Sigríður Björk leiðir starfshóp um forvarnir gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. janúar 2022 13:44 Sigríður Björk ríkislögreglustjóri mun leiða hópinn. Vísir/Vilhelm Innanríkisráðherra hefur falið Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra að fara fyrir starfshópi sem fjalla muni um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi og áreiti. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins en þar segir að hópnum verði jafnframt falið það verkefni að styðja við uppbyggingu á samstarfi lögreglu og samstarfsaðila gegn ofbeldi og afleiðingum þess, þar á meðal í formlegri þjónustu við þolendur kynferðisbrota. Starfshópurinn muni einnig standa fyrir almennri vitundarvakningu um kynbundið ofbeldi í samfélaginu. Fram kemur í tilkynningunni að kærum til lögreglu vegna kynferðisbrota hafi fjölgað um 24 próent á milli áranna 2020 og 2021. Þá hafi heimilisofbeldismál af hendi maka eða fyrrverandi maka aldrei verið fleiri en síðustu tvö ár samkvæmt málaskrá lögreglu, eða í kring um 750 talsins bæði árin. „Til þess að ná alvöru tökum á kynferðisbrotum verður að virkja samfélagið. Við berum öll ábyrgð á að uppræta það mein sem kynferðisbrot og kynbundið ofbeldi er í íslensku samfélagi. Best væri ef brotin ættu sér aldrei stað og virkar forvarnir og vitundarvakning eru lykilþættir í að stuðla að því,“ er haft eftir Jóni Gunnarssyni, innanríkisráðherra, í tilkynningunni. Áhrifaríkustu aðferðirnar í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi séu virkar forvarnir, vitundarvakning og þróun á þverfaglegri samvinnu lögreglu við aðra lykilaðila. Í vinnu starfshópsins verði hugað sérstaklega að viðkvæmum hópum fólks sem reynslan hafi sýnt að séu í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi. Aðrir fulltrúar í starfshópnum eru Guðfinnur Sigurvinsson verkefnastjóri, Hildur Sunna Pálmadóttir frá dómsmálaráðuneytinu og Eygló Harðardóttir hjá embætti ríkislögreglustjóra. Starfshópurinn hefur þegar tekið til starfa og er skipunartími hans til 31. desember 2022. Hópnum er gert að skila reglulegum áfangaskýrslum til ráðherra, ásamt lokaskýrslu um árangur af störfum hópsins í desember næstkomandi. Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins en þar segir að hópnum verði jafnframt falið það verkefni að styðja við uppbyggingu á samstarfi lögreglu og samstarfsaðila gegn ofbeldi og afleiðingum þess, þar á meðal í formlegri þjónustu við þolendur kynferðisbrota. Starfshópurinn muni einnig standa fyrir almennri vitundarvakningu um kynbundið ofbeldi í samfélaginu. Fram kemur í tilkynningunni að kærum til lögreglu vegna kynferðisbrota hafi fjölgað um 24 próent á milli áranna 2020 og 2021. Þá hafi heimilisofbeldismál af hendi maka eða fyrrverandi maka aldrei verið fleiri en síðustu tvö ár samkvæmt málaskrá lögreglu, eða í kring um 750 talsins bæði árin. „Til þess að ná alvöru tökum á kynferðisbrotum verður að virkja samfélagið. Við berum öll ábyrgð á að uppræta það mein sem kynferðisbrot og kynbundið ofbeldi er í íslensku samfélagi. Best væri ef brotin ættu sér aldrei stað og virkar forvarnir og vitundarvakning eru lykilþættir í að stuðla að því,“ er haft eftir Jóni Gunnarssyni, innanríkisráðherra, í tilkynningunni. Áhrifaríkustu aðferðirnar í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi séu virkar forvarnir, vitundarvakning og þróun á þverfaglegri samvinnu lögreglu við aðra lykilaðila. Í vinnu starfshópsins verði hugað sérstaklega að viðkvæmum hópum fólks sem reynslan hafi sýnt að séu í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi. Aðrir fulltrúar í starfshópnum eru Guðfinnur Sigurvinsson verkefnastjóri, Hildur Sunna Pálmadóttir frá dómsmálaráðuneytinu og Eygló Harðardóttir hjá embætti ríkislögreglustjóra. Starfshópurinn hefur þegar tekið til starfa og er skipunartími hans til 31. desember 2022. Hópnum er gert að skila reglulegum áfangaskýrslum til ráðherra, ásamt lokaskýrslu um árangur af störfum hópsins í desember næstkomandi.
Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira