Lögregla fjarlægði mótmælendur úr Kringlunni Smári Jökull Jónsson skrifar 30. janúar 2022 16:48 Mótmælendurnir voru grímuklæddir og voru fjarlægðir af lögreglu. Aðsend Lögregla var kölluð í Kringluna í dag vegna grímuklæddra mótmælenda sem þar höfðu safnast saman. Nafnlaus póstur var sendur út fyrr í dag þar sem boðað var til mótmæla vegna sóttvarna. Að sögn lögreglu óskaði Kringlan eftir því að mótmælendurnir yrðu fjarlægðir. „Kringlan ræður því hverjir eru þarna inni, þeir óskuðu eftir því að þeir yrðu fjarlægðir og við urðum við þeirri ósk,“ sagði vakthafandi lögreglumaður í samtali við fréttastofu. Hann sagði að málið yrði skoðað betur eftir helgina en sagði að engir eftirmálar hefðu orðið af hálfu lögreglu enn sem komið er. Að sögn Sigurjóns Þórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, sagði hann að vakthafandi gæsla Kringlunnar kallaði ítrekað til lögreglu ef þeir teldu þörf á. „Þeir hafa metið það að þetta hafi haft truflandi áhrif á gesti og starfsemi hússins,“ sagði Sigurjón þegar fréttastofa heyrði í honum hljóðið nú á fimmta tímanum. Mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Í pósti sem barst fréttastofu vísa mótmælendur í kvikmyndina V for Vendetta og segja að um hafi verið að ræða „friðsæl mótmæli gegn ofríki, harðstjórn, einræði, þöggun og spillingu.“ Mótmælendur báru grímur sem koma fyrir í myndinni. Þar kemur einnig fram að borgaraleg óhlýðni sé ekki aðeins mikilvæg heldur nauðsynleg. Þá er spurt hvenær almenningi hafi verið gefinn kostur á að taka þátt í ákvörðunum um sóttvarnir og að ríkið sé komið á hálan ís þegar hið opinbera hefur ítrekað tekið sér vald yfir lífi og heilsu borgarans. Stórum spurningum sé ósvarað nú þegar stjórnvöld hafa gefið út aðgerðaáætlun til afléttingar sóttvarnaaðgerða og horft sé yfir farinn veg. Ekki er ljóst hversu lengi mótmælin stóðu yfir en ljóst er að þau hafa vakið athygli gesta. Kringlan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Að sögn lögreglu óskaði Kringlan eftir því að mótmælendurnir yrðu fjarlægðir. „Kringlan ræður því hverjir eru þarna inni, þeir óskuðu eftir því að þeir yrðu fjarlægðir og við urðum við þeirri ósk,“ sagði vakthafandi lögreglumaður í samtali við fréttastofu. Hann sagði að málið yrði skoðað betur eftir helgina en sagði að engir eftirmálar hefðu orðið af hálfu lögreglu enn sem komið er. Að sögn Sigurjóns Þórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, sagði hann að vakthafandi gæsla Kringlunnar kallaði ítrekað til lögreglu ef þeir teldu þörf á. „Þeir hafa metið það að þetta hafi haft truflandi áhrif á gesti og starfsemi hússins,“ sagði Sigurjón þegar fréttastofa heyrði í honum hljóðið nú á fimmta tímanum. Mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Í pósti sem barst fréttastofu vísa mótmælendur í kvikmyndina V for Vendetta og segja að um hafi verið að ræða „friðsæl mótmæli gegn ofríki, harðstjórn, einræði, þöggun og spillingu.“ Mótmælendur báru grímur sem koma fyrir í myndinni. Þar kemur einnig fram að borgaraleg óhlýðni sé ekki aðeins mikilvæg heldur nauðsynleg. Þá er spurt hvenær almenningi hafi verið gefinn kostur á að taka þátt í ákvörðunum um sóttvarnir og að ríkið sé komið á hálan ís þegar hið opinbera hefur ítrekað tekið sér vald yfir lífi og heilsu borgarans. Stórum spurningum sé ósvarað nú þegar stjórnvöld hafa gefið út aðgerðaáætlun til afléttingar sóttvarnaaðgerða og horft sé yfir farinn veg. Ekki er ljóst hversu lengi mótmælin stóðu yfir en ljóst er að þau hafa vakið athygli gesta.
Kringlan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira