Daníel Guðni: Þetta sýnir góð karakterseinkenni fyrir framhaldið Smári Jökull Jónsson skrifar 3. febrúar 2022 22:34 Daníel Guðni var ánægður með fyrsta sigur hans manna á þessu ári. Vísir/Bára Dröfn „Það er gott að verja heimavöllinn og ná loksins í sigur á þessu ári,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigurinn á Tindastól í Subway-deildinni í körfuknattleik í kvöld. „Þetta er búið að vera erfitt. Mér fannst við spila vel sóknarlega en fjórði leikhlutinn var bara erfiður og bæði lið að skora lítið þá,“ bætti Daníel við en eftir hátt skor allan leikinn gekk báðum liðum frekar illa að finna netmöskvana í lokafjórðungnum. Grindvíkingar höfðu forystu nær allan tímann en náðu aldrei að hrista Stólana af sér. Gestirnir náðu hins vegar aldrei að taka skrefið í síðari hálfleiknum og jafna metin. „Þeir gerðu áhlaup á okkur í þriðja leikhluta og gerðu vel í að koma okkur út úr okkar kerfi. Við gerðum svo mjög vel í að halda forskotinu.“ Grindvíkingar náðu einhvern veginn alltaf að setja stig þegar Stólarnir voru komnir hættulega nálægt og heimamenn hittu mjög vel fyrir utan þriggja stiga línuna. „Javon Bess var frábær hjá þeim í kvöld og Taiwo Badmus gerði mjög vel í að sækja á körfuna okkar. Við náðum einhvern veginn alltaf að svara, Ólafur (Ólafsson) kom með einhverja partýþrista, í raun til að halda okkur inni í leiknum þegar við áttum erfitt með að skora.“ „Við héldum þetta út og það sýnir góð karakterseinkenni fyrir framhaldið.“ Naor Sharabani, leikstjórnandi Grindvíkinga, var sjóðandi heitur í kvöld, skoraði 27 stig og setti niður fimm þriggja stiga körfur. „Þegar liðin eru að fara undir hindranir á hann þá er búið að gefa honum grænt ljós á að hann verður að taka skotin. Hann gerði það vel í kvöld og skaut 50% fyrir utan línuna. Ef liðin ætla að dekka hann öðruvísi þá finnum við leiðir. Hann er frábær leikstjórnandi, stýrir leiknum vel og það er plús að hann skori svona mikið.“ UMF Grindavík Tindastóll Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
„Þetta er búið að vera erfitt. Mér fannst við spila vel sóknarlega en fjórði leikhlutinn var bara erfiður og bæði lið að skora lítið þá,“ bætti Daníel við en eftir hátt skor allan leikinn gekk báðum liðum frekar illa að finna netmöskvana í lokafjórðungnum. Grindvíkingar höfðu forystu nær allan tímann en náðu aldrei að hrista Stólana af sér. Gestirnir náðu hins vegar aldrei að taka skrefið í síðari hálfleiknum og jafna metin. „Þeir gerðu áhlaup á okkur í þriðja leikhluta og gerðu vel í að koma okkur út úr okkar kerfi. Við gerðum svo mjög vel í að halda forskotinu.“ Grindvíkingar náðu einhvern veginn alltaf að setja stig þegar Stólarnir voru komnir hættulega nálægt og heimamenn hittu mjög vel fyrir utan þriggja stiga línuna. „Javon Bess var frábær hjá þeim í kvöld og Taiwo Badmus gerði mjög vel í að sækja á körfuna okkar. Við náðum einhvern veginn alltaf að svara, Ólafur (Ólafsson) kom með einhverja partýþrista, í raun til að halda okkur inni í leiknum þegar við áttum erfitt með að skora.“ „Við héldum þetta út og það sýnir góð karakterseinkenni fyrir framhaldið.“ Naor Sharabani, leikstjórnandi Grindvíkinga, var sjóðandi heitur í kvöld, skoraði 27 stig og setti niður fimm þriggja stiga körfur. „Þegar liðin eru að fara undir hindranir á hann þá er búið að gefa honum grænt ljós á að hann verður að taka skotin. Hann gerði það vel í kvöld og skaut 50% fyrir utan línuna. Ef liðin ætla að dekka hann öðruvísi þá finnum við leiðir. Hann er frábær leikstjórnandi, stýrir leiknum vel og það er plús að hann skori svona mikið.“
UMF Grindavík Tindastóll Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira