Ryðja, tjalda og koma upp þyrlulendingarstað við Þingvallavatn Eiður Þór Árnason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 9. febrúar 2022 16:36 Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi. Vísir/Egill Gert er ráð fyrir að fimmtíu til sextíu manns muni taka þátt í aðgerðum við Þingvallavatn á morgun. Um tuttugu manns vinna nú að því að setja upp vinnubúðir og aðstöðu við vatnið og er áætlað að aðgerðir hefjist klukkan níu í fyrramálið ef veður leyfir. Um sextán kafarar á vegum Landhelgisgæslunnar, sérsveitar ríkislögreglustjóra og slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins taka þátt í verkefninu á morgun ásamt fólki frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og lögreglunni á Suðurlandi. Um er að ræða flókna og umfangsmikla aðgerð en lík farþeganna sem fórust um borð í flugvélinni TF-ABB eru nú á minnst 35 metra dýpi og flugvélaflakið á tæplega 50 metra dýpi. Um er að ræða einu umfangsmestu aðgerð sem lögreglan á Suðurlandi hefur átt aðkomu að.Vísir/Egill „Veðrið er ekki búið að leika við okkur síðan þetta gerðist. Það er búið að vera allt fullt af snjó hérna og við höfum verið að hreinsa og sandbera brekkurnar þannig að það sé hægt að koma bátum og öðru hættulaust að vatninu,“ segir Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður eru stödd við Þingvallavatn. Klippa: Rúnar Steingrímsson lögreglufulltrúi um aðgerðir við Þingvallavatn Unnið er að því að setja upp þrjú tjöld upp við vatnið, hvert þeirra 38 fermetrar að stærð, rafstöðvar, lendingarstað fyrir þyrlu Landhelgisgæslunnar og afþrýstiklefa fyrir kafara. Fréttastofa ræddi við vakthafandi veðurfræðing sem sagði að veðurútlitið fyrir morgundaginn væri ágætt við vatnið en þó afar kalt. Fyrir hádegi á að vera ágætis veðurgluggi en um hádegisbil sé von á snjómuggu. Rúnar segir að þunnur ís nái nú langt út á vatnið sem gæti mögulega verið til trafala á morgun. Stórvirkar vinnuvélar eru að störfum við vatnið.Vísir/Egill Hvað áætlið þið að aðgerðin taki langan tíma? „Það fer náttúrlega allt eftir veðri og hvernig þetta gengur en vonandi næst þetta fyrir helgi. Annars er veðurglugginn örlítið lengri, það á að vera gott hérna á laugardaginn líka en það er kuldinn sem skiptir máli, að það verði ekki ís eða of mikið hröngl á vatninu,“ segir Rúnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Lögreglumál Slökkvilið Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Íslandsferðin var efst á óskalista eins þeirra sem lést Íslandsferð Hollendingsins Tim Alings, eins af þeim sem lést í flugslysinu við Þingvallavatn í síðustu viku, var efst á óskalista hans yfir hluti til að gera. Belginn Nicola Bellavia, sem lést einnig, talaði við sambýliskonu sína í síma rétt fyrir flugtak. 9. febrúar 2022 11:07 Freista þess að koma öllum nauðsynlegum búnaði að vatninu Til stendur að ryðja aðstöðuplan við Ölfusvatnsvík og slóða að planinu nú fyrir hádegi, til að koma búnaði á staðinn sem verður notaður til að heimta flugvélina sem fórst á fimmtudag og farþegana sem voru innanborðs upp úr Þingvallavatni. 9. febrúar 2022 06:37 Segir gríðarlega mikilvægt að komast sem fyrst að flugvélinni Rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir gríðarlega mikið að komast að flugvélinni sem liggur á botni Þingvallavatns sem fyrst. Stefnt er að því að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni þegar veður leyfir, líklega seint í þessari viku. 7. febrúar 2022 20:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Um sextán kafarar á vegum Landhelgisgæslunnar, sérsveitar ríkislögreglustjóra og slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins taka þátt í verkefninu á morgun ásamt fólki frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og lögreglunni á Suðurlandi. Um