Kjósum formann sem berst fyrir félagsfólk Eflingar Anna Ólafía Grétarsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 14:02 Ég byrjaði að vinna á leikskóla árið 2014 eftir að hafa unnið á fjármálamarkaði í tugi ára. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hversu mikil og erfið vinna fer fram á leikskólum borgarinnar, við bág kjör og oft lélegan húsakost. Ég lenti til dæmis í mygluhúsnæði, sem ég varð mjög veik af. Þegar kom svo að fyrstu launaútborguninni þá fékk ég áfall, ég trúði ekki staðreyndinni að þetta gætu virkilega verið launin fyrir alla þessa vinnu. Ég upplifði mikla höfnun og ég skammaðist mín fyrir að fá þessi lúsarlaun. Mér fannst engin virðing borin fyrir vinnunni sem ég vann, né fyrir sjálfri mér sem starfsmanni. Mér fannst þetta til skammar fyrir utan það að þetta dugði ekki fyrir framfærslu. En viti menn, svo var Sólveig Anna kosin formaður Eflingar. Hún hafði unnið á leikskóla og önnur láglaunastörf og vissi hvernig líf þetta var. Loksins kom einhver sem barðist fyrir okkur. Það var fyrir hennar dugnað sem að loksins eftir kjarasamningana 2019- 2020 urðu launin sæmileg. Því til viðbótar skipti líka miklu máli að finna virðinguna sem barátta okkar gaf okkur. Ég kynntist Sólveigu Önnu Jónsdóttur þegar ég var í samninganefnd Eflingar við Reykjavíkurborg veturinn 2019-2020. Að sjá baráttuhugann í henni, eljuna og seigluna í því að berjast fyrir láglaunafólkið um leiðréttingu launa og aðbúnað þeirra á vinnustað var ótrúlegt. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum, alveg sama hvað á gekk þá stóð hún keik. Þótt Sólveig væri í víglínunni fyrir okkar hönd þá vorum við, óbreyttir Eflingarfélagar í samninganefndinni, alltaf með í ráðum. Við vorum nær alltaf viðstödd sjálfa samningafundina og við ræddum allar tillögur í smáatriðum á okkar eigin fundum. Okkar rödd í öllu ferlinu var sterk. Það var magnað að sjá láglaunafólk úr fjölbreyttum störfum í borginni taka virkan þátt og hafa áhrif á gang eigin kjaraviðræðna. Þetta var mjög erfið barátta. Það er mín skoðun að við hefðum aldrei náð þessum frábæru samningum nema vegna þess hvernig Sólveig leiddi þessar viðræður og vann með samninganefndinni og öðru félagsfólki. Sólveig sá líka til þess að kraftar skrifstofunnar væru nýttir í allri þessari vinnu sem átti stóran þátt í árangrinum. Loksins var einhver kominn við völd í Eflingu sem stóð upp og barðist fram í rauðan dauðann fyrir verkafólkið í Eflingu og vildi nota félagið í þeim tilgangi. Við Eflingarfélaga vil ég segja: Kjósum Sólveigu Önnu og Baráttulistann. Með því að merkja við B á kjörseðlinum tryggjum við að félagið okkar vinni áfram af krafti fyrir verkafólk. Það skiptir máli hver er formaður Eflingar og þar er Sólveig Anna færust. Munum að kjósa fyrir klukkan 20 á þriðjudaginn! Höfundur er félagi í Eflingu - stéttarfélagi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Ég byrjaði að vinna á leikskóla árið 2014 eftir að hafa unnið á fjármálamarkaði í tugi ára. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hversu mikil og erfið vinna fer fram á leikskólum borgarinnar, við bág kjör og oft lélegan húsakost. Ég lenti til dæmis í mygluhúsnæði, sem ég varð mjög veik af. Þegar kom svo að fyrstu launaútborguninni þá fékk ég áfall, ég trúði ekki staðreyndinni að þetta gætu virkilega verið launin fyrir alla þessa vinnu. Ég upplifði mikla höfnun og ég skammaðist mín fyrir að fá þessi lúsarlaun. Mér fannst engin virðing borin fyrir vinnunni sem ég vann, né fyrir sjálfri mér sem starfsmanni. Mér fannst þetta til skammar fyrir utan það að þetta dugði ekki fyrir framfærslu. En viti menn, svo var Sólveig Anna kosin formaður Eflingar. Hún hafði unnið á leikskóla og önnur láglaunastörf og vissi hvernig líf þetta var. Loksins kom einhver sem barðist fyrir okkur. Það var fyrir hennar dugnað sem að loksins eftir kjarasamningana 2019- 2020 urðu launin sæmileg. Því til viðbótar skipti líka miklu máli að finna virðinguna sem barátta okkar gaf okkur. Ég kynntist Sólveigu Önnu Jónsdóttur þegar ég var í samninganefnd Eflingar við Reykjavíkurborg veturinn 2019-2020. Að sjá baráttuhugann í henni, eljuna og seigluna í því að berjast fyrir láglaunafólkið um leiðréttingu launa og aðbúnað þeirra á vinnustað var ótrúlegt. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum, alveg sama hvað á gekk þá stóð hún keik. Þótt Sólveig væri í víglínunni fyrir okkar hönd þá vorum við, óbreyttir Eflingarfélagar í samninganefndinni, alltaf með í ráðum. Við vorum nær alltaf viðstödd sjálfa samningafundina og við ræddum allar tillögur í smáatriðum á okkar eigin fundum. Okkar rödd í öllu ferlinu var sterk. Það var magnað að sjá láglaunafólk úr fjölbreyttum störfum í borginni taka virkan þátt og hafa áhrif á gang eigin kjaraviðræðna. Þetta var mjög erfið barátta. Það er mín skoðun að við hefðum aldrei náð þessum frábæru samningum nema vegna þess hvernig Sólveig leiddi þessar viðræður og vann með samninganefndinni og öðru félagsfólki. Sólveig sá líka til þess að kraftar skrifstofunnar væru nýttir í allri þessari vinnu sem átti stóran þátt í árangrinum. Loksins var einhver kominn við völd í Eflingu sem stóð upp og barðist fram í rauðan dauðann fyrir verkafólkið í Eflingu og vildi nota félagið í þeim tilgangi. Við Eflingarfélaga vil ég segja: Kjósum Sólveigu Önnu og Baráttulistann. Með því að merkja við B á kjörseðlinum tryggjum við að félagið okkar vinni áfram af krafti fyrir verkafólk. Það skiptir máli hver er formaður Eflingar og þar er Sólveig Anna færust. Munum að kjósa fyrir klukkan 20 á þriðjudaginn! Höfundur er félagi í Eflingu - stéttarfélagi
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun