Gísli fyrstur til að gefa blóð 250 sinnum Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2022 12:14 Gísli I. Þorsteinsson, fyrrverandi lögreglumaður, var mættur í Blóðbankann í morgun. Ekki í fyrsta sinn. Blóðbankinn Gísli I. Þorsteinsson, fyrrverandi lögreglumaður, varð í morgun fyrstur manna hér á landi til að gefa blóð 250 sinnum. Blóðbankinn vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í morgun, en Gísli er í hópi blóðflögugjafa og mætir því á fjögurra til sjö vikna fresti í slíka gjöf á Snorrabraut í Reykjavík þar sem Blóðbankinn er til húsa. „Þetta gekk bara vel. Mér líður alltaf mjög vel eftir þessar gjafir og hvet að sjálfsögðu alla til að gefa blóð,“ segir Gísli í samtali við Vísi. Hann segist hafa fyrst gefið blóð á áttunda áratugnum þegar hann var ungur lögreglumaður. „Ég hef reglulega gefið blóð síðan þó að það hafi orðið smá hlé þegar ég var í afreksíþróttum.“ Gísli fer í blóðflögugjafir þar sem blóð er tekið úr gjafanum og blóðsöfnunarvél dælir svo blóðinu um skilvindu þar sem það aðskilst í rauðkorn, blóðvökva og blóðflögur. Blóðgjafinn fær svo rauðu blóðkornin til baka ásamt hluta af blóðvökvanum. Blóðflögugjafar geta því farið oftar í Blóðbankann til að gefa en „hefðbundnir blóðgjafar“ sem þurfa að bíða í þrjá til fjóra mánuði áður hægt er að gefa á nýjan leik. Hér á landi kveða reglur á um að blóðflögugjafar mega ekki vera eldri en sjötíu ára. Gísli, sem verður sjötugur í ágúst, segist þó vona að hann geti áfram gefið blóð. „Ég vona að þetta verði skoðað. Ég vil gefa blóð áfram. Það væri synd ef ég fengi það ekki. Sjötíu er bara tala og segir ekki til um ástand blóðgjafans,“ segir Gísli glaður í bragði. Heilbrigðismál Landspítalinn Góðverk Tímamót Blóðgjöf Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Innviðaráðherra á von á barni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Blóðbankinn vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í morgun, en Gísli er í hópi blóðflögugjafa og mætir því á fjögurra til sjö vikna fresti í slíka gjöf á Snorrabraut í Reykjavík þar sem Blóðbankinn er til húsa. „Þetta gekk bara vel. Mér líður alltaf mjög vel eftir þessar gjafir og hvet að sjálfsögðu alla til að gefa blóð,“ segir Gísli í samtali við Vísi. Hann segist hafa fyrst gefið blóð á áttunda áratugnum þegar hann var ungur lögreglumaður. „Ég hef reglulega gefið blóð síðan þó að það hafi orðið smá hlé þegar ég var í afreksíþróttum.“ Gísli fer í blóðflögugjafir þar sem blóð er tekið úr gjafanum og blóðsöfnunarvél dælir svo blóðinu um skilvindu þar sem það aðskilst í rauðkorn, blóðvökva og blóðflögur. Blóðgjafinn fær svo rauðu blóðkornin til baka ásamt hluta af blóðvökvanum. Blóðflögugjafar geta því farið oftar í Blóðbankann til að gefa en „hefðbundnir blóðgjafar“ sem þurfa að bíða í þrjá til fjóra mánuði áður hægt er að gefa á nýjan leik. Hér á landi kveða reglur á um að blóðflögugjafar mega ekki vera eldri en sjötíu ára. Gísli, sem verður sjötugur í ágúst, segist þó vona að hann geti áfram gefið blóð. „Ég vona að þetta verði skoðað. Ég vil gefa blóð áfram. Það væri synd ef ég fengi það ekki. Sjötíu er bara tala og segir ekki til um ástand blóðgjafans,“ segir Gísli glaður í bragði.
Heilbrigðismál Landspítalinn Góðverk Tímamót Blóðgjöf Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Innviðaráðherra á von á barni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning