Saman til heilsueflingar Sigrún V. Heimisdóttir, Katrín Ösp Jónsdóttir og Inga Dagný Eydal skrifa 2. febrúar 2022 14:31 Umræða um álagsáhrif og minnkandi úthald ákveðinna hópa, hefur verið áberandi í samfélaginu undanfarið. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO varar við flótta úr framlínustörfum í heilbrigðisþjónustu vegna álags og veikinda starfsfólks og mögulegt er að slíkt gæti einnig átt við um aðrar starfsstéttir. Oft þegar álagi linnir koma afleiðingarnar fram t.d. í líkamlegri- og sálrænni þreytu og jafnvel breytingum á hegðun. Langflestir komast þó í gegnum álagstíma án langvarandi neikvæðra afleiðinga og mikilvægt er að hafa það í huga. Aðrir upplifa lítinn kraft eftir, til uppbyggingar og eiga hættu á langtíma afleiðingum á heilsu og lífsgæði. Einkenni geta birst í breytingu á hegðun og þátttöku í daglegu lífi og þau geta verið dulin. Líkamleg einkenni geta m.a. komið fram sem þróttleysi, þreyta, meltingaróþægindi, vöðvabólga eða verkir. Sálræn einkenni svo sem breytingar á skapi, tilfinningalegu jafnvægi, einbeitingu og minni eru algeng. Við drögum okkur í hlé, finnum afsakanir og hörfum inn í heim sem krefst ekki mikils af okkur. Höfum kannski ekki mikið að gefa hvort sem er. Afleiðingar langvarandi álags og streitu þar sem við upplifum litla stjórn, geta komið fram í alvarlegum veikindum. Mikilvægast er að hunsa ekki merkin sem líkaminn og taugakerfið senda okkur og muna hvað við skiptum miklu máli. Að huga að okkur sjálfum. Við eigum líklega flest allskonar bjargráð í pokahorninu. Til dæmis er gott er að tala við þá sem við treystum s.s. fjölskyldumeðlimi eða vini. Huga að lífsstílnum, halda rútínu og sköpun og iðja skiptir einnig miklu máli. Ef við þurfum frekari stuðning þá er mikilvægt að leita sér aðstoðar. Við viljum leggja okkar af mörkum og bjóða starfsfólki í heilbrigðisþjónustu og í skólum, á Akureyri, á stuðningsfundi þar sem rætt verður um áhrif langvarandi álags, hvernig við getum þekkt viðvörunarmerkin og brugðist við. Unnið verður með sjálfsumhyggju, rætt um hugtakið „samúðarþreytu“og hvað er hjálplegt til varnar neikvæðum áhrifum álags á heilsu og líðan. Fundirnir verða í sal Heilsu og sálfræðiþjónustunnar á Akureyri þann 9. og 10. febrúar nk. kl. 17:00. Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðunni www.heilsaogsal.is. Heilbrigðisstarfsfólk sem og aðrar fjölmennar stéttir sem vinna við að hlúa að öðru fólki eru sérfræðingar í eigin starfsumhverfi og mikilvægt að rödd þessara hópa heyrist. Því hvetjum við til samtals um það hvað er hjálplegt til varnar neikvæðum áhrifum álags og til eflingar heilsu og lífsgæða. Tökum höndum saman, tölum saman og verið velkomin á stuðningsfund! Fh. streituteymis Heilsu og sálfræðiþjónustunnarSigrún V. Heimisdóttir, sálfræðingurKatrín Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingurInga Dagný Eydal, hjúkrunarfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Akureyri Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Umræða um álagsáhrif og minnkandi úthald ákveðinna hópa, hefur verið áberandi í samfélaginu undanfarið. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO varar við flótta úr framlínustörfum í heilbrigðisþjónustu vegna álags og veikinda starfsfólks og mögulegt er að slíkt gæti einnig átt við um aðrar starfsstéttir. Oft þegar álagi linnir koma afleiðingarnar fram t.d. í líkamlegri- og sálrænni þreytu og jafnvel breytingum á hegðun. Langflestir komast þó í gegnum álagstíma án langvarandi neikvæðra afleiðinga og mikilvægt er að hafa það í huga. Aðrir upplifa lítinn kraft eftir, til uppbyggingar og eiga hættu á langtíma afleiðingum á heilsu og lífsgæði. Einkenni geta birst í breytingu á hegðun og þátttöku í daglegu lífi og þau geta verið dulin. Líkamleg einkenni geta m.a. komið fram sem þróttleysi, þreyta, meltingaróþægindi, vöðvabólga eða verkir. Sálræn einkenni svo sem breytingar á skapi, tilfinningalegu jafnvægi, einbeitingu og minni eru algeng. Við drögum okkur í hlé, finnum afsakanir og hörfum inn í heim sem krefst ekki mikils af okkur. Höfum kannski ekki mikið að gefa hvort sem er. Afleiðingar langvarandi álags og streitu þar sem við upplifum litla stjórn, geta komið fram í alvarlegum veikindum. Mikilvægast er að hunsa ekki merkin sem líkaminn og taugakerfið senda okkur og muna hvað við skiptum miklu máli. Að huga að okkur sjálfum. Við eigum líklega flest allskonar bjargráð í pokahorninu. Til dæmis er gott er að tala við þá sem við treystum s.s. fjölskyldumeðlimi eða vini. Huga að lífsstílnum, halda rútínu og sköpun og iðja skiptir einnig miklu máli. Ef við þurfum frekari stuðning þá er mikilvægt að leita sér aðstoðar. Við viljum leggja okkar af mörkum og bjóða starfsfólki í heilbrigðisþjónustu og í skólum, á Akureyri, á stuðningsfundi þar sem rætt verður um áhrif langvarandi álags, hvernig við getum þekkt viðvörunarmerkin og brugðist við. Unnið verður með sjálfsumhyggju, rætt um hugtakið „samúðarþreytu“og hvað er hjálplegt til varnar neikvæðum áhrifum álags á heilsu og líðan. Fundirnir verða í sal Heilsu og sálfræðiþjónustunnar á Akureyri þann 9. og 10. febrúar nk. kl. 17:00. Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðunni www.heilsaogsal.is. Heilbrigðisstarfsfólk sem og aðrar fjölmennar stéttir sem vinna við að hlúa að öðru fólki eru sérfræðingar í eigin starfsumhverfi og mikilvægt að rödd þessara hópa heyrist. Því hvetjum við til samtals um það hvað er hjálplegt til varnar neikvæðum áhrifum álags og til eflingar heilsu og lífsgæða. Tökum höndum saman, tölum saman og verið velkomin á stuðningsfund! Fh. streituteymis Heilsu og sálfræðiþjónustunnarSigrún V. Heimisdóttir, sálfræðingurKatrín Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingurInga Dagný Eydal, hjúkrunarfræðingur
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar