Hverfakórar í Reykjavík – aukum aðgengi barna að tónlistarnámi Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 4. febrúar 2022 10:01 Í Reykjavík blómstrar öflugt tónlistarlíf sem hefur hlotið verðskuldaða athygli á heimsvísu. Rannsóknir sýna fram á ótvíræðan ávinning barna af því að stunda tónlistarnám. Í dag fer fram eins öflugt tónlistaruppeldi og tök eru á bæði innan leik- og grunnskóla, skólahljómsveita og tónlistarskóla. Ljóst er þó að aðgengi barna að tónlistarnámi er takmarkað og mismunandi eftir borgarhlutum. Mikilvægt er að borgaryfirvöld sýni áhuga og skilning á stöðu og gildi tónlistar og vinni markvisst að því að tónlistarnám standi öllum börnum til boða óháð búsetu eða efnahag foreldra. Stýrihópur um framtíðarskipan tónlistarnáms, sem ég átti sæti í, skilaði tillögum sínum að stefnu sem samþykkt var í borgarstjórn sl. sumar. Í tillögunum kemur fram að það er áríðandi að við ryðjum úr vegi þeim hindrunum sem takmarka aðgengi barna að tónlistarnámi. Stuðla þarf að auknum jöfnuði þegar kemur að tónlistarnámi, bæði með því að minnka kostnaðarþátttöku en líka með því að vinna að markvisst að kynningu og hvatningu til tónlistarnáms um alla borg. Stór liður í því að gefa fleiri börnum kost á að stunda tónlistarnám er að efla starf skólahljómsveita borgarinnar og auka samstarf tónlistarskóla og skólahljómsveita við skóla borgarinnar, þannig að sem flest börn geti stundað tónlistarnám innan veggja skólans á skólatíma. Einnig þarf markvisst að draga úr kostnaðarþátttöku foreldra, m.a. með skipulagsbreytingum sem stuðla að nýsköpun í tónlistarkennslu og draga úr stjórnunarkostnaði í kerfinu þannig að sem mest af því fjármagni sem veitt er til málaflokksins nýtist beint til kennslu barna. En stefna er eitt og aðgerðir er annað. Aðgerðaráætlun með stefnunni er nú í vinnslu á skóla-og frístundasviði borgarinnar í samráði við helstu hagaðila. Þó voru tvær tillögur samþykktar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022. Sú fyrri var að hefja tilraunaverkefni með stofnun barnakóra, svokallaðra Hverfakóra, í tveimur hverfum borgarinnar, Grafarvogi og Laugardal/Háaleiti, til að byrja með. Hverfakórarnir munu starfa innan skólahjómsveitanna. Auk þess var samþykkt tilraunaverkefni til að bjóða upp á fría hópakennslu í hljóðfærakennslu í Árbæjarskóla, en það verkefni er til þess fallið að auka samstarf um hljóðfærakennslu innan skólanna með áherslu á hópkennslu þannig að hægt sé að ná til fleiri barna. Mikilvægt er að ljúka við gerð aðgerðaráætlunarinnar og tryggja fjármagn þannig að hægt verði að stíga fleiri skref til að auka aðgengi barna að tónlistarnámi. Það er brýnt réttlætismál í Reykjavík, fyrir okkur öll. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Vinstri græn Kórar Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Tónlistarnám Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í Reykjavík blómstrar öflugt tónlistarlíf sem hefur hlotið verðskuldaða athygli á heimsvísu. Rannsóknir sýna fram á ótvíræðan ávinning barna af því að stunda tónlistarnám. Í dag fer fram eins öflugt tónlistaruppeldi og tök eru á bæði innan leik- og grunnskóla, skólahljómsveita og tónlistarskóla. Ljóst er þó að aðgengi barna að tónlistarnámi er takmarkað og mismunandi eftir borgarhlutum. Mikilvægt er að borgaryfirvöld sýni áhuga og skilning á stöðu og gildi tónlistar og vinni markvisst að því að tónlistarnám standi öllum börnum til boða óháð búsetu eða efnahag foreldra. Stýrihópur um framtíðarskipan tónlistarnáms, sem ég átti sæti í, skilaði tillögum sínum að stefnu sem samþykkt var í borgarstjórn sl. sumar. Í tillögunum kemur fram að það er áríðandi að við ryðjum úr vegi þeim hindrunum sem takmarka aðgengi barna að tónlistarnámi. Stuðla þarf að auknum jöfnuði þegar kemur að tónlistarnámi, bæði með því að minnka kostnaðarþátttöku en líka með því að vinna að markvisst að kynningu og hvatningu til tónlistarnáms um alla borg. Stór liður í því að gefa fleiri börnum kost á að stunda tónlistarnám er að efla starf skólahljómsveita borgarinnar og auka samstarf tónlistarskóla og skólahljómsveita við skóla borgarinnar, þannig að sem flest börn geti stundað tónlistarnám innan veggja skólans á skólatíma. Einnig þarf markvisst að draga úr kostnaðarþátttöku foreldra, m.a. með skipulagsbreytingum sem stuðla að nýsköpun í tónlistarkennslu og draga úr stjórnunarkostnaði í kerfinu þannig að sem mest af því fjármagni sem veitt er til málaflokksins nýtist beint til kennslu barna. En stefna er eitt og aðgerðir er annað. Aðgerðaráætlun með stefnunni er nú í vinnslu á skóla-og frístundasviði borgarinnar í samráði við helstu hagaðila. Þó voru tvær tillögur samþykktar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022. Sú fyrri var að hefja tilraunaverkefni með stofnun barnakóra, svokallaðra Hverfakóra, í tveimur hverfum borgarinnar, Grafarvogi og Laugardal/Háaleiti, til að byrja með. Hverfakórarnir munu starfa innan skólahjómsveitanna. Auk þess var samþykkt tilraunaverkefni til að bjóða upp á fría hópakennslu í hljóðfærakennslu í Árbæjarskóla, en það verkefni er til þess fallið að auka samstarf um hljóðfærakennslu innan skólanna með áherslu á hópkennslu þannig að hægt sé að ná til fleiri barna. Mikilvægt er að ljúka við gerð aðgerðaráætlunarinnar og tryggja fjármagn þannig að hægt verði að stíga fleiri skref til að auka aðgengi barna að tónlistarnámi. Það er brýnt réttlætismál í Reykjavík, fyrir okkur öll. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun