Forgangsatriði að ná hinum látnu upp á yfirborðið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. febrúar 2022 18:17 Oddur Árnason á vettvangi í gær. Vísir Vont veður og erfiðar aðstæður við Þingvallavatn valda því að ólíklega verður hægt að hífa flugvélina sem fannst í gær upp úr vatninu fyrr en seint í næstu viku. Til skoðunar er þó hvort hægt verði að sækja þá látnu úr brakinu fyrr. Flugvélin fannst úti á miðjum suðausturhluta Þingvallavatns í þónokkurri fjarlægð frá landi. Þetta gerir aðgerðir við að ná henni upp úr vatninu flóknar, sérstaklega vegna þess að flugvélin liggur á 48 metra dýpi. Það er erfið dýpt fyrir kafara að athafna sig í og þá er kuldi vatnsins einnig vandamál en hann er á bilinu 0 til 1 gráða. „Það getur lagt mjög hratt og þá ertu að kafa undir ís,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Fyrir tæknilega úrvinnslu þá eru áskoranir miklar í þessu. Og beinlínis hættulegar björgunarmönnum.“ Þurfa 48 tíma glugga Það eru Landhelgisgæslan og sérsveitin sem munu sjá um að reyna að ná vélinni upp úr vatninu. Til að hægt sé að ráðast í þær aðgerðir verður að skapast 48 tíma gluggi þar sem veður á svæðinu er sæmilegt. „Veðurspáin er ekki okkur í hag núna næstu daga og við munum nota þann kafla til að stilla upp og kalla til þau tæki og tól sem til þarf,“ segir Oddur. Ekki sé útlit fyrir að hægt verði að hífa vélina upp fyrr en seint í næstu viku. Þó sé til skoðunar hvort hægt verði að sækja hina látnu fyrst. „Það er forgangsatriði að ná hinum látnu upp á yfirborðið og hvernig það verður útfært það verður bara að koma í ljós.“ Aðstandendur komnir til landsins Oddur segir að ekki sé ljóst í hvaða tilgangi hópurinn hafi verið að fljúga á svæðinu. Lögregla mun ekkert gefa út um einstaka þætti rannsóknarinnar fyrr en henni er lokið. Íslenskur flugmaður og þrír ferðamenn voru um borð í flugvélinni. Aðstandendur ferðamannanna komu margir til landsins í dag. Oddur segist engar vísbendingar hafa um orsök slyssins. „Nei, það er ekkert í hendi með það. Og í rauninni margþætt rannsókn þannig það væri bara beinlínis rangt að fara að vera með einhverjar getgátur núna.“ Ekki er vitað hvort svokallaður svartur kassi hafi verið um borð í flugvélinni sem gæti varpað ljósi á hvað olli slysinu. Lögreglumál Fréttir af flugi Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Landhelgisgæslan Samgönguslys Tengdar fréttir Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. 5. febrúar 2022 14:58 Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. 5. febrúar 2022 13:45 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Flugvélin fannst úti á miðjum suðausturhluta Þingvallavatns í þónokkurri fjarlægð frá landi. Þetta gerir aðgerðir við að ná henni upp úr vatninu flóknar, sérstaklega vegna þess að flugvélin liggur á 48 metra dýpi. Það er erfið dýpt fyrir kafara að athafna sig í og þá er kuldi vatnsins einnig vandamál en hann er á bilinu 0 til 1 gráða. „Það getur lagt mjög hratt og þá ertu að kafa undir ís,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Fyrir tæknilega úrvinnslu þá eru áskoranir miklar í þessu. Og beinlínis hættulegar björgunarmönnum.“ Þurfa 48 tíma glugga Það eru Landhelgisgæslan og sérsveitin sem munu sjá um að reyna að ná vélinni upp úr vatninu. Til að hægt sé að ráðast í þær aðgerðir verður að skapast 48 tíma gluggi þar sem veður á svæðinu er sæmilegt. „Veðurspáin er ekki okkur í hag núna næstu daga og við munum nota þann kafla til að stilla upp og kalla til þau tæki og tól sem til þarf,“ segir Oddur. Ekki sé útlit fyrir að hægt verði að hífa vélina upp fyrr en seint í næstu viku. Þó sé til skoðunar hvort hægt verði að sækja hina látnu fyrst. „Það er forgangsatriði að ná hinum látnu upp á yfirborðið og hvernig það verður útfært það verður bara að koma í ljós.“ Aðstandendur komnir til landsins Oddur segir að ekki sé ljóst í hvaða tilgangi hópurinn hafi verið að fljúga á svæðinu. Lögregla mun ekkert gefa út um einstaka þætti rannsóknarinnar fyrr en henni er lokið. Íslenskur flugmaður og þrír ferðamenn voru um borð í flugvélinni. Aðstandendur ferðamannanna komu margir til landsins í dag. Oddur segist engar vísbendingar hafa um orsök slyssins. „Nei, það er ekkert í hendi með það. Og í rauninni margþætt rannsókn þannig það væri bara beinlínis rangt að fara að vera með einhverjar getgátur núna.“ Ekki er vitað hvort svokallaður svartur kassi hafi verið um borð í flugvélinni sem gæti varpað ljósi á hvað olli slysinu.
Lögreglumál Fréttir af flugi Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Landhelgisgæslan Samgönguslys Tengdar fréttir Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. 5. febrúar 2022 14:58 Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. 5. febrúar 2022 13:45 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. 5. febrúar 2022 14:58
Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. 5. febrúar 2022 13:45