Leiðtogi ISIS-samtakanna drepinn í aðgerð Bandaríkjahers Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2022 14:57 Til átaka kom í og í grennd við þetta hús í Atmeh í Idlib-héraði í norðvesturhluta Sýrlands þar sem Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi hafði hafist við. EPA Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ISIS, var drepinn í aðgerð sérsveitar bandaríska hersins í norðvesturhluta Sýrlands í nótt. Frá þessu greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti í dag. Að sögn talsmanna Bandaríkjastjórnar sprengdi Qurayshi sjálfan sig í loft upp, auk nokkurra úr fjölskyldu sinni á meðal á áhlaupi Bandaríkjahers stóð. Sagt var frá því í morgun að lík þrettán hafi fundist á vettvangi – þar af sex börn og fjórar konur. President Biden, Vice President Harris and members of the President s national security team observe the counterterrorism operation responsible for removing from the battlefield Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi the leader of ISIS. pic.twitter.com/uhK75WeUme— The White House (@WhiteHouse) February 3, 2022 Þyrlur bandaríska hersins lentu í úthverfi bæjarins Atmeh í Idlib-héraði, ekki langt frá landamærunum að Tyrklandi, um miðnætti og kom í kjölfarið til harðra átaka við húsið þar sem al-Qurayshi dvaldi. Þyrlur Bandaríkjahers yfirgáfu staðinn um tveimur tímum eftir að þær komu á staðinn. New York Times greinir frá því að ein þyrla Bandaríkjahers hafi verið skilin eftir á staðnum vegna tæknivandræða og síðar eyðilögð í loftárás Bandaríkjahers til að hún kæmist ekki í hendur uppreisnarmanna. # # _ pic.twitter.com/GXyrr2a2Tw— (@syr_television) February 3, 2022 Biden segir að allir hermenn Bandaríkjahers, sem þátt tóku í aðgerðinni, hafi snúið aftur til baka, heilir á húfi. Qurayshi tók við stjórnartaumunum sem leiðtogi ISIS eftir að Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sjálfan sig í loft upp, auk þriggja barna, í aðgerð sérsveitar Bandaríkjahers ekki langt frá Atmeh í október 2019. Sýrland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. 3. febrúar 2022 09:36 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Frá þessu greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti í dag. Að sögn talsmanna Bandaríkjastjórnar sprengdi Qurayshi sjálfan sig í loft upp, auk nokkurra úr fjölskyldu sinni á meðal á áhlaupi Bandaríkjahers stóð. Sagt var frá því í morgun að lík þrettán hafi fundist á vettvangi – þar af sex börn og fjórar konur. President Biden, Vice President Harris and members of the President s national security team observe the counterterrorism operation responsible for removing from the battlefield Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi the leader of ISIS. pic.twitter.com/uhK75WeUme— The White House (@WhiteHouse) February 3, 2022 Þyrlur bandaríska hersins lentu í úthverfi bæjarins Atmeh í Idlib-héraði, ekki langt frá landamærunum að Tyrklandi, um miðnætti og kom í kjölfarið til harðra átaka við húsið þar sem al-Qurayshi dvaldi. Þyrlur Bandaríkjahers yfirgáfu staðinn um tveimur tímum eftir að þær komu á staðinn. New York Times greinir frá því að ein þyrla Bandaríkjahers hafi verið skilin eftir á staðnum vegna tæknivandræða og síðar eyðilögð í loftárás Bandaríkjahers til að hún kæmist ekki í hendur uppreisnarmanna. # # _ pic.twitter.com/GXyrr2a2Tw— (@syr_television) February 3, 2022 Biden segir að allir hermenn Bandaríkjahers, sem þátt tóku í aðgerðinni, hafi snúið aftur til baka, heilir á húfi. Qurayshi tók við stjórnartaumunum sem leiðtogi ISIS eftir að Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sjálfan sig í loft upp, auk þriggja barna, í aðgerð sérsveitar Bandaríkjahers ekki langt frá Atmeh í október 2019.
Sýrland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. 3. febrúar 2022 09:36 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. 3. febrúar 2022 09:36