„Viljum ekki standa í vegi fyrir þróun okkar leikmanna og þjálfara almennt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2022 08:01 Jóhannes Karl er ekki lengur þjálfari ÍA. vísir/bára Eggert Ingólfur Herbertsson, formaður knattspyrnudeildar ÍA, segir félagið ekki vilja standa í vegi fyrir þróun leikmanna eða þjálfara félagsins. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 977 í gær. Jóhannes Karl Guðjónsson var á dögunum ráðinn sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. Í kjölfarið sagði hann starfi sínu sem þjálfari ÍA í efstu deild karla lausu. ÍA er því nú í þjálfaraleit en samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins vill það ekki standa í vegi fyrir frama leikmanna né þjálfara þess. Eggert Ingólfur ræddi við þá Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson í gær. „Við heyrðum slúður í fjölmiðlum fyrir þremur vikum síðan. Formaður Knattspyrnusambands Íslands hefur samband við okkur á þriðjudaginn í þar síðustu viku og biður um heimild að ræða við Jóhannes Karl, við að sjálfsögðu veitum þá heimild. Þetta klárast ekki fyrr en um hádegi á miðvikudaginn var og við tilkynnum leikmönnum þetta síðdegis sama dag.“ „Við viljum ekki standa í vegi fyrir fólki sem villa taka skref sem það telur vera fram á við. Mér persónulega fannst Jóhannes Karl vera í besta starfi í íslenskum fótbolta, ef til vill eru ekki allir sammála því,“ sagði Eggert Ingólfur við þá Elvar Geir og Benedikt Bóas en hann staðfesti einnig að í samningi Jóhannes Karls hafi veri klásúla þess efnis að þjálfarinn hafi mátt ræða við KSÍ ef til þess kæmi. „Þetta var mjög fagmannlega gert af hálfu KSÍ, tímasetningin er hins vegar vissulega vond eins og við vitum öll. KSÍ var mjög faglegt og formaður KSÍ, hún er ekki að fá mikið hól í fjölmiðlum, ég get alveg hælt henni fyrir okkar samskipti, þau voru mjög góð og fagleg,“ sagði Eggert Ingólfur um samskipti sín og Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns KSÍ. Eggert Ingólfur staðfesti að endingu að KSÍ þurfi að borga ÍA til að losa Jóhannes Karl undan samningi en hann hafi þó ekki viljað gefa upp hversu há upphæðin var. Þá óskaði hann Jóhannesi Karli góðs gengis í nýju starfi og sagði styttast í að ÍA myndi tilkynna eftirmann hans. Pepsi Max deildir karla og kvenna eru á Stöð 2 Sport. Deildirnar eru hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA X977 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson var á dögunum ráðinn sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. Í kjölfarið sagði hann starfi sínu sem þjálfari ÍA í efstu deild karla lausu. ÍA er því nú í þjálfaraleit en samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins vill það ekki standa í vegi fyrir frama leikmanna né þjálfara þess. Eggert Ingólfur ræddi við þá Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson í gær. „Við heyrðum slúður í fjölmiðlum fyrir þremur vikum síðan. Formaður Knattspyrnusambands Íslands hefur samband við okkur á þriðjudaginn í þar síðustu viku og biður um heimild að ræða við Jóhannes Karl, við að sjálfsögðu veitum þá heimild. Þetta klárast ekki fyrr en um hádegi á miðvikudaginn var og við tilkynnum leikmönnum þetta síðdegis sama dag.“ „Við viljum ekki standa í vegi fyrir fólki sem villa taka skref sem það telur vera fram á við. Mér persónulega fannst Jóhannes Karl vera í besta starfi í íslenskum fótbolta, ef til vill eru ekki allir sammála því,“ sagði Eggert Ingólfur við þá Elvar Geir og Benedikt Bóas en hann staðfesti einnig að í samningi Jóhannes Karls hafi veri klásúla þess efnis að þjálfarinn hafi mátt ræða við KSÍ ef til þess kæmi. „Þetta var mjög fagmannlega gert af hálfu KSÍ, tímasetningin er hins vegar vissulega vond eins og við vitum öll. KSÍ var mjög faglegt og formaður KSÍ, hún er ekki að fá mikið hól í fjölmiðlum, ég get alveg hælt henni fyrir okkar samskipti, þau voru mjög góð og fagleg,“ sagði Eggert Ingólfur um samskipti sín og Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns KSÍ. Eggert Ingólfur staðfesti að endingu að KSÍ þurfi að borga ÍA til að losa Jóhannes Karl undan samningi en hann hafi þó ekki viljað gefa upp hversu há upphæðin var. Þá óskaði hann Jóhannesi Karli góðs gengis í nýju starfi og sagði styttast í að ÍA myndi tilkynna eftirmann hans. Pepsi Max deildir karla og kvenna eru á Stöð 2 Sport. Deildirnar eru hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deildir karla og kvenna eru á Stöð 2 Sport. Deildirnar eru hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA X977 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira