Ráðherrar fara í banka Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 11. febrúar 2022 19:30 Það er orðið áberandi hvað ráðherrar gera mikið af því að varpa fram yfirlýsingum án samræmis við stefnu og aðgerðir eigin ríkisstjórnar. Nú eru það bankamálin. Ólíkt mörgum hafa stóru bankarnir hagnast mikið á síðustu misserum. Eftir að nýjustu tölur birtust lýsti menningar- og viðskiptaráðherra (sem fer ekki með bankamál) því allt í einu yfir að bankarnir þyrftu að greiðan niður vexti til að létta undir með viðskiptavinum sínum, ella gæti þurft að setja bankaskattinn á aftur. Áhugavert útspil frá ráðherra ríkisstjórnar sem er nýbúin að afnema bankaskattinn og hæðast að þeim sem svo mikið sem spurðu út í framkvæmdina. Ráðherrann hlýtur að hafa verið búinn að ræða málið við ráðherra bankamála, fjármálaráðherrann, sem myndi sjá um að leggja bankaskattinn á að nýju (rétt eftir að hann sagði fráleitt að viðhalda skattinum og státaði sig ítrekað af afléttingunni). Forsætisráðherra benti svo á að ríkið ætti enn Landsbankann og meirihluta í Íslandsbanka og sagði að arðgreiðslur þaðan yrðu „nýttar í mikilvægar félagslegar aðgerðir til þess að takast á við uppbyggingu að loknum faraldri“. Samtímis tilkynnti fjármálaráðuneytið að fjármálaráðherra hefði samþykkt að selja Íslandsbanka að fullu. Forsætisráðherrann taldi lykilatriði að bankarnir sýni almenningi svigrúm og skilning: „Ég held að það sé mjög mikilvægt að bankarnir taki þátt í því verkefni með okkur að komast út úr faraldrinum og sýni sínum viðskiptamönnum þetta svigrúm“. Þegar fréttamaður Ríkisútvarpsins spurði hvernig það yrði tryggt svaraði ráðherrann því til að viðskiptaráðherrann (sá sem ekki fer með bankamál) hefði sagst ætla að eiga samtal við forsvarsmenn bankanna. Þegar ríkið endurheimti bankana auk gríðarhárra greiðslna frá slitabúunum gerðist það ekki með því að spyrja vogunarsjóðina einfaldlega hvort það hljómaði ekki vel að sýna ábyrgð og styðja uppbyggingu efnahagslífsins eftir mikið áfall. Það gerðist með pólitískri sýn, ákvarðanatöku og framkvæmdum. Á þeim tíma nýtti ég hvert tækifæri til að minna á að yfirtaka bankanna væri bara fyrri hlutinn. Næst þyrfti að nýta þá einstöku stöðu sem þannig skapaðist til að endurskipuleggja og laga fjármálakerfið svo það myndi þjóna íslenskum almenningi og fyrirtækjum betur. Fyrir kosningarnar 2017 lagði Miðflokkurinn fram heildaráætlun um endurskipulagningu fjármálakerfisins. Ríkisstjórnin fór í þveröfuga átt. Stærsta bankanum var skilað til vogunarsjóðanna (sem biðu ekki lengi með að útdeila arði) og svo ráðist í að selja Íslandsbanka. Það var gert án þess að nýta fyrst tækifærið til að endurbæta fjármálakerfið. Ekki var tekið í mál að veita almenningi beina aðkomu að bankakerfinu með því að afhenda öllum landsmönnum til jafns hlut í Íslandsbanka. Það eitt hefði haft meiri áhrif til að bæta kjör almennings en spjall um samfélagslega ábyrgð. Bankarnir gætu þó brugðist við. Þeir gætu tekið ráðherra ríkisstjórnarinnar sér til fyrirmyndar og sagt eitthvað sem þeir telja að fólk vilji heyra án þess að þurfa nokkurn tímann að standa við það. Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Það er orðið áberandi hvað ráðherrar gera mikið af því að varpa fram yfirlýsingum án samræmis við stefnu og aðgerðir eigin ríkisstjórnar. Nú eru það bankamálin. Ólíkt mörgum hafa stóru bankarnir hagnast mikið á síðustu misserum. Eftir að nýjustu tölur birtust lýsti menningar- og viðskiptaráðherra (sem fer ekki með bankamál) því allt í einu yfir að bankarnir þyrftu að greiðan niður vexti til að létta undir með viðskiptavinum sínum, ella gæti þurft að setja bankaskattinn á aftur. Áhugavert útspil frá ráðherra ríkisstjórnar sem er nýbúin að afnema bankaskattinn og hæðast að þeim sem svo mikið sem spurðu út í framkvæmdina. Ráðherrann hlýtur að hafa verið búinn að ræða málið við ráðherra bankamála, fjármálaráðherrann, sem myndi sjá um að leggja bankaskattinn á að nýju (rétt eftir að hann sagði fráleitt að viðhalda skattinum og státaði sig ítrekað af afléttingunni). Forsætisráðherra benti svo á að ríkið ætti enn Landsbankann og meirihluta í Íslandsbanka og sagði að arðgreiðslur þaðan yrðu „nýttar í mikilvægar félagslegar aðgerðir til þess að takast á við uppbyggingu að loknum faraldri“. Samtímis tilkynnti fjármálaráðuneytið að fjármálaráðherra hefði samþykkt að selja Íslandsbanka að fullu. Forsætisráðherrann taldi lykilatriði að bankarnir sýni almenningi svigrúm og skilning: „Ég held að það sé mjög mikilvægt að bankarnir taki þátt í því verkefni með okkur að komast út úr faraldrinum og sýni sínum viðskiptamönnum þetta svigrúm“. Þegar fréttamaður Ríkisútvarpsins spurði hvernig það yrði tryggt svaraði ráðherrann því til að viðskiptaráðherrann (sá sem ekki fer með bankamál) hefði sagst ætla að eiga samtal við forsvarsmenn bankanna. Þegar ríkið endurheimti bankana auk gríðarhárra greiðslna frá slitabúunum gerðist það ekki með því að spyrja vogunarsjóðina einfaldlega hvort það hljómaði ekki vel að sýna ábyrgð og styðja uppbyggingu efnahagslífsins eftir mikið áfall. Það gerðist með pólitískri sýn, ákvarðanatöku og framkvæmdum. Á þeim tíma nýtti ég hvert tækifæri til að minna á að yfirtaka bankanna væri bara fyrri hlutinn. Næst þyrfti að nýta þá einstöku stöðu sem þannig skapaðist til að endurskipuleggja og laga fjármálakerfið svo það myndi þjóna íslenskum almenningi og fyrirtækjum betur. Fyrir kosningarnar 2017 lagði Miðflokkurinn fram heildaráætlun um endurskipulagningu fjármálakerfisins. Ríkisstjórnin fór í þveröfuga átt. Stærsta bankanum var skilað til vogunarsjóðanna (sem biðu ekki lengi með að útdeila arði) og svo ráðist í að selja Íslandsbanka. Það var gert án þess að nýta fyrst tækifærið til að endurbæta fjármálakerfið. Ekki var tekið í mál að veita almenningi beina aðkomu að bankakerfinu með því að afhenda öllum landsmönnum til jafns hlut í Íslandsbanka. Það eitt hefði haft meiri áhrif til að bæta kjör almennings en spjall um samfélagslega ábyrgð. Bankarnir gætu þó brugðist við. Þeir gætu tekið ráðherra ríkisstjórnarinnar sér til fyrirmyndar og sagt eitthvað sem þeir telja að fólk vilji heyra án þess að þurfa nokkurn tímann að standa við það. Höfundur er formaður Miðflokksins.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun