Fólk geti gert ráð fyrir að mæta ekki í vinnu og skóla í fyrramálið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. febrúar 2022 14:50 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Vísir/Baldur Almannavarnir funda nú með Veðurstofunni og Vegagerðinni um hvort biðlað verði til skóla að hafa lokað á morgun og vinnustaða að fá starfsfólk sitt seinna til vinnu. Búist er við því að mjög þungfært verði á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið og vilja Almannavarnir að sem fæstir séu á ferð á meðan verið er að ryðja göturnar. „Það er bara það mikil snjókoma með þessu að það má búast við að það verði ófært víða, sem tekur bara tíma að hreinsa. Við höfum séð það áður að það tefur mjög mikið fyrir svoleiðis ef það er mikið af bílum sem fara af stað, þannig að við bara hvetjum alla til að bíða heima í fyrramálið og sjá hvernig staðan verður. Fylgjast vel með fjölmiðlum,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Vegagerðin fer í að ryðja göturnar um leið og færi gefst en það verk gengur hraðar fyrir sig ef sem fæstir eru á ferð um bæinn. Rauða veðurviðvörunin er í gildi á höfuðborgarsvæðinu til klukkan átta í fyrramálið. „Þó að kannski aðalleiðir verði opnar þá vitum við bara hvernig svona óveðursdagar eru. Bara ef leigubílar fara vanbúnir af stað og festast þá stoppar allt. Alveg sama hversu vel búinn þú ert þá eru bara aðrir sem verða fyrir þér. Þannig að við bara hvetjum alla til að gera ráð fyrir því að geta ekki mætt í vinnuna klukkan átta í fyrramálið,“ segir Víðir. Svipað og fyrir tveimur árum Hann segir óveðrið líkjast því sem varð í febrúar 2020 en þá var rauð veðurviðvörun gefin út á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta skipti síðan litakóðakerfið var tekið upp árið 2017. „Það má alveg búast við því að lausamunir muni fjúka. Við sáum svona svipað veður í febrúar 2020, þá voru þök að fjúka og hús að skemmast þannig það má alveg búast við slíku tjóni,“ segir Víðir. Veður Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
„Það er bara það mikil snjókoma með þessu að það má búast við að það verði ófært víða, sem tekur bara tíma að hreinsa. Við höfum séð það áður að það tefur mjög mikið fyrir svoleiðis ef það er mikið af bílum sem fara af stað, þannig að við bara hvetjum alla til að bíða heima í fyrramálið og sjá hvernig staðan verður. Fylgjast vel með fjölmiðlum,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Vegagerðin fer í að ryðja göturnar um leið og færi gefst en það verk gengur hraðar fyrir sig ef sem fæstir eru á ferð um bæinn. Rauða veðurviðvörunin er í gildi á höfuðborgarsvæðinu til klukkan átta í fyrramálið. „Þó að kannski aðalleiðir verði opnar þá vitum við bara hvernig svona óveðursdagar eru. Bara ef leigubílar fara vanbúnir af stað og festast þá stoppar allt. Alveg sama hversu vel búinn þú ert þá eru bara aðrir sem verða fyrir þér. Þannig að við bara hvetjum alla til að gera ráð fyrir því að geta ekki mætt í vinnuna klukkan átta í fyrramálið,“ segir Víðir. Svipað og fyrir tveimur árum Hann segir óveðrið líkjast því sem varð í febrúar 2020 en þá var rauð veðurviðvörun gefin út á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta skipti síðan litakóðakerfið var tekið upp árið 2017. „Það má alveg búast við því að lausamunir muni fjúka. Við sáum svona svipað veður í febrúar 2020, þá voru þök að fjúka og hús að skemmast þannig það má alveg búast við slíku tjóni,“ segir Víðir.
Veður Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira