Sækist eftir fyrsta sæti í Árborg Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. febrúar 2022 22:16 Bragi sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Aðsend Bragi Bjarnason, deildastjóri frístunda- og menningardeildar Árborgar, sækist eftir því að leiða framboð Sjálfstæðisflokksins í Árborg í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann gefur því kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í sveitarfélaginu þann 19. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Braga, sem einnig birtist á Facebook-síðu framboðs hans. „Ég er 40 ára, eiginmaður og faðir þriggja barna og verið svo lánsamur að fá að ala þau upp hérna í Árborg. Ég er menntaður íþróttafræðingur, með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og hef starfað sem stjórnandi hjá Sveitarfélaginu Árborg í 14 ár, nú sem deildastjóri frístunda- og menningardeildar. Á þessum tíma hef ég unnið að íþrótta-, frístunda-, forvarna-, viðburða-, markaðs- og ferðaþjónustumálum fyrir sveitarfélagið og vil nýta þá miklu þekkingu sem ég hef til áframhaldandi vinnu fyrir samfélagið á breiðari vettvangi. Ég legg áherslu á ábyrgan rekstur sveitarfélagsins þar sem öflug fjármálastjórn og forgangsröðun skapar tækifæri og forsendur til að veita okkur íbúum betri þjónustu til framtíðar. Samhliða þeirri íbúafjölgun sem hefur verið í Árborg undanfarin ár þarf að fjölga atvinnutækifærum svo íbúar hafi fleiri valmöguleika um störf í nærsamfélaginu. Þar vil ég leggja mín lóð á vogarskálarnar svo samfélagið okkar geti haldið áfram að vaxa en á þeim forsendum að innviðir, líkt og leik- og grunnskólar, hitaveita og önnur mikilvæg þjónustu sé tilbúin undir slíkt,“ segir Bragi. Þá segir hann tekjur ekki hafa fylgt þeim verkefnum sem færst hafi til sveitarfélaga frá hinu opinbera. Segist hann vilja vera sterk rödd Árborgar í samstarfi við önnur sveitarfélög um að hið opinbera leiðrétti kostnaðarþátttöku sína í verkefnum á borð við málefni fatlaðra, og leik- og grunnskóla. „Það er að mínu mati frábært að ala upp börn í Sveitarfélaginu Árborg og vil ég leggja allan minn metnað í að það verði áfram eftirsóknarvert að búa í sveitarfélaginu. Það hefur blundað í mér í nokkurn tíma að taka skrefið inn á hið pólitíska svið og vill ég gera það af fullum krafti og einlægni. Ég sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins þar sem ég tel að kraftar mínir nýtist til að leiða samstilltan hóp fólks til góðra verka fyrir samfélagið. Öflugt lið þar sem allir hafa rödd og stuðning til að ljúka verkefnum og ná settum markmiðum. Þar tel ég að reynsla mín úr daglegum störfum og félagsmálum nýtist vel,“ skrifar Bragi. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Braga, sem einnig birtist á Facebook-síðu framboðs hans. „Ég er 40 ára, eiginmaður og faðir þriggja barna og verið svo lánsamur að fá að ala þau upp hérna í Árborg. Ég er menntaður íþróttafræðingur, með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og hef starfað sem stjórnandi hjá Sveitarfélaginu Árborg í 14 ár, nú sem deildastjóri frístunda- og menningardeildar. Á þessum tíma hef ég unnið að íþrótta-, frístunda-, forvarna-, viðburða-, markaðs- og ferðaþjónustumálum fyrir sveitarfélagið og vil nýta þá miklu þekkingu sem ég hef til áframhaldandi vinnu fyrir samfélagið á breiðari vettvangi. Ég legg áherslu á ábyrgan rekstur sveitarfélagsins þar sem öflug fjármálastjórn og forgangsröðun skapar tækifæri og forsendur til að veita okkur íbúum betri þjónustu til framtíðar. Samhliða þeirri íbúafjölgun sem hefur verið í Árborg undanfarin ár þarf að fjölga atvinnutækifærum svo íbúar hafi fleiri valmöguleika um störf í nærsamfélaginu. Þar vil ég leggja mín lóð á vogarskálarnar svo samfélagið okkar geti haldið áfram að vaxa en á þeim forsendum að innviðir, líkt og leik- og grunnskólar, hitaveita og önnur mikilvæg þjónustu sé tilbúin undir slíkt,“ segir Bragi. Þá segir hann tekjur ekki hafa fylgt þeim verkefnum sem færst hafi til sveitarfélaga frá hinu opinbera. Segist hann vilja vera sterk rödd Árborgar í samstarfi við önnur sveitarfélög um að hið opinbera leiðrétti kostnaðarþátttöku sína í verkefnum á borð við málefni fatlaðra, og leik- og grunnskóla. „Það er að mínu mati frábært að ala upp börn í Sveitarfélaginu Árborg og vil ég leggja allan minn metnað í að það verði áfram eftirsóknarvert að búa í sveitarfélaginu. Það hefur blundað í mér í nokkurn tíma að taka skrefið inn á hið pólitíska svið og vill ég gera það af fullum krafti og einlægni. Ég sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins þar sem ég tel að kraftar mínir nýtist til að leiða samstilltan hóp fólks til góðra verka fyrir samfélagið. Öflugt lið þar sem allir hafa rödd og stuðning til að ljúka verkefnum og ná settum markmiðum. Þar tel ég að reynsla mín úr daglegum störfum og félagsmálum nýtist vel,“ skrifar Bragi.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira