Skilur ekki að borgin ætli að gera veður út af saklausum skiltum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. febrúar 2022 22:00 Eigandi Hljómsýnar telur skiltin eiga rétt á sér. Stöð 2 Borgin ætlar að fara fram á það við verslunareigendur við Ármúla að þeir fjarlægi skilti sem banna öðrum en viðskiptavinum að leggja fyrir utan verslanir þeirra. Sjálfir eru þeir steinhissa á málinu, töldu sig eiga stæðin og segja borgina vera að gera veður út af engu. Flest fyrirtæki í Ármúlanum hafa komið upp skiltum fyrir utan verslanir sínar sem segja að engir nema viðskiptavinir megi leggja þar. En þetta virðist hins vegar ekki vera alveg rétt. Þegar lóðamörk borgarinnar eru skoðuð kemur skýrt í ljós að bílastæðin á suðurhlið Ármúlans eru utan lóðamarka og því á svokölluðu borgarlandi. Kjarninn vakti athygli á málinu í lok janúar. Og þar má hver sem er leggja í hvaða tilgangi sem hann vill nema að fyrirtæki hafi sérstaklega samið um annað við borgina. Hér sést greinilega hvernig bílastæðin á suðurhlið götunnar liggja utan lóðarmarka verslananna.vísir „Lóðamörkin liggja hérna einhvers staðar við kantsteininn og verslunareigendum er ekki heimilt að merkja þau sem sína eign,“ segir Atli Björn E Levy, verkfræðingur á skrifstofu Samgangna og borgarhönnunar. Margir verslunareigendur í götunni hafa kvartað nokkuð yfir því að fólk á leið í sýnatöku á Suðurlandsbrautinni leggi í stæðin fyrir utan hjá þeim. Það virðist hins vegar í besta lagi. Atli Björn E Levy er verkfræðingur á skrifstofu Samganga og borgarhönnunar.Stöð 2 „Jú, eftir því sem maður sér best. Ég hef sjálfur nýtt mér þessi stæði þegar ég var að fara í sýnatöku. Og þetta er einhver athugull sem hefur komið auga á þetta, að svona liggi mörkin,“ segir Atli Björn. Verða látin fjarlægja skiltin Langflestar verslanir á suðurhlið Ármúlans hafa merkt stæðin með skiltum. Samkvæmt upplýsingum frá borginni verða eigendur látnar fjarlægja skiltin á næstunni og ef þeir gera það ekki mun borgin sjá um það sjálf. Þorsteinn Daníelsson, eða Steini Dan eins og hann er iðulega kallaður, hefur rekið verslun við Ármúlann í 27 ár. Hvað finnst þér um að borgin ætli að láta ykkur fjarlægja þessi skilti? „Ég skil það ekki. Bara alls ekki því að þetta er aldrei vandamál. Þetta sem var um daginn var náttúrulega vegna sýnatöku,“ segir Steini. Þorsteinn Daníelsson, eigandi Hljómsýnar.Stöð 2 Síðan fyrir aldamót hefur hann verið með skilti við verslun sína Hljómsýn sem bannar öðrum en viðskiptavinum að leggja þar. Borgin ætti að hans mati að spara sér ómakið og sleppa því að fjarlægja skiltin. „Algjör óþarfi. Því þetta er ekkert vandamál, í alvöru talað. Það hefur sennilega einhver kvartað hérna út af þessu sýnatöku... en það er búið. Það eru bara lausnir. Það þarf ekkert að vera að búa til vandamál. Það er alveg á hreinu,“ segir Steini. Reykjavík Skipulag Verslun Bílastæði Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Flest fyrirtæki í Ármúlanum hafa komið upp skiltum fyrir utan verslanir sínar sem segja að engir nema viðskiptavinir megi leggja þar. En þetta virðist hins vegar ekki vera alveg rétt. Þegar lóðamörk borgarinnar eru skoðuð kemur skýrt í ljós að bílastæðin á suðurhlið Ármúlans eru utan lóðamarka og því á svokölluðu borgarlandi. Kjarninn vakti athygli á málinu í lok janúar. Og þar má hver sem er leggja í hvaða tilgangi sem hann vill nema að fyrirtæki hafi sérstaklega samið um annað við borgina. Hér sést greinilega hvernig bílastæðin á suðurhlið götunnar liggja utan lóðarmarka verslananna.vísir „Lóðamörkin liggja hérna einhvers staðar við kantsteininn og verslunareigendum er ekki heimilt að merkja þau sem sína eign,“ segir Atli Björn E Levy, verkfræðingur á skrifstofu Samgangna og borgarhönnunar. Margir verslunareigendur í götunni hafa kvartað nokkuð yfir því að fólk á leið í sýnatöku á Suðurlandsbrautinni leggi í stæðin fyrir utan hjá þeim. Það virðist hins vegar í besta lagi. Atli Björn E Levy er verkfræðingur á skrifstofu Samganga og borgarhönnunar.Stöð 2 „Jú, eftir því sem maður sér best. Ég hef sjálfur nýtt mér þessi stæði þegar ég var að fara í sýnatöku. Og þetta er einhver athugull sem hefur komið auga á þetta, að svona liggi mörkin,“ segir Atli Björn. Verða látin fjarlægja skiltin Langflestar verslanir á suðurhlið Ármúlans hafa merkt stæðin með skiltum. Samkvæmt upplýsingum frá borginni verða eigendur látnar fjarlægja skiltin á næstunni og ef þeir gera það ekki mun borgin sjá um það sjálf. Þorsteinn Daníelsson, eða Steini Dan eins og hann er iðulega kallaður, hefur rekið verslun við Ármúlann í 27 ár. Hvað finnst þér um að borgin ætli að láta ykkur fjarlægja þessi skilti? „Ég skil það ekki. Bara alls ekki því að þetta er aldrei vandamál. Þetta sem var um daginn var náttúrulega vegna sýnatöku,“ segir Steini. Þorsteinn Daníelsson, eigandi Hljómsýnar.Stöð 2 Síðan fyrir aldamót hefur hann verið með skilti við verslun sína Hljómsýn sem bannar öðrum en viðskiptavinum að leggja þar. Borgin ætti að hans mati að spara sér ómakið og sleppa því að fjarlægja skiltin. „Algjör óþarfi. Því þetta er ekkert vandamál, í alvöru talað. Það hefur sennilega einhver kvartað hérna út af þessu sýnatöku... en það er búið. Það eru bara lausnir. Það þarf ekkert að vera að búa til vandamál. Það er alveg á hreinu,“ segir Steini.
Reykjavík Skipulag Verslun Bílastæði Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira