Hákon Gunnarsson í 1.-2. sæti hjá Samfylkingunni í Kópavogi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2022 08:18 Hákon Gunnarsson sækist eftir 1.-2. sæti í forvali Samfylkingarinnar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Kópavogi. Aðsend Hákon Gunnarsson hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig fram í forvali Samfylkingarinnar í forvali fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor og gefur hann kost á sér í 1.-2. sæti. Hákon er fæddur og uppalinn í Kópavogi og segir hann í tilkynningu að foreldrar hans hafi verið meðal frumbyggjanna í bænum og hafi tekið virkan þátt í mótun samfélagsins þar. Hann hafi um áratugaskeið verið virkur í knattspyrnudeild Breiðabliks, spilað þar og starfað. Hákon hefur komið víða við í íslensku viðskiptalífi. Hann var í framkvæmdastjórn í HM 1995 sem haldið var á Íslandi, framkvæmdastjóri Samsölubakarís og fjármálastjóri hjá Íslenska járnblendifélaginu. Þá var hann framkvæmdastjóri Íslenskra getrauna á tímabili og frá aldamótum komið að stefnumótunarráðgjöf hjá fyrirtækjum og stofnunum, lengst af hjá IMG/Capacent. „Kópavogur stendur á tímamótum. Í stað vaxtar og landnáms með tilheyrandi fólksfjölgun er kominn tími á að huga að innviðum og samfélagsuppbyggingu. Eldri hverfi bæjarins þarfnast endurskipulagningar frá grunni. Það gengur ekki lengur í nútímasamfélagi að beita sömu aðferðafræði við þéttingu byggðar og endurskipulagningu eldri hverfa í bænum og var gert þegar byggð var brotin í austurátt,“ skrifar Hákon í tilkynningu sinni. Hann segist lengi hafa tekið þátt í starfi grasrótarsamtakanna Vinir Kópavogs. Meðal baráttumála samtakanna hafi verið að fram fari hönnunarsamkeppni um skipulag í miðbæ Kópavogs, sem meirihluti Kópavogsbúa séu hlynntir. „Örlítill minnihluti Kópavogsbúa eru sammála þeirri aðferðafræði sem núverandi meirihluti ákvað að fara. Hún var sú að afhenda skipulagsvaldið til þóknanlegs verktaka og fyrsta hugmynd hans um heildarskipulag í þessari mikilvægu staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu var látin gilda og samþykkt 6-5 í bæjarstjórn,“ segir Hákon. „Það þarf ekki eingöngu að vinda ofan af þessari ákvörðun. Það þarf algerlega að kúvenda allri aðferðafræði og stjórnunarháttum í stjórn og rekstri bæjarfélagsins. Til þess er Samfylkingin reiðubúin – til þess er ég reiðubúinn og býð því fram krafta mína til að leiða slíka vinnu.“ Kópavogur Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Hákon er fæddur og uppalinn í Kópavogi og segir hann í tilkynningu að foreldrar hans hafi verið meðal frumbyggjanna í bænum og hafi tekið virkan þátt í mótun samfélagsins þar. Hann hafi um áratugaskeið verið virkur í knattspyrnudeild Breiðabliks, spilað þar og starfað. Hákon hefur komið víða við í íslensku viðskiptalífi. Hann var í framkvæmdastjórn í HM 1995 sem haldið var á Íslandi, framkvæmdastjóri Samsölubakarís og fjármálastjóri hjá Íslenska járnblendifélaginu. Þá var hann framkvæmdastjóri Íslenskra getrauna á tímabili og frá aldamótum komið að stefnumótunarráðgjöf hjá fyrirtækjum og stofnunum, lengst af hjá IMG/Capacent. „Kópavogur stendur á tímamótum. Í stað vaxtar og landnáms með tilheyrandi fólksfjölgun er kominn tími á að huga að innviðum og samfélagsuppbyggingu. Eldri hverfi bæjarins þarfnast endurskipulagningar frá grunni. Það gengur ekki lengur í nútímasamfélagi að beita sömu aðferðafræði við þéttingu byggðar og endurskipulagningu eldri hverfa í bænum og var gert þegar byggð var brotin í austurátt,“ skrifar Hákon í tilkynningu sinni. Hann segist lengi hafa tekið þátt í starfi grasrótarsamtakanna Vinir Kópavogs. Meðal baráttumála samtakanna hafi verið að fram fari hönnunarsamkeppni um skipulag í miðbæ Kópavogs, sem meirihluti Kópavogsbúa séu hlynntir. „Örlítill minnihluti Kópavogsbúa eru sammála þeirri aðferðafræði sem núverandi meirihluti ákvað að fara. Hún var sú að afhenda skipulagsvaldið til þóknanlegs verktaka og fyrsta hugmynd hans um heildarskipulag í þessari mikilvægu staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu var látin gilda og samþykkt 6-5 í bæjarstjórn,“ segir Hákon. „Það þarf ekki eingöngu að vinda ofan af þessari ákvörðun. Það þarf algerlega að kúvenda allri aðferðafræði og stjórnunarháttum í stjórn og rekstri bæjarfélagsins. Til þess er Samfylkingin reiðubúin – til þess er ég reiðubúinn og býð því fram krafta mína til að leiða slíka vinnu.“
Kópavogur Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira