Þung staða á húsnæðismarkaði: „Þurfum að huga meira að framboðshliðinni“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. janúar 2022 19:44 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Svört staða er uppi á húsnæðismarkaði nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og framboð á íbúðum sjaldan verið minna. Fjármálaráðherra segir þetta áhyggjuefni, ekki síst með tilliti til tekjulægri einstaklinga. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. Húsnæðisliðurinn vegur einna þyngst en á sama tíma og greiðslubyrði lána hefur hækkað um allt að 14 prósent hefur meðalíbúðaverð hækkað á höfuðborgarsvæðinu hækkað verulega. Til að taka þetta saman þá hefur meðalkaupverð í borginni farið úr því að vera 63,2 milljónir í október, í 68,2 milljónir í desember - sem þýðir fimm milljón króna hækkun á tveimur mánuðum, að því er kemur fram í tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofun. 44 prósent íbúða seldust yfir ásettu verði. Á sama tíma hefur framboð sjaldan verið minna, en fyrstu vikuna í janúar voru 487 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu á meðan þær voru 2.200 talsins fyrir tveimur árum. Þá hafa ekki færri íbúðir verið í byggingu frá árinu 2017. „Ég held að við þurfum að huga meira að framboðshliðinni á húsnæðismarkaði en eftirspurnarhliðinni. Margt af því sem hefur verið gert undanfarin ár hefur verið til þess fallið að auka aðgengi að húsnæði og mögulega átt þátt í því að húsnæðisverðið hefur verið að hækka. Nú þegar það er horft fram á við þá finnst okkur að það mætti vera meira í pípunum á framboðshliðinni og ég held að menn ættu að beina sjónum sínum að því,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Þá sé lítið hægt að bregðast við hinni alþjóðlegu verðbólgu sem sé að skila sér til Íslands, með tilheyrandi verðhækkunum. „Það er ekkert enn sem komið er sem bendir til þess að séu mikil vandræði fram undan. Þetta eru hættumerki sem við verðum að fylgjast vel með og gaumgæfa mjög vandlega hvað er skynsamlegt að gera, hvað er hægt að gera sem skilar árangri og eins og alltaf þegar verðbólgan á í hlut þá er það svona tekjulægra fólk sem fyrst mun finna fyrir áhrifunum og það er áhyggjuefni,“ segir Bjarni. Neytendur Húsnæðismál Byggingariðnaður Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. Húsnæðisliðurinn vegur einna þyngst en á sama tíma og greiðslubyrði lána hefur hækkað um allt að 14 prósent hefur meðalíbúðaverð hækkað á höfuðborgarsvæðinu hækkað verulega. Til að taka þetta saman þá hefur meðalkaupverð í borginni farið úr því að vera 63,2 milljónir í október, í 68,2 milljónir í desember - sem þýðir fimm milljón króna hækkun á tveimur mánuðum, að því er kemur fram í tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofun. 44 prósent íbúða seldust yfir ásettu verði. Á sama tíma hefur framboð sjaldan verið minna, en fyrstu vikuna í janúar voru 487 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu á meðan þær voru 2.200 talsins fyrir tveimur árum. Þá hafa ekki færri íbúðir verið í byggingu frá árinu 2017. „Ég held að við þurfum að huga meira að framboðshliðinni á húsnæðismarkaði en eftirspurnarhliðinni. Margt af því sem hefur verið gert undanfarin ár hefur verið til þess fallið að auka aðgengi að húsnæði og mögulega átt þátt í því að húsnæðisverðið hefur verið að hækka. Nú þegar það er horft fram á við þá finnst okkur að það mætti vera meira í pípunum á framboðshliðinni og ég held að menn ættu að beina sjónum sínum að því,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Þá sé lítið hægt að bregðast við hinni alþjóðlegu verðbólgu sem sé að skila sér til Íslands, með tilheyrandi verðhækkunum. „Það er ekkert enn sem komið er sem bendir til þess að séu mikil vandræði fram undan. Þetta eru hættumerki sem við verðum að fylgjast vel með og gaumgæfa mjög vandlega hvað er skynsamlegt að gera, hvað er hægt að gera sem skilar árangri og eins og alltaf þegar verðbólgan á í hlut þá er það svona tekjulægra fólk sem fyrst mun finna fyrir áhrifunum og það er áhyggjuefni,“ segir Bjarni.
Neytendur Húsnæðismál Byggingariðnaður Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira