Sigríður Björk leiðir starfshóp um forvarnir gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. janúar 2022 13:44 Sigríður Björk ríkislögreglustjóri mun leiða hópinn. Vísir/Vilhelm Innanríkisráðherra hefur falið Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra að fara fyrir starfshópi sem fjalla muni um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi og áreiti. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins en þar segir að hópnum verði jafnframt falið það verkefni að styðja við uppbyggingu á samstarfi lögreglu og samstarfsaðila gegn ofbeldi og afleiðingum þess, þar á meðal í formlegri þjónustu við þolendur kynferðisbrota. Starfshópurinn muni einnig standa fyrir almennri vitundarvakningu um kynbundið ofbeldi í samfélaginu. Fram kemur í tilkynningunni að kærum til lögreglu vegna kynferðisbrota hafi fjölgað um 24 próent á milli áranna 2020 og 2021. Þá hafi heimilisofbeldismál af hendi maka eða fyrrverandi maka aldrei verið fleiri en síðustu tvö ár samkvæmt málaskrá lögreglu, eða í kring um 750 talsins bæði árin. „Til þess að ná alvöru tökum á kynferðisbrotum verður að virkja samfélagið. Við berum öll ábyrgð á að uppræta það mein sem kynferðisbrot og kynbundið ofbeldi er í íslensku samfélagi. Best væri ef brotin ættu sér aldrei stað og virkar forvarnir og vitundarvakning eru lykilþættir í að stuðla að því,“ er haft eftir Jóni Gunnarssyni, innanríkisráðherra, í tilkynningunni. Áhrifaríkustu aðferðirnar í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi séu virkar forvarnir, vitundarvakning og þróun á þverfaglegri samvinnu lögreglu við aðra lykilaðila. Í vinnu starfshópsins verði hugað sérstaklega að viðkvæmum hópum fólks sem reynslan hafi sýnt að séu í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi. Aðrir fulltrúar í starfshópnum eru Guðfinnur Sigurvinsson verkefnastjóri, Hildur Sunna Pálmadóttir frá dómsmálaráðuneytinu og Eygló Harðardóttir hjá embætti ríkislögreglustjóra. Starfshópurinn hefur þegar tekið til starfa og er skipunartími hans til 31. desember 2022. Hópnum er gert að skila reglulegum áfangaskýrslum til ráðherra, ásamt lokaskýrslu um árangur af störfum hópsins í desember næstkomandi. Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins en þar segir að hópnum verði jafnframt falið það verkefni að styðja við uppbyggingu á samstarfi lögreglu og samstarfsaðila gegn ofbeldi og afleiðingum þess, þar á meðal í formlegri þjónustu við þolendur kynferðisbrota. Starfshópurinn muni einnig standa fyrir almennri vitundarvakningu um kynbundið ofbeldi í samfélaginu. Fram kemur í tilkynningunni að kærum til lögreglu vegna kynferðisbrota hafi fjölgað um 24 próent á milli áranna 2020 og 2021. Þá hafi heimilisofbeldismál af hendi maka eða fyrrverandi maka aldrei verið fleiri en síðustu tvö ár samkvæmt málaskrá lögreglu, eða í kring um 750 talsins bæði árin. „Til þess að ná alvöru tökum á kynferðisbrotum verður að virkja samfélagið. Við berum öll ábyrgð á að uppræta það mein sem kynferðisbrot og kynbundið ofbeldi er í íslensku samfélagi. Best væri ef brotin ættu sér aldrei stað og virkar forvarnir og vitundarvakning eru lykilþættir í að stuðla að því,“ er haft eftir Jóni Gunnarssyni, innanríkisráðherra, í tilkynningunni. Áhrifaríkustu aðferðirnar í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi séu virkar forvarnir, vitundarvakning og þróun á þverfaglegri samvinnu lögreglu við aðra lykilaðila. Í vinnu starfshópsins verði hugað sérstaklega að viðkvæmum hópum fólks sem reynslan hafi sýnt að séu í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi. Aðrir fulltrúar í starfshópnum eru Guðfinnur Sigurvinsson verkefnastjóri, Hildur Sunna Pálmadóttir frá dómsmálaráðuneytinu og Eygló Harðardóttir hjá embætti ríkislögreglustjóra. Starfshópurinn hefur þegar tekið til starfa og er skipunartími hans til 31. desember 2022. Hópnum er gert að skila reglulegum áfangaskýrslum til ráðherra, ásamt lokaskýrslu um árangur af störfum hópsins í desember næstkomandi.
Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira