Isavia ANS braut lög þegar 67 ára manni var sagt upp vegna aldurs Eiður Þór Árnason skrifar 2. febrúar 2022 14:25 Starfsmaðurinn starfaði sem verkefnastjóri hjá Isavia ANS. Vísir/Vilhelm Isavia ANS ehf. braut lög um jafna meðferð á vinnumarkaði þegar félagið sagði upp starfsmanni við 67 ára aldur. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að félagið hefði einvörðungu horft til aldurs þegar ákvörðun var tekin um starfslok hans og sú ákvörðun feli því í sér mismunun á grundvelli aldurs. Alþýðusamband Íslands fór með mál Þorgríms Baldurssonar. ASÍ segir úrskurðinn vera fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Í vissum skilningi sé um að ræða grundvallarniðurstöðu í vinnuréttar- og jafnréttismálum sem sýni að óheimilt sé að segja upp fólki sökum aldurs. „Viðbúið er að áhrif úrskurðarins muni verða verulega áþreifanleg á íslenskum vinnumarkaði um ókomna tíð,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. „Við hjá Isavia ANS erum að fara yfir úrskurðinn til að meta áhrif hans. Í fljótu bragði sýnist okkur niðurstaðan snúast um framkvæmd starfsloka í þessu tiltekna máli en ekki starfsaldursregluna sem slíka,“ segir í yfirlýsingu frá Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa Isavia. Taldi að ákvörðunin hafi verið dregin til baka Í ráðningarsamningi Þorgríms var tekið fram að starfslok hans miðuðust við 70 ára aldur eða reglur Isavia á hverjum tíma. Hinn 28. maí 2020 var honum tjáð að stjórn félagsins hefði tekið ákvörðun um að starfslokaaldur hans yrði 67 ár í stað 70 ára í samræmi við nýsamþykktar reglur. Hann hafði þá náð 67 ára aldri í febrúar 2020. Í kjölfarið óskaði Þorgrímur eftir því að fá að sinna starfinu áfram en var tjáð að hann gæti unnið fram að næstu áramótum. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að honum hafi ekki borist skriflegt uppsagnarbréf og því dregið þá ályktun að horfið hafi verið frá fyrirætlunum um að segja honum upp. Þegar hann mætti til vinnu 11. janúar 2021 gat hann ekki stimplað sig inn og fékk í framhaldinu staðfest að hann væri ekki lengur með starf hjá Isavia ANS. Um að ræða almenna aðgerð Isavia ANS segir um að ræða ákvörðun sem hafi verið tekin á grundvelli málefnalegra sjónarmiða. Sérstakar aðstæður hafi verið í þjóðfélaginu á árinu 2020 vegna heimsfaraldurs Covid-19 og félagið staðið frammi fyrir hópuppsögnum starfsmanna og víðtækum hagræðingaraðgerðum. Ákvörðun um styttingu starfsaldurs hafi verið almenn aðgerð til að fækka í starfsmannahópnum sem tók til allra starfsmanna félagsins og þannig hafi verið gætt jafnræðis. Breyting á starfslokaaldri hafi tekið til 28 starfsmanna og á sama tíma hafi 267 öðrum starfsmönnum verið sagt upp störfum. Þar af hafi Isavia ANS frá maí 2020 sagt upp sex starfsmönnum vegna minnkandi flugumferðar en átta starfsmenn látið af störfum hjá kærða sökum aldurs á grundvelli nýju starfsaldursreglnanna. Vísaði frá kröfum um að uppsögnin yrði afturkölluð „Í málinu liggur fyrir að ákvörðun kærða um að færa starfslokaaldur niður úr 70 árum í 67 ár hafði bein áhrif á stöðu kæranda sem var orðinn 67 ára þegar ákvörðunin var tekin og var ástæða þess að hann lét af störfum hjá kærða. Með vísan til þessa verður fallist á að kærandi hafi leitt líkur að því að mismunun á grundvelli aldurs hafi átt sér stað við starfslok hans hjá kærða [samanber lög um jafna meðferð á vinnumarkaði],“ segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Kærunefndin vísaði frá kröfum Þorgríms um að uppsögnin yrði afturkölluð eða Isavia ANS gert að greiða kæranda skaðabætur og miskabætur þar sem ekki væri að finna heimildir í lögum til að verða við slíkum kröfum. Þá taldi nefndin ekki tilefni til að beina fyrirmælum um tilteknar úrbætur til Isavia ANS. Fallist var á kröfu Þorgríms um að félaginu yrði gert að greiða honum 150 þúsund krónur vegna málskostnaðs. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Isavia. Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Alþýðusamband Íslands fór með mál Þorgríms Baldurssonar. ASÍ segir úrskurðinn vera fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Í vissum skilningi sé um að ræða grundvallarniðurstöðu í vinnuréttar- og jafnréttismálum sem sýni að óheimilt sé að segja upp fólki sökum aldurs. „Viðbúið er að áhrif úrskurðarins muni verða verulega áþreifanleg á íslenskum vinnumarkaði um ókomna tíð,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. „Við hjá Isavia ANS erum að fara yfir úrskurðinn til að meta áhrif hans. Í fljótu bragði sýnist okkur niðurstaðan snúast um framkvæmd starfsloka í þessu tiltekna máli en ekki starfsaldursregluna sem slíka,“ segir í yfirlýsingu frá Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa Isavia. Taldi að ákvörðunin hafi verið dregin til baka Í ráðningarsamningi Þorgríms var tekið fram að starfslok hans miðuðust við 70 ára aldur eða reglur Isavia á hverjum tíma. Hinn 28. maí 2020 var honum tjáð að stjórn félagsins hefði tekið ákvörðun um að starfslokaaldur hans yrði 67 ár í stað 70 ára í samræmi við nýsamþykktar reglur. Hann hafði þá náð 67 ára aldri í febrúar 2020. Í kjölfarið óskaði Þorgrímur eftir því að fá að sinna starfinu áfram en var tjáð að hann gæti unnið fram að næstu áramótum. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að honum hafi ekki borist skriflegt uppsagnarbréf og því dregið þá ályktun að horfið hafi verið frá fyrirætlunum um að segja honum upp. Þegar hann mætti til vinnu 11. janúar 2021 gat hann ekki stimplað sig inn og fékk í framhaldinu staðfest að hann væri ekki lengur með starf hjá Isavia ANS. Um að ræða almenna aðgerð Isavia ANS segir um að ræða ákvörðun sem hafi verið tekin á grundvelli málefnalegra sjónarmiða. Sérstakar aðstæður hafi verið í þjóðfélaginu á árinu 2020 vegna heimsfaraldurs Covid-19 og félagið staðið frammi fyrir hópuppsögnum starfsmanna og víðtækum hagræðingaraðgerðum. Ákvörðun um styttingu starfsaldurs hafi verið almenn aðgerð til að fækka í starfsmannahópnum sem tók til allra starfsmanna félagsins og þannig hafi verið gætt jafnræðis. Breyting á starfslokaaldri hafi tekið til 28 starfsmanna og á sama tíma hafi 267 öðrum starfsmönnum verið sagt upp störfum. Þar af hafi Isavia ANS frá maí 2020 sagt upp sex starfsmönnum vegna minnkandi flugumferðar en átta starfsmenn látið af störfum hjá kærða sökum aldurs á grundvelli nýju starfsaldursreglnanna. Vísaði frá kröfum um að uppsögnin yrði afturkölluð „Í málinu liggur fyrir að ákvörðun kærða um að færa starfslokaaldur niður úr 70 árum í 67 ár hafði bein áhrif á stöðu kæranda sem var orðinn 67 ára þegar ákvörðunin var tekin og var ástæða þess að hann lét af störfum hjá kærða. Með vísan til þessa verður fallist á að kærandi hafi leitt líkur að því að mismunun á grundvelli aldurs hafi átt sér stað við starfslok hans hjá kærða [samanber lög um jafna meðferð á vinnumarkaði],“ segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Kærunefndin vísaði frá kröfum Þorgríms um að uppsögnin yrði afturkölluð eða Isavia ANS gert að greiða kæranda skaðabætur og miskabætur þar sem ekki væri að finna heimildir í lögum til að verða við slíkum kröfum. Þá taldi nefndin ekki tilefni til að beina fyrirmælum um tilteknar úrbætur til Isavia ANS. Fallist var á kröfu Þorgríms um að félaginu yrði gert að greiða honum 150 þúsund krónur vegna málskostnaðs. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Isavia.
Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent