Þjóðarleikvang í Kaplakrika Árni Stefán Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2022 11:30 Nú um mundir er unnið að undirbúningi vegna þjóðarleikvangs fyrir knattspyrnu sem er fyrirhugaður í Laugardal í Reykjavík. Þessi nýi leikvangur er fagnaðarefni fyrir alla unnendur knattspyrnu og boðar nýja tíma fyrir alla landsmenn. Það er þó eitt sem hefur aðeins gleymst í umræðunni en það er hvar landsliðið á að leika á meðan smíðinni stendur, þar sem völlurinn verður óleikhæfur í 3-5 ár á meðan unnið er að niðurrifi, flutningi veitumannvirkja og uppbyggingu. Knattspyrnuáhugafólk þekkir þetta vel frá London þar sem Tottenham Hotspur spilaði heimaleiki sína um tíma á Wembley á meðan nýr leikvangur var byggður. Vandi okkar Íslendinga er sá að hér er ekki fyrir neinum Wembley að skipta. Ef við rennum snöggvast í gegnum þarfagreiningu fyrir slíkan völl þá þarf hann að hafa grasvöll, yfirbyggða stúku, góða tengda aðstöðu og möguleika á því að koma því sem næst 10.000 manns á völlinn. Með þetta í huga er svarið augljóst: Kaplakriki. Í Kaplakrika væri með einföldum hætti hægt að byggja yfir norðurstúkuna og smíða tengibyggingu milli norður- og suðurstúku með fleiri sætum þannig að hægt væri að taka á móti allt að 10.000 gestum. Í tengibygginguna væri þá einnig hægt að setja stoðrými eins og fjölmiðlaaðstöðu sem yrði svo umbreytt í einhverja íþróttatengda þjónustu í tímans rás. Verkefnið myndi þá einnig kalla á að yfirborð vallarins yrði fært upp í blendingsgras (hybrid) með undirhita sambærilegt við velli á norður-Englandi og loks þyrfti að setja upp flóðljós til þess að gera völlinn leikhæfan á leikdögum sem eru yfir vetrartímann. Þessar litlu og tiltölulega einföldu breytingar kosta líklegast innan við 10% af því sem nýr Laugardalsvöllur kostar og eru einfaldlega hluti af því verkefni. Þegar uppbyggingu á Laugardalsvelli er lokið og landsleikir færast þangað verður hægt að nýta hinn nýja Kaplakrika í landsleiki yngri landsliða, evrópuleiki og margt fleira. Það liggur í hlutarins eðli að þetta þarf að vera klárt þegar niðurrif hefst á Laugardalsvelli og því ekki seinna vænna að hefja undirbúning en núna. Hafnarfjarðarbær ætti án tafar að senda erindi inn til íþróttamálaráðherra og bjóða Kaplakrika fram sem staðgengil Laugardalsvallar á meðan á uppbyggingu hins síðarnefnda stendur og óska eftir því að stjórnvöld styðji við þessa umbreytingu vallarins með sambærilegum hætti og er fyrirhugaður í Reykjavík. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Laugardalsvöllur Nýr þjóðarleikvangur Árni Stefán Guðjónsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú um mundir er unnið að undirbúningi vegna þjóðarleikvangs fyrir knattspyrnu sem er fyrirhugaður í Laugardal í Reykjavík. Þessi nýi leikvangur er fagnaðarefni fyrir alla unnendur knattspyrnu og boðar nýja tíma fyrir alla landsmenn. Það er þó eitt sem hefur aðeins gleymst í umræðunni en það er hvar landsliðið á að leika á meðan smíðinni stendur, þar sem völlurinn verður óleikhæfur í 3-5 ár á meðan unnið er að niðurrifi, flutningi veitumannvirkja og uppbyggingu. Knattspyrnuáhugafólk þekkir þetta vel frá London þar sem Tottenham Hotspur spilaði heimaleiki sína um tíma á Wembley á meðan nýr leikvangur var byggður. Vandi okkar Íslendinga er sá að hér er ekki fyrir neinum Wembley að skipta. Ef við rennum snöggvast í gegnum þarfagreiningu fyrir slíkan völl þá þarf hann að hafa grasvöll, yfirbyggða stúku, góða tengda aðstöðu og möguleika á því að koma því sem næst 10.000 manns á völlinn. Með þetta í huga er svarið augljóst: Kaplakriki. Í Kaplakrika væri með einföldum hætti hægt að byggja yfir norðurstúkuna og smíða tengibyggingu milli norður- og suðurstúku með fleiri sætum þannig að hægt væri að taka á móti allt að 10.000 gestum. Í tengibygginguna væri þá einnig hægt að setja stoðrými eins og fjölmiðlaaðstöðu sem yrði svo umbreytt í einhverja íþróttatengda þjónustu í tímans rás. Verkefnið myndi þá einnig kalla á að yfirborð vallarins yrði fært upp í blendingsgras (hybrid) með undirhita sambærilegt við velli á norður-Englandi og loks þyrfti að setja upp flóðljós til þess að gera völlinn leikhæfan á leikdögum sem eru yfir vetrartímann. Þessar litlu og tiltölulega einföldu breytingar kosta líklegast innan við 10% af því sem nýr Laugardalsvöllur kostar og eru einfaldlega hluti af því verkefni. Þegar uppbyggingu á Laugardalsvelli er lokið og landsleikir færast þangað verður hægt að nýta hinn nýja Kaplakrika í landsleiki yngri landsliða, evrópuleiki og margt fleira. Það liggur í hlutarins eðli að þetta þarf að vera klárt þegar niðurrif hefst á Laugardalsvelli og því ekki seinna vænna að hefja undirbúning en núna. Hafnarfjarðarbær ætti án tafar að senda erindi inn til íþróttamálaráðherra og bjóða Kaplakrika fram sem staðgengil Laugardalsvallar á meðan á uppbyggingu hins síðarnefnda stendur og óska eftir því að stjórnvöld styðji við þessa umbreytingu vallarins með sambærilegum hætti og er fyrirhugaður í Reykjavík. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun