Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2022 22:00 Donald og Melania Trump er þau yfirgáfu Hvíta húsið í síðasta sinn í desember 2020. EPA/Chris Kleponis Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flutti fjölda gagna, bréfa og skjala úr Hvíta húsinu og í híbýli sín í Mar-a-Lago í Flórída. Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þurftu að sækja gögnin en þau hefðu átt að vera flutt til stofnunarinnar, samkvæmt lögum. Meðal skjalanna sem um ræðir eru bréf frá Barack Obama, fyrrverandi forseta, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þetta kemur fram í frétt Washington Post þar sem segir að upplýsingarnar valdi auknum áhyggjum varðandi það hve frjálslega Trump fór með bandarísk lög um varðveislu opinberra gagna. Á undanförnum dögum hefur verið sagt frá því að starfsmenn Þjóðskjalasafnsins hafa þurft að verja tíma sínum í að líma saman opinber skjöl sem Trump hafði rifið. Þjóðskjalasafnið afhenti þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra skjöl frá Hvíta húsinu í síðasta mánuði skjöl sem höfðu verið límd saman, eftir að Trump reif þau. Lögum samkvæmt eiga starfsmenn Hvíta hússins að varðveita öll opinber gögn og afhenda þau Þjóðskjalasafninu. Trump hafði þó þann vana á að rífa blaðsíður eftir að hann las þær. Starfsmenn Hvíta hússins og Þjóðskjalasafnsins hafa þurft að líma saman hundruð blaðsíðna sem forsetinn reif í gegnum árin. Þá flutti Trump eins og áður segir nokkra kassa af gögnum og skjölum frá Hvíta húsinu til Flórída. Þegar starfsmenn Þjóðskjalasafnsins vildu fá þessi gögn, sögðu ráðgjafar Trumps að ekki hafi staðið til að brjóta lög. Um væri að ræða minnisgripi, gjafir, bréf frá þjóðarleiðtogum og önnur skjöl, samkvæmt heimildum Washington Post. Kim Jong Un og Donald Trump á landamærum Norður- og Suður-Kóreu sumarið 2019.EPA/KCNA Trump kallaði bréfin sem honum barst frá Kim Jong Un „ástarbréf“ en hann fékk þau þegar leiðtogarnir tveir áttu í viðræðum um kjarnorkuvopna- og eldflaugáætlanir einræðisríkisins í forsetatíð Trumps. Sjá einnig: Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Eins og fram kemur í frétt Washington Post eru brot á þessum lögum um opinber gögn í Hvíta húsinu iðulega brotin. Í flestum tilfellum snúast þau um að háttsettir opinberir starfsmenn notist við einkavefþjóna fyrir tölvupósta og einkasímanúmer við opinber störf sín. Má til að mynda nefna Hillary Clinton, sem notaðist við einkavefþjón er hún var utanríkisráðherra. Trump sjálfur hefur ítrekað haldið því fram að hún ætti að hafa farið í fangelsi fyrir það. Hann hélt því líka fram að Nancy Pelosi hefði brotið lög þegar hún reif útprentað afrit af stefnuræðu hans. Sjá einnig: Trump sakar fjölda andstæðinga sinna um glæpi og jafnvel morð Heimildarmenn Washington Post segja lagabrotin þó hafa verið á öðru stigi í forsetatíð Trumps. Ekki hafi verið jafn erfitt að sækja gögn í Hvíta húsið síðan Richard Nixon hafi verið forseti. Fyrrverandi ráðgjafar Trumps segja hann hafa haft engan áhuga á lögunum. Hann hafi þó ekki ætlað sér að brjóta lög til að hylma yfir eitthvað. Heldur sé það gamall vani hans að rífa blöð eftir lestur. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira
Meðal skjalanna sem um ræðir eru bréf frá Barack Obama, fyrrverandi forseta, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þetta kemur fram í frétt Washington Post þar sem segir að upplýsingarnar valdi auknum áhyggjum varðandi það hve frjálslega Trump fór með bandarísk lög um varðveislu opinberra gagna. Á undanförnum dögum hefur verið sagt frá því að starfsmenn Þjóðskjalasafnsins hafa þurft að verja tíma sínum í að líma saman opinber skjöl sem Trump hafði rifið. Þjóðskjalasafnið afhenti þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra skjöl frá Hvíta húsinu í síðasta mánuði skjöl sem höfðu verið límd saman, eftir að Trump reif þau. Lögum samkvæmt eiga starfsmenn Hvíta hússins að varðveita öll opinber gögn og afhenda þau Þjóðskjalasafninu. Trump hafði þó þann vana á að rífa blaðsíður eftir að hann las þær. Starfsmenn Hvíta hússins og Þjóðskjalasafnsins hafa þurft að líma saman hundruð blaðsíðna sem forsetinn reif í gegnum árin. Þá flutti Trump eins og áður segir nokkra kassa af gögnum og skjölum frá Hvíta húsinu til Flórída. Þegar starfsmenn Þjóðskjalasafnsins vildu fá þessi gögn, sögðu ráðgjafar Trumps að ekki hafi staðið til að brjóta lög. Um væri að ræða minnisgripi, gjafir, bréf frá þjóðarleiðtogum og önnur skjöl, samkvæmt heimildum Washington Post. Kim Jong Un og Donald Trump á landamærum Norður- og Suður-Kóreu sumarið 2019.EPA/KCNA Trump kallaði bréfin sem honum barst frá Kim Jong Un „ástarbréf“ en hann fékk þau þegar leiðtogarnir tveir áttu í viðræðum um kjarnorkuvopna- og eldflaugáætlanir einræðisríkisins í forsetatíð Trumps. Sjá einnig: Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Eins og fram kemur í frétt Washington Post eru brot á þessum lögum um opinber gögn í Hvíta húsinu iðulega brotin. Í flestum tilfellum snúast þau um að háttsettir opinberir starfsmenn notist við einkavefþjóna fyrir tölvupósta og einkasímanúmer við opinber störf sín. Má til að mynda nefna Hillary Clinton, sem notaðist við einkavefþjón er hún var utanríkisráðherra. Trump sjálfur hefur ítrekað haldið því fram að hún ætti að hafa farið í fangelsi fyrir það. Hann hélt því líka fram að Nancy Pelosi hefði brotið lög þegar hún reif útprentað afrit af stefnuræðu hans. Sjá einnig: Trump sakar fjölda andstæðinga sinna um glæpi og jafnvel morð Heimildarmenn Washington Post segja lagabrotin þó hafa verið á öðru stigi í forsetatíð Trumps. Ekki hafi verið jafn erfitt að sækja gögn í Hvíta húsið síðan Richard Nixon hafi verið forseti. Fyrrverandi ráðgjafar Trumps segja hann hafa haft engan áhuga á lögunum. Hann hafi þó ekki ætlað sér að brjóta lög til að hylma yfir eitthvað. Heldur sé það gamall vani hans að rífa blöð eftir lestur.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira