Lífið

Hjónin Javier Bardem og Penelope Cruz fengu bæði tilnefningu til Óskarsins

Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar
Hjónin fengu bæði tilnefningu til Óskarsins fyrir leik sinn.
Hjónin fengu bæði tilnefningu til Óskarsins fyrir leik sinn. Getty/ Toni Anne Barson

Það hefur eflaust verið mikil gleði á heimili hjónanna Javier Bardem og Penelope Cruz í dag þegar þau hlutu bæði tilnefningu til Óskarsins. Javier fékk tilnefningu sem leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni Being the Ricardos og Penelope Cruz fékk tilnefningu sem leikkona í aðalhlutverki fyrir Parallel Mothers.

Það hefur sjaldan gerst í gegnum tíðina að par hafi verið tilnefnt sama árið til verðlaunanna fyrir leik sinn. Þess vegna er skemmtileg tilviljun að parið Kristen Dunst og Jesse Plemons eru líka bæði tilnefnd fyrir leik sinn á hátíðinni í ár. 

Þau eru líka bæði tilnefnd fyrir leik sinn.Getty/ Steve Granitz

Michael Fassbander og Alicia Vikander voru bæði tilnefnd fyrir leik sinn árið 2016 og þar áður voru það Brad Pitt og Angelina Jolie sem voru einnig tilnefnd fyrir sín hlutverk. Heath Ledger og Michelle Williams hlutu bæði tilnefningu 2006 en unnu hvorug líkt og Brad og Angelina upplifðu svo þremur árum síðar. 

Það þarf svo að fara aftur til ársins 1986 til þess að finna par sem var tilnefnt fyrir leik sinn sama árið en þá voru það Anjelica Huston og Jack Nicholson sem voru bæði tilnefnd fyrir myndina Prizzi's Honor sem þau léku í saman. 

Heath Ledger og Michelle Williams voru bæði tilnefnd fyrir leik sinn 2006.Getty/ Dan MacMedan






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.