Hanna Björg biðst afsökunar á frammistöðu sinni í Kastljósi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2022 13:38 Hanna Björg er ein þeirra sem hefur gagnrýnt Siggu Dögg kynfræðing fyrir að kenna unglingum kyrkingar í kynlífi. Vísir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari, hefur beðist afsökunar á því að hafa staðið sig illa í Kastljósþætti gærkvöldsins, sem sýndur var á RÚV. Þar mættust þær Siggríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg kynfræðingur, og ræddu kynfræðslu í skólum. „Ég er algjörlega miður mín eftir Kastljós þáttinn í gær. Frammistaða mín var ekki góð - ég virkaði hrokafull og dónaleg, ég axla fulla ábyrgð á því. Mér finnst ömurlegt að hafa dottið í þennan pytt - og þarna sýndi ég konu sem ég vil alls ekki vera. Ég bið Siggu Dögg hér með afsökunar í allri einlægni,“ skrifar Hanna á Twitter. BDSM er ekki ofbeldi.— Hanna Björg (@HannaBVilhj) January 28, 2022 Kveikjan að Kastljósþættinum var skoðanagrein sem Hanna Björg og María Hjálmtýsdóttir skrifuðu á Vísi á miðvikudag. Þar gagnrýndu þær Siggu Dögg fyrir að hafa kennt unglingum að „kyrkja hvert annað í nafi kynfrelsis.“ Sigga hefur síðan greinin birtist neitað því að kenna unglingum kyrkingar en hún hafi þó rætt opinskátt um kyrkingar í kynlífi við unglinga þegar hún hafi verið fengin að fræða þau um kynlíf, samþykki og allt sem því fylgir. „Ég kenni ekki kyrkingar í kynfræðslu. Þegar þetta kemur upp og við erum að tala um samþykki og hvernig við eigum að tala um samþykki og mörk þá gef ég stundum nokkra valkosti eða tala um það sem þau biðja um að fjallað sé um. Þannig að það er enginn að kenna kyrkingar, þetta er umræða um þetta: samþykki, mörk, hvernig við setjum það, hvernig við virðum það, hvernig erum við ólík í kynlífi,“ sagði Sigga í Kastljósi í gær. Hún sagðist hafa fjallað örsjaldan um kyrkingar í kennslustundum en þegar það hafi komið upp hafi kyrkingar verið umræðuefni í dægurmálum. Þá hafi henni þótt hún þurfa að ræða málið. Hanna Björg var mjög harðorð í garð Siggu og sagði hana meðal annars „normalísera ofbeldishegðun“ sem Sigga velti mikið fyrir sér. „Hvernig geri ég það? Ég tala um ekkert nema samþykki og mörk og ég er að tala um kynlíf, ekki ofbeldi.“ Hanna Björg segist á Twitter ekki ánægð með sína frammistöðu í þættinum og hefur beðið Siggu Dögg afsökunar á því að hún hafi ekki gert það skýrt að hún fjalli um mikilvæg mál. „Það er rétt að taka fram“ skrifar Hanna á Twitter, „og hefði kannski átt að koma fram miklu fyrr, mér finnst Sigga Dögg hafa gert frábæra hluti, sett mál á dagskrá og komið með nýjan tón í kynfræðslu - þetta met ég.“ Hún segir gagnrýni hennar snúast að viðhorfi Siggu Daggar til kláms og kyrkinga í kynfræðslu. „Við þessa gagnrýni stend ég um leið og ég harma að frammistaða mín í gærkvöldi hafi kæft málefnalega umræðu um kynfræðslu - mikilvæg sem hún er,“ skrifar Hanna og bætir við í öðru tísti: „BDSM er ekki ofbeldi.“ Börn og uppeldi Klám Kynlíf Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Ég kenni ekki kyrkingar“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að kyrkingar séu langt frá því að vera kenndar á „glæru fjögur“ í kynfræðslu. Börn hafi þó spurt út í kyrkingar í tengslum við kynlíf og þá þurfi hún eðli málsins samkvæmt að tækla málefnið. 27. janúar 2022 19:49 Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“ Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti. 27. janúar 2022 10:33 Klám, kyrkingar og kynlíf Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? 26. janúar 2022 15:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
„Ég er algjörlega miður mín eftir Kastljós þáttinn í gær. Frammistaða mín var ekki góð - ég virkaði hrokafull og dónaleg, ég axla fulla ábyrgð á því. Mér finnst ömurlegt að hafa dottið í þennan pytt - og þarna sýndi ég konu sem ég vil alls ekki vera. Ég bið Siggu Dögg hér með afsökunar í allri einlægni,“ skrifar Hanna á Twitter. BDSM er ekki ofbeldi.— Hanna Björg (@HannaBVilhj) January 28, 2022 Kveikjan að Kastljósþættinum var skoðanagrein sem Hanna Björg og María Hjálmtýsdóttir skrifuðu á Vísi á miðvikudag. Þar gagnrýndu þær Siggu Dögg fyrir að hafa kennt unglingum að „kyrkja hvert annað í nafi kynfrelsis.“ Sigga hefur síðan greinin birtist neitað því að kenna unglingum kyrkingar en hún hafi þó rætt opinskátt um kyrkingar í kynlífi við unglinga þegar hún hafi verið fengin að fræða þau um kynlíf, samþykki og allt sem því fylgir. „Ég kenni ekki kyrkingar í kynfræðslu. Þegar þetta kemur upp og við erum að tala um samþykki og hvernig við eigum að tala um samþykki og mörk þá gef ég stundum nokkra valkosti eða tala um það sem þau biðja um að fjallað sé um. Þannig að það er enginn að kenna kyrkingar, þetta er umræða um þetta: samþykki, mörk, hvernig við setjum það, hvernig við virðum það, hvernig erum við ólík í kynlífi,“ sagði Sigga í Kastljósi í gær. Hún sagðist hafa fjallað örsjaldan um kyrkingar í kennslustundum en þegar það hafi komið upp hafi kyrkingar verið umræðuefni í dægurmálum. Þá hafi henni þótt hún þurfa að ræða málið. Hanna Björg var mjög harðorð í garð Siggu og sagði hana meðal annars „normalísera ofbeldishegðun“ sem Sigga velti mikið fyrir sér. „Hvernig geri ég það? Ég tala um ekkert nema samþykki og mörk og ég er að tala um kynlíf, ekki ofbeldi.“ Hanna Björg segist á Twitter ekki ánægð með sína frammistöðu í þættinum og hefur beðið Siggu Dögg afsökunar á því að hún hafi ekki gert það skýrt að hún fjalli um mikilvæg mál. „Það er rétt að taka fram“ skrifar Hanna á Twitter, „og hefði kannski átt að koma fram miklu fyrr, mér finnst Sigga Dögg hafa gert frábæra hluti, sett mál á dagskrá og komið með nýjan tón í kynfræðslu - þetta met ég.“ Hún segir gagnrýni hennar snúast að viðhorfi Siggu Daggar til kláms og kyrkinga í kynfræðslu. „Við þessa gagnrýni stend ég um leið og ég harma að frammistaða mín í gærkvöldi hafi kæft málefnalega umræðu um kynfræðslu - mikilvæg sem hún er,“ skrifar Hanna og bætir við í öðru tísti: „BDSM er ekki ofbeldi.“
Börn og uppeldi Klám Kynlíf Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Ég kenni ekki kyrkingar“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að kyrkingar séu langt frá því að vera kenndar á „glæru fjögur“ í kynfræðslu. Börn hafi þó spurt út í kyrkingar í tengslum við kynlíf og þá þurfi hún eðli málsins samkvæmt að tækla málefnið. 27. janúar 2022 19:49 Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“ Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti. 27. janúar 2022 10:33 Klám, kyrkingar og kynlíf Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? 26. janúar 2022 15:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
„Ég kenni ekki kyrkingar“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að kyrkingar séu langt frá því að vera kenndar á „glæru fjögur“ í kynfræðslu. Börn hafi þó spurt út í kyrkingar í tengslum við kynlíf og þá þurfi hún eðli málsins samkvæmt að tækla málefnið. 27. janúar 2022 19:49
Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“ Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti. 27. janúar 2022 10:33
Klám, kyrkingar og kynlíf Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? 26. janúar 2022 15:00