Innlent

Á­­form borgarinnar minni á ævin­týri H. C. Ander­­sen

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Formaður Fuglaverndar líst skelfilega á áform um landfyllingu í Skerjafirði.
Formaður Fuglaverndar líst skelfilega á áform um landfyllingu í Skerjafirði. vísir/egill

Formaður Fuglaverndar segir áformaða landfyllingu í Skerjafirði eyðileggja einstakt fuglalíf í borgarlandinu. Íbúar safna nú undirskriftum til að stöðva framkvæmdina og eru vongóðir um að stjórnmálamenn séu meðfærilegri nú rétt fyrir kosningar.

Land­fyllingin er liður í öðrum á­fanga hins svo­kallaða Nýja Skerja­fjarðar, sem er verk­efni borgarinnar um að stækka Skerja­fjörð veru­lega og bæta þar við 1.300 nýjum í­búðum.

Verið er að vinna um­hverfis­mat fyrir fram­kvæmd land­fyllingarinnar.

Mynd af verkefninu um nýja Skerjafjörð. Rauðlitaða svæðið er fyrsti áfangi þess, sem hefur þegar verið samþykktur og framkvæmdir á honum ættu að hefjast innan skamms. Græna svæðið sýnir annan áfanga, sem landfyllingin tilheyrir. Landfyllingin er enn í umhverfismati og áfanginn fer því ekki af stað alveg strax.

Og þetta eru náttúvu­verndar­sinnar ekki sáttir með því hér í fjörunni má finna ein­stakt fugla­líf.

Ólafur Niel­sen er fugla­fræðingur og for­maður Fugla­verndar. Honum líst skelfi­lega á þessi á­form borgarinnar.

„Það er verið að eyði­leggja víkina og tor­tíma því líf­ríki sem er hérna. Það er eitt af því sem að gerir þetta úti­vistar­svæði sem að fjaran er skemmti­legt það er það fugla­líf sem er hérna, sem við njótum þegar við göngum stíginn,“ segir Ólafur.

Í fjörunni halda sig hinar ýmsu fugla­tegundir; æðar­fugl, send­lingar, til­drur, stelkar og tjaldar. Þá er fjaran eini staðurinn innan Reykja­víkur þar sem finna má mar­gæs.

Hér má sjá margæsir spóka sig í fjöru sem er þeim að skapi. Reyndar erlendri, enda fækkar þeim fjörum ört sem henta margæsinni hér á höfuðborgarsvæðinu.getty/w. wisniewski

„Allir þessir fjöru­fuglar hverfa að sjálf­sögðu. Þeir eru háðir þessu bú­svæði sem fjaran er. Það er verið að eyði­leggja bú­svæði fuglanna og hrekja þá í burtu. Það er al­ger ó­þarfi að mínu mati,“ segir Ólafur.

Lag að komast að hjarta stjórnmálamanna rétt fyrir kosningar

Í­búar Skerja­fjarðar eru margir mjög á móti land­fyllingunni og nú hefur á annað hundrað manns sett nafn sitt á undir­skriftalista til að mót­mæla henni undir yfir­skriftinni Friðum fjöruna.

Jón Þór Víg­lunds­son er einn í­búanna sem stendur fyrir undir­skrifta­söfnuninni.

„Við erum bara rétt að byrja. Nú er lag að komast að hjarta stjórn­mála­mannsins þegar hann er að sækjast eftir endur­kjöri,“ segir Jón.

Jón Þór hefur búið í Skerjafirði í fjölda ára.vísir/egill

„Allir flokkarnir fjórir sem að mynda meiri­hluta í Reykja­vík núna hafa það á sinni grunn­stefnu­skrá að vernda náttúruna. Við höfum rakið tæki­færi til þess núna.“

Næturgali keisarans í Kína

Borgin hefur þó boðað mót­vægis­að­gerðir og sagst ætla að gera til­raun til að endur­skapa eins fjöru við land­fyllinguna.

Ólafur efast um að það gangi eftir og segir málið minna sig á ævin­týri H.C. Ander­sen um nætur­gala keisarans í Kína.

„Hann var með nætur­gala sem honum hugnaðist ekki í lokin og lét byggja fyrir sig upp­trekktan nætur­gala sem átti að koma í staðinn fyrir þann náttúru­lega. Við erum með djásn hérna. Þeir ætla að eyði­leggja það og síðan á að byggja nýtt,“ segir Ólafur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×