er að ræða flókna og umfangsmikla aðgerð en lík farþeganna sem fórust um borð í flugvélinni TF-ABB eru nú á minnst 35 metra dýpi og flugvélaflakið á tæplega 50 metra dýpi. Um er að ræða einu umfangsmestu aðgerð sem lögreglan á Suðurlandi hefur átt aðkomu að.Vísir/Egill „Veðrið er ekki búið að leika við okkur síðan þetta gerðist. Það er búið að vera allt fullt af snjó hérna og við höfum verið að hreinsa og sandbera brekkurnar þannig að það sé hægt að koma bátum og öðru hættulaust að vatninu,“ segir Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður eru stödd við Þingvallavatn. Klippa: Rúnar Steingrímsson lögreglufulltrúi um aðgerðir við Þingvallavatn Unnið er að því að setja upp þrjú tjöld upp við vatnið, hvert þeirra 38 fermetrar að stærð, rafstöðvar, lendingarstað fyrir þyrlu Landhelgisgæslunnar og afþrýstiklefa fyrir kafara. Fréttastofa ræddi við vakthafandi veðurfræðing sem sagði að veðurútlitið fyrir morgundaginn væri ágætt við vatnið en þó afar kalt. Fyrir hádegi á að vera ágætis veðurgluggi en um hádegisbil sé von á snjómuggu. Rúnar segir að þunnur ís nái nú langt út á vatnið sem gæti mögulega verið til trafala á morgun. Stórvirkar vinnuvélar eru að störfum við vatnið.Vísir/Egill Hvað áætlið þið að aðgerðin taki langan tíma? „Það fer náttúrlega allt eftir veðri og hvernig þetta gengur en vonandi næst þetta fyrir helgi. Annars er veðurglugginn örlítið lengri, það á að vera gott hérna á laugardaginn líka en það er kuldinn sem skiptir máli, að það verði ekki ís eða of mikið hröngl á vatninu,“ segir Rúnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Lögreglumál Slökkvilið Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Íslandsferðin var efst á óskalista eins þeirra sem lést Íslandsferð Hollendingsins Tim Alings, eins af þeim sem lést í flugslysinu við Þingvallavatn í síðustu viku, var efst á óskalista hans yfir hluti til að gera. Belginn Nicola Bellavia, sem lést einnig, talaði við sambýliskonu sína í síma rétt fyrir flugtak. 9. febrúar 2022 11:07 Freista þess að koma öllum nauðsynlegum búnaði að vatninu Til stendur að ryðja aðstöðuplan við Ölfusvatnsvík og slóða að planinu nú fyrir hádegi, til að koma búnaði á staðinn sem verður notaður til að heimta flugvélina sem fórst á fimmtudag og farþegana sem voru innanborðs upp úr Þingvallavatni. 9. febrúar 2022 06:37 Segir gríðarlega mikilvægt að komast sem fyrst að flugvélinni Rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir gríðarlega mikið að komast að flugvélinni sem liggur á botni Þingvallavatns sem fyrst. Stefnt er að því að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni þegar veður leyfir, líklega seint í þessari viku. 7. febrúar 2022 20:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Íslandsferðin var efst á óskalista eins þeirra sem lést Íslandsferð Hollendingsins Tim Alings, eins af þeim sem lést í flugslysinu við Þingvallavatn í síðustu viku, var efst á óskalista hans yfir hluti til að gera. Belginn Nicola Bellavia, sem lést einnig, talaði við sambýliskonu sína í síma rétt fyrir flugtak. 9. febrúar 2022 11:07
Freista þess að koma öllum nauðsynlegum búnaði að vatninu Til stendur að ryðja aðstöðuplan við Ölfusvatnsvík og slóða að planinu nú fyrir hádegi, til að koma búnaði á staðinn sem verður notaður til að heimta flugvélina sem fórst á fimmtudag og farþegana sem voru innanborðs upp úr Þingvallavatni. 9. febrúar 2022 06:37
Segir gríðarlega mikilvægt að komast sem fyrst að flugvélinni Rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir gríðarlega mikið að komast að flugvélinni sem liggur á botni Þingvallavatns sem fyrst. Stefnt er að því að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni þegar veður leyfir, líklega seint í þessari viku. 7. febrúar 2022 20:16