Colbert grínast með McDonalds-borgarann hans Hjartar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 17:40 Colbert velti mikið fyrir sér þessum þrettán ára gamla íslenska McDonalds hamborgara. Skjáskot Síðasti McDonalds hamborgarinn, sem keyptur var á Íslandi, hefur vakið mikla athygli utan landssteinanna að undanförnu. Eftir að ferðatímaritið Atlas Obscura fjallaði um hamborgarann, sem var keyptur 31. október 2009, hefur borgarinn fangað athygli ýmissa framámanna. McDonalds hamborgarinn, sá síðasti sem keyptur var á Íslandi og er enn til í dag, er tæplega þrettán ára gamall. Eftir að hafa verið geymdur á Þjóðminjasafninu um nokkurt skeið, svo á gistiheimilinu Bus hostel Reykjavík, er hamborgarinn nú til sýnis á gistiheimilinu Snotru í Þykkvabæ. Hjörtur Smárason keypti hamborgarann daginn áður en síðustu veitingastaðir McDonalds lokuðu hér á landi í kjölfar Hrunsins. Fram kemur í grein Atlas Obscura að þremur árum eftir kaupin hafi hann fundið hamborgarann í poka úti í bílskúr. Hann hafi verið að taka þar til, fundið línuskauta og fleira dót sem mýs höfðu nagað sig í gegn um en við hliðina á gegnumnöguðum línuskautum lá óhreifður McDonaldspoki, sem mýsnar höfðu ekki virt viðlits. Haldandi að hamborgarinn og franskarnar væru myglaðar, eftir þriggja ára legu úti í bílskúr, kom á daginn að maturinn leit út sem hann hefði verið keyptur sama dag. Það sama má segja núna, tæpum þrettán árum síðar, en svo virðist sem tímans tönn hafi ekki náð tökum á hamborgaranum. Þetta vakti athygli bandaríska spjallþáttastjórnandans Steven Colbert en hann fjallaði um hamborgarann í þætti sínum sem fór í loftið 1. febrúar síðastliðinn. „Horfiði á þetta! Þetta var keypt árið 2009. Þú verður að velta fyrir þér því sem þú borðar þegar þú getur horft á matinn þrettán árum síðar og sagt: Þú ert alveg jafn fallegur og daginn sem ég kynntist þér,“ segir Colbert áður en hann veltir fyrir sér vali músanna, sem litu fram hjá hamborgaranum og nöguðu frekar línuskautana. „Þannig að mýsnar fundu poka af McDonalds en vildu frekar borða línuskautana. Það útskýrir af hverju McDonalds breytti slagorðinu sínu úr „Ég elska það“ yfir í „viðurkennt sem matur af að minnsta kosti einni dýrategund“,“ segir Colbert í gríni. Innslag Colbert um hamborgarann hefst í kring um fimmtu mínútu í spilaranum hér að neðan. Bandaríkin Matur Hollywood Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Fleiri fréttir Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Sjá meira
McDonalds hamborgarinn, sá síðasti sem keyptur var á Íslandi og er enn til í dag, er tæplega þrettán ára gamall. Eftir að hafa verið geymdur á Þjóðminjasafninu um nokkurt skeið, svo á gistiheimilinu Bus hostel Reykjavík, er hamborgarinn nú til sýnis á gistiheimilinu Snotru í Þykkvabæ. Hjörtur Smárason keypti hamborgarann daginn áður en síðustu veitingastaðir McDonalds lokuðu hér á landi í kjölfar Hrunsins. Fram kemur í grein Atlas Obscura að þremur árum eftir kaupin hafi hann fundið hamborgarann í poka úti í bílskúr. Hann hafi verið að taka þar til, fundið línuskauta og fleira dót sem mýs höfðu nagað sig í gegn um en við hliðina á gegnumnöguðum línuskautum lá óhreifður McDonaldspoki, sem mýsnar höfðu ekki virt viðlits. Haldandi að hamborgarinn og franskarnar væru myglaðar, eftir þriggja ára legu úti í bílskúr, kom á daginn að maturinn leit út sem hann hefði verið keyptur sama dag. Það sama má segja núna, tæpum þrettán árum síðar, en svo virðist sem tímans tönn hafi ekki náð tökum á hamborgaranum. Þetta vakti athygli bandaríska spjallþáttastjórnandans Steven Colbert en hann fjallaði um hamborgarann í þætti sínum sem fór í loftið 1. febrúar síðastliðinn. „Horfiði á þetta! Þetta var keypt árið 2009. Þú verður að velta fyrir þér því sem þú borðar þegar þú getur horft á matinn þrettán árum síðar og sagt: Þú ert alveg jafn fallegur og daginn sem ég kynntist þér,“ segir Colbert áður en hann veltir fyrir sér vali músanna, sem litu fram hjá hamborgaranum og nöguðu frekar línuskautana. „Þannig að mýsnar fundu poka af McDonalds en vildu frekar borða línuskautana. Það útskýrir af hverju McDonalds breytti slagorðinu sínu úr „Ég elska það“ yfir í „viðurkennt sem matur af að minnsta kosti einni dýrategund“,“ segir Colbert í gríni. Innslag Colbert um hamborgarann hefst í kring um fimmtu mínútu í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkin Matur Hollywood Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Fleiri fréttir Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Sjá meira