Innlent

Yfir­gnæfandi meiri­hluti hlynntur bólu­setningum barna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára hófust aftur í Laugardalshöll í dag.
Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára hófust aftur í Laugardalshöll í dag. Vísir/Vilhelm.

Um sjötíu og fimm prósent landsmanna eru hlynntir því að bólusetja yngsta aldurshópinn, fimm til ellefu ára börn, gegn Covid-19.

Þetta kemur fram í nýrri Maskínukönnun. Um fjórtán prósent segjast vera í meðallagi hlynnt bólusetningum barna en einungis ellefu prósent eru þeim andvíg.

49,3 prósent segjast vera mjög hlynnt bólusetningum barna og 25 prósent segjast vera frekar hlynnt bólusetningum barna.

Stuðningurinn eykst með hækkandi aldri. Ríflega 60 prósent fólks á aldrinum 18-29 ára segjast hlynnt bólusetningum barna en stuðningurinn fer upp í 86 prósent hjá fólki yfir sextugu.

Um sjötíu og fimm prósent landsmanna eru hlynntir því að bólusetja yngsta aldurshópinn, fimm til ellefu ára börn, gegn Covid-19.


Tengdar fréttir

Aðeins þrjár vikur á milli bólusetninga

Aðeins þrjár vikur verða látnar líða á milli fyrri og seinni bólusetningar hjá börnum á aldrinum 5 til 11 ára gegn kórónuveirunnar vegna mikillar útbreiðslu veirunnar. Seinni bólusetning grunnskólabarna á höfuðborgarsvæðinu hefst eftir helgina.

Vonar að út­breidd smit veiti góða vörn fyrir nýjum af­brigðum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að öllum sóttvarnaaðgerðum sem eru í gildi innanlands verði búið að aflétta um miðjan marsmánuð. Hann segir að mikilvægt sé að taka smá skref í afléttingum svo ekki komi of stórt bakslag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×