yfir vanþóknun sinni á niðurstöðu kjörstjórnar Samfylkingarinnar, sem komst að þeirri niðurstöðu í gær að Guðmundur væri ekki kjörgengur, þrátt fyrir að hafa samþykkt framboð hans í janúar. Guðmundur hefur verið í fangelsiskerfinu frá því skömmu eftir aldamót en hefur verið á reynslulausnfrá árinu 2020 og stendur hún til 2023. Umdeilt er hvort maður á reynslulausn teljist kjörgengur samkvæmt lögum. „Þetta reddast einhvern vegin“ Guðmundur biður í yfirlýsingu á stuðningshópi sínum á Facebook að fólk andi inn með nefinu og segi sig ekki úr flokknum. „Þetta er vissulega áfall en enn meira fyrir þá sem ég vinn fyrir. Álagið í gær og dag er þannig að ég næ ekki að svara út af fjölda símtala og skilaboða. Þetta reddast einhvern vegin,“ skrifar hann. „Geymum stóru orðin og sögurnar, það getur allt eins dregið til einhverra tíðinda á næstu dögum eða vikum. Takk fyrir allt.“ Eins og áður segir hefur útilokun Guðmundar frá prófkjörinu valdið miklu uppþoti innan Samfylkingarinnar og stuðningsyfirlýsingum rignt yfir hann. Nú hefur Logi Einarsson, formaður flokksins, gefið út yfirlýsingu vegna málsins sem birtist á Facebook-síðu flokksmanna. „Þetta er erfitt mál. Það hefur ekki tíðkast að biðja frambjóðendur um sakavottorð en það kemur skýrt fram í áliti úrskurðarnefndar að ekki einungis var kjörstjórninni heimilt, heldur einnig skylt að kanna kjörgengi, eftir að fyrirspurn barst. Í kjölfarið mat hún að það væri ekki til staðar,“ skrifar Logi í færslunni sem birtist fyrir klukkutíma síðan. Flokkurinn verði að fylgja lögum „Sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar flokksins, sem í sitja þrír færir lögfræðingar. Í úrskurðinum kemur jafnframt fram afdráttarlaus niðurstaða um að kjörgengi sé ekki til staðar og færð sannfærandi rök fyrir henni. Það er mikilvægt að við stöndum með ákvörðunum þess fólks sem við veljum sjálf til erfiðra starfa og treystum því að þau vinni af heilindum,“ skrifar Logi. Hann segir það auðvitað góða og gilda skoðun að lög um kjörgengi ættu að vera með öðrum hætti en það sé undir Alþingi komið að breyta því en flokknum beri skylda að fylgja lögum sem séu í gildi á hverjum tíma. „Ég dáist að baráttu Guðmundar Inga, m.a.a í fangamálum og er þakklátur honum fyrir yfirveguð viðbrögð. Ég vona sannarlega að hann starfi vel með okkur áfram og fái í fyllingu tímans tækifæri til að bjóða sig fram,“ skrifar Logi.
Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57 Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57
Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu