Skora á stjórnvöld að líta upp úr minnisblöðum sóttvarnarlæknis Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2022 16:39 Afstaða og Fangavarðafélag Íslands hafa sent áskorun til yfirvalda vegna ástandsins í fangelsum landsins en tilefnið var árás fanga á fangavörð í fangelsinu á Hólmsheiði um síðustu helgi. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Afstöðu, félags fanga á Íslandi, skora á stjórnvöld að líta upp úr minnisblöðum sóttvarnarlæknis og skoða stöðuna víðar í samfélaginu. Félagið tekur undir áhyggjur Fangavarðafélags Íslands um að ástandið í fangelsum landsins þarfnist umbóta. Í áskorun til yfirvalda, sem send er vegna árásar fanga á fangavarðar um síðustu helgi, segir Afstaða að það sé réttmæt og nauðsynleg krafa að breytingar verði gerðar á vistun fólks sem glímir við geðræn veikindi. Jafnvel þurfi að útbúa sérstakt úrræði fyrir þá fanga sem teljast of hættulegir fyrir vistun á geðdeild en séu of veikir til að afplána refsingu í hefðbundnu fangelsi. „Veikt fólk í fangelsum getur orðið mjög hættulegt sér, samföngum og starfsfólki. Ítrekað hefur það komið upp að andlega veikt fólk ráðist á og veiti öðrum áverka. Bæði Afstaða og geðheilsuteymi fangelsanna hafa haft verulegar áhyggjur enda hefur þessum tilvikum fjölgað á umliðnum árum. Þá hafa Afstaða og fangaverðir í langan tíma bent á að öryggi og aðbúnaði í fangelsum væri ábótavant þar sem andlega veiku fólki hefur fjölgað í fangelsum landsins auk þess að vímuefnavandinn er stjórnlaus á Litla-Hrauni,“ segir í áskoruninni. Þar segir enn fremur að lög um fullnustu refsinga segi að hún eigi að fara fram með öruggum og skilvirkum hætti. Staðan sé ekki þannig í dag. Fangavarðafélag Íslands hefur sent áskorun til yfirvalda vegna ástandsins en tilefnið var árás fanga á fangavörð í fangelsinu á Hólmsheiði um síðustu helgi. „Það er krafa Fangavarðafélags Íslands að verulegar breytingar verði að eiga sér stað á vistun einstaklinga sem eiga við geðræn veikindi. Slíkir einstaklingar eru bæði starfsfólki fangelsanna og öðrum föngum hættulegir. Ítrekað hefur það komið upp í fangelsum að andlega veikir einstaklingar ráðist á og veiti öðrum áverka. Bæði starfsfólki og samföngum,“ segir meðal annars í áskoruninni. Afstaða hefur sent sambærilega áskorun á yfirvöld þar sem segir að fangelsi séu undirmönnuð, fagfólki hafi fækkað og fangaverðir hafi hvorki menntun né þjálfun til að meðhöndla andlega veikt fólk. Á sama tíma neiti geðdeildir að taka við föngum sem glíma við geðræn veikindi. Félagið segir álagið á starfsfólk fangelsanna sé gríðarlegt og veikindi, vanlíðan og starfsleiði séu orðin áberandi. „Afstaða skorar á stjórnvöld að líta upp úr minnisblöðum sóttvarnarlæknis og skoða stöðuna víðar í samfélaginu. Það þarf að stíga inn í fangelsin og leysa úr þeirri stöðu sem komin er upp. Það þarf að tryggja öryggi í fangelsunum til þess að ná markmiði laga um fullnustu refsinga,“ segir í yfirlýsingu Afstöðu. Þá segir þar að félagið meti það svo að dómsmálaráðherra ætti að skipa nefnd með fulltrúum ráðuneyta dómsmála og heilbrigðis, Fangelsismálastofnunar, Afstöðu, fangapresti, fangavarðafélaginu, Vernd og geðheilsuteyminu til að fara yfir stöðuna og leggja til úrbætur. Áskorun Afstöðu í heild sinni: Afstaða, félag fanga á Íslandi, harmar þann atburð sem átti sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði laugardaginn 15. janúar síðastliðinn en þá réðst fangi að fangavörðum með alvarlegum afleiðingum. Það er réttmæt og nauðsynleg krafa að verulegar breytingar verði gerðar á vistun fólks sem glímir við geðræn veikindi og jafnvel að ráðist verði í að útbúa sérstakt úrræði fyrir þá fanga sem teljast of hættulegir fyrir vistun á geðdeild en eru of veikir til að afplána refsingu sína í hefðbundnu fangelsi. Afstaða hefur mjög ákveðnar hugmyndir um það hvernig hægt er að leysa málið án þess að það kosti meira en fyrirhugaðar framkvæmdir á fangelsinu Litla-Hrauni. Veikt fólk í fangelsum getur orðið mjög hættulegt sér, samföngum og starfsfólki. Ítrekað hefur það komið upp að andlega veikt fólk ráðist á og veiti öðrum áverka. Bæði Afstaða og geðheilsuteymi fangelsanna hafa haft verulegar áhyggjur enda hefur þessum tilvikum fjölgað á umliðnum árum. Þá hafa Afstaða og fangaverðir í langan tíma bent á að öryggi og aðbúnaði í fangelsum væri ábótavant þar sem andlega veiku fólki hefur fjölgað í fangelsum landsins auk þess að vímuefnavandinn er stjórnlaus á Litla-Hrauni. Í fyrstu grein í lögum um fullnustu refsinga segir: „Markmið laga þessara er að fullnusta refsinga fari fram með öruggum og skilvirkum hætti og að sérstök og almenn varnaðaráhrif refsinga séu virk“. Með þessu er verið að segja að það eigi að tryggja öruggt vinnuumhverfi innan fangelsanna og að allur aðbúnaður eigi að styðja við að markmið laganna náist. Þannig er staðan ekki í dag. Fangelsi landsins eru undirmönnuð, fagfólki hefur verið fækkað og fangaverðir hafa hvorki menntun né þjálfun til að meðhöndla andlega veikt fólk. Endurmenntun er engin og vilji virðist ekki vera til að færa nám fangavarða á háskólastig, til dæmis með því að samtvinna það námi í lögreglufræðum. Á sama tíma neita geðdeildir að taka við föngum sem glíma við geðræn veikindi. Álagið sem skapast á starfsfólk fangelsanna er gríðarlegt og nú er svo komið að veikindi, vanlíðan og starfsleiði eru orðin áberandi sem einnig leiðir til þess að ekki er unnt að tryggja öryggi fanga og starfsfólks. Afstaða skorar á stjórnvöld að líta upp úr minnisblöðum sóttvarnarlæknis og skoða stöðuna víðar í samfélaginu. Það þarf að stíga inn í fangelsin og leysa úr þeirri stöðu sem komin er upp. Það þarf að tryggja öryggi í fangelsunum til þess að ná markmiði laga um fullnustu refsinga. Að mati Afstöðu ætti dómsmálaráðherra þegar í stað að skipa nefnd með fulltrúum ráðuneyta dómsmála og heilbrigðis og einnig Fangelsismálastofnunar, Afstöðu, fangapresti, fangavarðafélaginu, Vernd og geðheilsuteyminu til þess að fara yfir málið og koma mjög fljótlega með tillögur að úrbótum í fangelsiskerfinu þegar kemur að andlega veiku fólki. Fangelsismál Geðheilbrigði Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Fangaverðir með beinbrot og höfuðáverka eftir alvarlega líkamsárás Tveir fangaverðir í fangelsinu á Hólmsheiði urðu fyrir alvarlegri líkamsárás um síðustu helgi þegar fangi réðst að þeim. 19. janúar 2022 06:52 Segja aðgerðir í fangelsum ekki í takt við aðgerðir annarsstaðar Stjórn Afstöðu, félags fanga á Íslandi, skorar á fangelsisyfirvöld til að hleypa föngum sem eru komnir á reynslulausnartíma úr haldi. Stjórnin segir að á sama tíma og verið sé að ræða um afléttingar sóttvarnartakmarkana hér á landi sé sama sjónarmið ekki gildandi innan veggja fangelsa Íslands. 26. janúar 2022 16:52 Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni Komið er upp hópsmit í fangelsinu að Litla Hrauni. Fangar eru afar ósáttir við þær sóttvarnaaðgerðir sem verið er að grípa til og sætta sig illa við einangrun. 26. janúar 2022 10:25 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Í áskorun til yfirvalda, sem send er vegna árásar fanga á fangavarðar um síðustu helgi, segir Afstaða að það sé réttmæt og nauðsynleg krafa að breytingar verði gerðar á vistun fólks sem glímir við geðræn veikindi. Jafnvel þurfi að útbúa sérstakt úrræði fyrir þá fanga sem teljast of hættulegir fyrir vistun á geðdeild en séu of veikir til að afplána refsingu í hefðbundnu fangelsi. „Veikt fólk í fangelsum getur orðið mjög hættulegt sér, samföngum og starfsfólki. Ítrekað hefur það komið upp að andlega veikt fólk ráðist á og veiti öðrum áverka. Bæði Afstaða og geðheilsuteymi fangelsanna hafa haft verulegar áhyggjur enda hefur þessum tilvikum fjölgað á umliðnum árum. Þá hafa Afstaða og fangaverðir í langan tíma bent á að öryggi og aðbúnaði í fangelsum væri ábótavant þar sem andlega veiku fólki hefur fjölgað í fangelsum landsins auk þess að vímuefnavandinn er stjórnlaus á Litla-Hrauni,“ segir í áskoruninni. Þar segir enn fremur að lög um fullnustu refsinga segi að hún eigi að fara fram með öruggum og skilvirkum hætti. Staðan sé ekki þannig í dag. Fangavarðafélag Íslands hefur sent áskorun til yfirvalda vegna ástandsins en tilefnið var árás fanga á fangavörð í fangelsinu á Hólmsheiði um síðustu helgi. „Það er krafa Fangavarðafélags Íslands að verulegar breytingar verði að eiga sér stað á vistun einstaklinga sem eiga við geðræn veikindi. Slíkir einstaklingar eru bæði starfsfólki fangelsanna og öðrum föngum hættulegir. Ítrekað hefur það komið upp í fangelsum að andlega veikir einstaklingar ráðist á og veiti öðrum áverka. Bæði starfsfólki og samföngum,“ segir meðal annars í áskoruninni. Afstaða hefur sent sambærilega áskorun á yfirvöld þar sem segir að fangelsi séu undirmönnuð, fagfólki hafi fækkað og fangaverðir hafi hvorki menntun né þjálfun til að meðhöndla andlega veikt fólk. Á sama tíma neiti geðdeildir að taka við föngum sem glíma við geðræn veikindi. Félagið segir álagið á starfsfólk fangelsanna sé gríðarlegt og veikindi, vanlíðan og starfsleiði séu orðin áberandi. „Afstaða skorar á stjórnvöld að líta upp úr minnisblöðum sóttvarnarlæknis og skoða stöðuna víðar í samfélaginu. Það þarf að stíga inn í fangelsin og leysa úr þeirri stöðu sem komin er upp. Það þarf að tryggja öryggi í fangelsunum til þess að ná markmiði laga um fullnustu refsinga,“ segir í yfirlýsingu Afstöðu. Þá segir þar að félagið meti það svo að dómsmálaráðherra ætti að skipa nefnd með fulltrúum ráðuneyta dómsmála og heilbrigðis, Fangelsismálastofnunar, Afstöðu, fangapresti, fangavarðafélaginu, Vernd og geðheilsuteyminu til að fara yfir stöðuna og leggja til úrbætur. Áskorun Afstöðu í heild sinni: Afstaða, félag fanga á Íslandi, harmar þann atburð sem átti sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði laugardaginn 15. janúar síðastliðinn en þá réðst fangi að fangavörðum með alvarlegum afleiðingum. Það er réttmæt og nauðsynleg krafa að verulegar breytingar verði gerðar á vistun fólks sem glímir við geðræn veikindi og jafnvel að ráðist verði í að útbúa sérstakt úrræði fyrir þá fanga sem teljast of hættulegir fyrir vistun á geðdeild en eru of veikir til að afplána refsingu sína í hefðbundnu fangelsi. Afstaða hefur mjög ákveðnar hugmyndir um það hvernig hægt er að leysa málið án þess að það kosti meira en fyrirhugaðar framkvæmdir á fangelsinu Litla-Hrauni. Veikt fólk í fangelsum getur orðið mjög hættulegt sér, samföngum og starfsfólki. Ítrekað hefur það komið upp að andlega veikt fólk ráðist á og veiti öðrum áverka. Bæði Afstaða og geðheilsuteymi fangelsanna hafa haft verulegar áhyggjur enda hefur þessum tilvikum fjölgað á umliðnum árum. Þá hafa Afstaða og fangaverðir í langan tíma bent á að öryggi og aðbúnaði í fangelsum væri ábótavant þar sem andlega veiku fólki hefur fjölgað í fangelsum landsins auk þess að vímuefnavandinn er stjórnlaus á Litla-Hrauni. Í fyrstu grein í lögum um fullnustu refsinga segir: „Markmið laga þessara er að fullnusta refsinga fari fram með öruggum og skilvirkum hætti og að sérstök og almenn varnaðaráhrif refsinga séu virk“. Með þessu er verið að segja að það eigi að tryggja öruggt vinnuumhverfi innan fangelsanna og að allur aðbúnaður eigi að styðja við að markmið laganna náist. Þannig er staðan ekki í dag. Fangelsi landsins eru undirmönnuð, fagfólki hefur verið fækkað og fangaverðir hafa hvorki menntun né þjálfun til að meðhöndla andlega veikt fólk. Endurmenntun er engin og vilji virðist ekki vera til að færa nám fangavarða á háskólastig, til dæmis með því að samtvinna það námi í lögreglufræðum. Á sama tíma neita geðdeildir að taka við föngum sem glíma við geðræn veikindi. Álagið sem skapast á starfsfólk fangelsanna er gríðarlegt og nú er svo komið að veikindi, vanlíðan og starfsleiði eru orðin áberandi sem einnig leiðir til þess að ekki er unnt að tryggja öryggi fanga og starfsfólks. Afstaða skorar á stjórnvöld að líta upp úr minnisblöðum sóttvarnarlæknis og skoða stöðuna víðar í samfélaginu. Það þarf að stíga inn í fangelsin og leysa úr þeirri stöðu sem komin er upp. Það þarf að tryggja öryggi í fangelsunum til þess að ná markmiði laga um fullnustu refsinga. Að mati Afstöðu ætti dómsmálaráðherra þegar í stað að skipa nefnd með fulltrúum ráðuneyta dómsmála og heilbrigðis og einnig Fangelsismálastofnunar, Afstöðu, fangapresti, fangavarðafélaginu, Vernd og geðheilsuteyminu til þess að fara yfir málið og koma mjög fljótlega með tillögur að úrbótum í fangelsiskerfinu þegar kemur að andlega veiku fólki.
Afstaða, félag fanga á Íslandi, harmar þann atburð sem átti sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði laugardaginn 15. janúar síðastliðinn en þá réðst fangi að fangavörðum með alvarlegum afleiðingum. Það er réttmæt og nauðsynleg krafa að verulegar breytingar verði gerðar á vistun fólks sem glímir við geðræn veikindi og jafnvel að ráðist verði í að útbúa sérstakt úrræði fyrir þá fanga sem teljast of hættulegir fyrir vistun á geðdeild en eru of veikir til að afplána refsingu sína í hefðbundnu fangelsi. Afstaða hefur mjög ákveðnar hugmyndir um það hvernig hægt er að leysa málið án þess að það kosti meira en fyrirhugaðar framkvæmdir á fangelsinu Litla-Hrauni. Veikt fólk í fangelsum getur orðið mjög hættulegt sér, samföngum og starfsfólki. Ítrekað hefur það komið upp að andlega veikt fólk ráðist á og veiti öðrum áverka. Bæði Afstaða og geðheilsuteymi fangelsanna hafa haft verulegar áhyggjur enda hefur þessum tilvikum fjölgað á umliðnum árum. Þá hafa Afstaða og fangaverðir í langan tíma bent á að öryggi og aðbúnaði í fangelsum væri ábótavant þar sem andlega veiku fólki hefur fjölgað í fangelsum landsins auk þess að vímuefnavandinn er stjórnlaus á Litla-Hrauni. Í fyrstu grein í lögum um fullnustu refsinga segir: „Markmið laga þessara er að fullnusta refsinga fari fram með öruggum og skilvirkum hætti og að sérstök og almenn varnaðaráhrif refsinga séu virk“. Með þessu er verið að segja að það eigi að tryggja öruggt vinnuumhverfi innan fangelsanna og að allur aðbúnaður eigi að styðja við að markmið laganna náist. Þannig er staðan ekki í dag. Fangelsi landsins eru undirmönnuð, fagfólki hefur verið fækkað og fangaverðir hafa hvorki menntun né þjálfun til að meðhöndla andlega veikt fólk. Endurmenntun er engin og vilji virðist ekki vera til að færa nám fangavarða á háskólastig, til dæmis með því að samtvinna það námi í lögreglufræðum. Á sama tíma neita geðdeildir að taka við föngum sem glíma við geðræn veikindi. Álagið sem skapast á starfsfólk fangelsanna er gríðarlegt og nú er svo komið að veikindi, vanlíðan og starfsleiði eru orðin áberandi sem einnig leiðir til þess að ekki er unnt að tryggja öryggi fanga og starfsfólks. Afstaða skorar á stjórnvöld að líta upp úr minnisblöðum sóttvarnarlæknis og skoða stöðuna víðar í samfélaginu. Það þarf að stíga inn í fangelsin og leysa úr þeirri stöðu sem komin er upp. Það þarf að tryggja öryggi í fangelsunum til þess að ná markmiði laga um fullnustu refsinga. Að mati Afstöðu ætti dómsmálaráðherra þegar í stað að skipa nefnd með fulltrúum ráðuneyta dómsmála og heilbrigðis og einnig Fangelsismálastofnunar, Afstöðu, fangapresti, fangavarðafélaginu, Vernd og geðheilsuteyminu til þess að fara yfir málið og koma mjög fljótlega með tillögur að úrbótum í fangelsiskerfinu þegar kemur að andlega veiku fólki.
Fangelsismál Geðheilbrigði Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Fangaverðir með beinbrot og höfuðáverka eftir alvarlega líkamsárás Tveir fangaverðir í fangelsinu á Hólmsheiði urðu fyrir alvarlegri líkamsárás um síðustu helgi þegar fangi réðst að þeim. 19. janúar 2022 06:52 Segja aðgerðir í fangelsum ekki í takt við aðgerðir annarsstaðar Stjórn Afstöðu, félags fanga á Íslandi, skorar á fangelsisyfirvöld til að hleypa föngum sem eru komnir á reynslulausnartíma úr haldi. Stjórnin segir að á sama tíma og verið sé að ræða um afléttingar sóttvarnartakmarkana hér á landi sé sama sjónarmið ekki gildandi innan veggja fangelsa Íslands. 26. janúar 2022 16:52 Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni Komið er upp hópsmit í fangelsinu að Litla Hrauni. Fangar eru afar ósáttir við þær sóttvarnaaðgerðir sem verið er að grípa til og sætta sig illa við einangrun. 26. janúar 2022 10:25 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Fangaverðir með beinbrot og höfuðáverka eftir alvarlega líkamsárás Tveir fangaverðir í fangelsinu á Hólmsheiði urðu fyrir alvarlegri líkamsárás um síðustu helgi þegar fangi réðst að þeim. 19. janúar 2022 06:52
Segja aðgerðir í fangelsum ekki í takt við aðgerðir annarsstaðar Stjórn Afstöðu, félags fanga á Íslandi, skorar á fangelsisyfirvöld til að hleypa föngum sem eru komnir á reynslulausnartíma úr haldi. Stjórnin segir að á sama tíma og verið sé að ræða um afléttingar sóttvarnartakmarkana hér á landi sé sama sjónarmið ekki gildandi innan veggja fangelsa Íslands. 26. janúar 2022 16:52
Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni Komið er upp hópsmit í fangelsinu að Litla Hrauni. Fangar eru afar ósáttir við þær sóttvarnaaðgerðir sem verið er að grípa til og sætta sig illa við einangrun. 26. janúar 2022 10:25