Í hvaða umboði gætum við framtíðarinnar? Tómas N. Möller skrifar 26. janúar 2022 08:01 Öll höfum við áhrif á umhverfi okkar, hvort sem er með aðgerðum og athöfnum eða athafnaleysi og hlutleysi. Þetta á líka við um fyrirtæki og fjárfesta. Fyrirtæki og fjárfestar stýra athöfnum sínum og aðgerðum, nú eða aðgerðaleysi, innan lagaramma, umboðs sem þeir starfa í og annarra viðurkenndra viðmiða. Þannig viljum við sjálfsagt flest hafa það. Leyfa athafnasemi hvers og eins að njóta sín og stuðla að fjölbreytileika í starfsemi fyrirtækja og einstaklinga. Í takt við tímann Undanfarin ár hefur áhersla aukist á að fyrirtæki stundi sjálfbæran rekstur og hugi að hagsmunum haghafa sinna við stefnumótun og daglegan rekstur. Með haghöfum er m.a. vísað til birgja, starfsfólks og viðskiptavina. Með sjálfbærni er hér horft til jafnvægis milli þriggja þátta; samfélagslegra gilda, hagnaðar og efnahagslegrar velsældar sem og ábyrgðar gagnvart náttúrunni (e. People – Profit – Planet). Þetta á að tryggja að komandi kynslóðir njóti tækifæra eins og við. Nátengd sjálfbærni er áhersla á haghafa / hagaðila-hagkerfið (e. stakeholder capitalism). Þá er áhersla á að fyrirtæki horfi ekki eingöngu til þess að hámarka arðsemi hluthafa heldur taki líka markvisst tillit til hagsmuna annarra haghafa. Hér togast á tvö sjónarmið. Annars vegar eru það sjónarmið hagfræðingsins Miltons Friedman um mikilvægi hagsmuna hluthafa og hins vegar hugmyndir aðila eins og Michaels E. Porter og Marks R. Kramer um að skapa sameiginlegt virði fyrir haghafa. Áhersla á sjálfbærni og hagaðilahagkerfi vegur sífellt þyngra í rekstri margra öflugra fyrirtækja, til að mynda IKEA, Unilever, Patagonia, Marels og Össurar. Áhersla á sjálfbærni, loftslags- og samfélagsmál hefur einnig vakið sterk viðbrögð. Þetta á við um hið opinbera, fyrirtæki og stofnanafjárfesta eins og lífeyrissjóði, banka og fjárfestingarsjóði. Virk skoðanaskipti eru eðlileg og mikilvæg þegar kemur að rekstri fyrirtækja og stofnanafjárfesta sem fara oft fyrir annarra manna fé. Áhersla fjárfesta og fyrirtækja á loftslagsmál, hagaðila og upplýsingagjöf BlackRock er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki í heimi og fer fyrir um tíu þúsund milljörðum bandaríkjadollara. Það stýrir m.a. eignasöfnum einstaklinga, tryggingafélaga og lífeyrissjóða. Saga BlackRock, stærð og umboð þýðir að tekið er eftir athöfnum þess. Forstjóri, formaður stjórnar og einn stofnenda fyrirtækisins, Larry Fink, hefur um árabil skrifað hluthöfum árleg bréf þar sem hann leggur áherslu á umboðsskyldu, loftslagsmál og önnur sjálfbærnimál. Hann lítur þar til hagsmuna fyrirtækja og fjárfesta sem horfa til langs tíma í rekstri. Í liðinni viku sendi Larry Fink frá sér bréf fyrir árið 2022. Þar hefur hann m.a. fjögur áhersluatriði: Loftslagsmál og samkeppnisstaða. Forstjórinn telur það lykilatriði að fyrirtæki setji sér stefnu að kolefnishlutleysi. Þau fyrirtæki og ríki sem geri það ekki verði undir í samkeppninni til lengri tíma litið. Þessi afstaða byggir ekki á náttúruverndarsjónarmiðum heldur áherslu BlackRock á umboðsskyldu gagnvart umbjóðendum sínum. Hann telur að það sé að verða umbylting í rekstri fyrirtækja í vegferð að kolefnishlutleysi. Það sé bara spurning um hvort hluthafar leiði eða verðir leiddir í gegn um þá þróun. Hagaðilahagkerfi. Fyrirtækjum vegnar betur þegar þau eru rekin í þágu hagsmuna starfsfólks, samfélags og hluthafa. Áréttað er að áhersla á hagaðilahagkerfið sé ekki pólitík heldur markaðsdrifin hugsun (e. capitalism). Það er markaðshugsun drifin áfram af gagnkvæmum hagsmunum og samskiptum við hluthafa sem og hagsmunum starfsfólks, viðskiptavina, birgja og þeirra samfélaga sem fyrirtæki reiðir sig á. Þetta sé kraftur markaðshagkerfisins þar sem langtímahagsmunir fyrirtækja, hluthafa og annarra haghafa fara saman. Upplýsingagjöf fyrirtækja til fjárfesta. Fyrirtæki verða að veita traustar upplýsingar um vegferð sína að kolefnishlutleysi, samkvæmt viðurkenndum aðferðum. Það er nauðsynlegt svo fjárfestar geti metið getu fyrirtækja til að laga sig að framtíðinni. Áhersla er lögð á að loftslagstengdar upplýsingar séu bara einn þáttur sem BlackRock kallar eftir. Sem fjárfestir kallar BlackRock líka eftir því að fyrirtæki sýni hvernig þau sinna ábyrgð gagnvart hluthöfum, þar með talið traustri framkvæmd í umhverfismálum, samfélagsmálum, stjórnarháttum. Tilgangur sem leiðarljós í rekstri. Öll fyrirtæki og stjórnendur hafi tilgang að leiðarljósi. Ef fyrirtæki eru trú tilgangi sínum og horfa til langs tíma, á sama tíma og þau aðlaga sig að breyttri veröld, geta þau bæði skilað traustri ávöxtun til hluthafa og hjálpað til við að virkja kraft markaðshagkerfisins í þágu allra. Þetta bréf til hluthafa er fimm blaðsíðna efnismikill texti sem er vel þess virði að lesa í heild. Það er aðgengilegt á vef BlackRock. Á réttum forsendum BlackRock, þetta risa stóra eignastýringarfyrirtæki, treystir því að hagaðilahagkerfið styðji við trausta langtímaávöxtun hluthafa. Auk þess er áréttað að þótt markaðshagkerfið sé öflugt umbreytingarafl geti viðskiptalífið eitt ekki keyrt áfram þær breytingar sem þarf til að ná settum loftslagsmarkmiðum. Stjórnvöld þurfi að marka skýra stefnu og móta regluverk um upplýsingagjöf til að styðja við sjálfbærnivegferðina. Þá þurfi líka öflugan stuðning við samfélög sem standa höllum fæti í þessari umbreytingu sem og virkan stuðning við rannsóknir og þróun til að þróa lausnir sem greiða leið okkar í átt að kolefnishlutlausu efnahagskerfi. Allt snýst þetta um að gera hlutina á réttum forsendum. Það er einmitt megin viðfangsefni Janúarráðstefnu Festu 2022 sem verður rafræn og send út frá Hörpu fimmtudaginn 27. Janúar kl. 9:00. Þar fáum við í Festu til liðs við okkur tvo þekkta fyrirlesara og fræðimenn sem tala til ráðstefnugesta í beinu streymi. Annars vegar er það Johan Rockström, heimsþekktur vísindamaður sem hefur getið sér gott orð fyrir greiningu á níu þolmörkum vistkerfa jarðar (e. planetary boundaries). Í heimildamyndinni Breaking Boundaries frá 2021 er flott umfjöllun um þolmörk vistkerfanna, en sjálfur David Attenborough talar inná myndina. Á eftir Johan kemur hagfræðingurinn Kate Raworth. Hún er höfundur kleinuhringjahagfræðinnar. Já, það er skemmtileg myndlíking, á ensku Doughnut Economics. Þar fjallar hún um hagfræði 21. aldarinnar sem sé sniðin að þolmörkum jarðar og þörfum jarðarbúa. Í kjölfar fyrirlesaranna verða þrjú vel skipuð pallborð þar sem viðfangsefnin eru nátengd framangreindum áherslum BlackRock. Þar ræðum við: hvernig fjármagn getur stuðlað markvisst að sjálfbærni stefnur og strauma í sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja og orkuskipti og hringrásarhagkerfið Í lokin koma tveir góðir fulltrúar yngri kynslóðarinnar og veita okkur hreinskilna og beitta sýn á samtalið á ráðstefnunni og leggja með okkur línurnar um næstu skref. Ráðstefnan er öllum opin og án endurgjalds. Hún verður aðgengileg á miðlum Festu (vefsíðu og FB) sem og á vefjum fimm fréttamiðla; visir.is, mbl.is, ruv.is, stundin.is og vb.is. Beinan hlekk á streymi má nálgast hér. Höfundur er formaður stjórnar Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, og yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsleg ábyrgð Tómas N. Möller Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Öll höfum við áhrif á umhverfi okkar, hvort sem er með aðgerðum og athöfnum eða athafnaleysi og hlutleysi. Þetta á líka við um fyrirtæki og fjárfesta. Fyrirtæki og fjárfestar stýra athöfnum sínum og aðgerðum, nú eða aðgerðaleysi, innan lagaramma, umboðs sem þeir starfa í og annarra viðurkenndra viðmiða. Þannig viljum við sjálfsagt flest hafa það. Leyfa athafnasemi hvers og eins að njóta sín og stuðla að fjölbreytileika í starfsemi fyrirtækja og einstaklinga. Í takt við tímann Undanfarin ár hefur áhersla aukist á að fyrirtæki stundi sjálfbæran rekstur og hugi að hagsmunum haghafa sinna við stefnumótun og daglegan rekstur. Með haghöfum er m.a. vísað til birgja, starfsfólks og viðskiptavina. Með sjálfbærni er hér horft til jafnvægis milli þriggja þátta; samfélagslegra gilda, hagnaðar og efnahagslegrar velsældar sem og ábyrgðar gagnvart náttúrunni (e. People – Profit – Planet). Þetta á að tryggja að komandi kynslóðir njóti tækifæra eins og við. Nátengd sjálfbærni er áhersla á haghafa / hagaðila-hagkerfið (e. stakeholder capitalism). Þá er áhersla á að fyrirtæki horfi ekki eingöngu til þess að hámarka arðsemi hluthafa heldur taki líka markvisst tillit til hagsmuna annarra haghafa. Hér togast á tvö sjónarmið. Annars vegar eru það sjónarmið hagfræðingsins Miltons Friedman um mikilvægi hagsmuna hluthafa og hins vegar hugmyndir aðila eins og Michaels E. Porter og Marks R. Kramer um að skapa sameiginlegt virði fyrir haghafa. Áhersla á sjálfbærni og hagaðilahagkerfi vegur sífellt þyngra í rekstri margra öflugra fyrirtækja, til að mynda IKEA, Unilever, Patagonia, Marels og Össurar. Áhersla á sjálfbærni, loftslags- og samfélagsmál hefur einnig vakið sterk viðbrögð. Þetta á við um hið opinbera, fyrirtæki og stofnanafjárfesta eins og lífeyrissjóði, banka og fjárfestingarsjóði. Virk skoðanaskipti eru eðlileg og mikilvæg þegar kemur að rekstri fyrirtækja og stofnanafjárfesta sem fara oft fyrir annarra manna fé. Áhersla fjárfesta og fyrirtækja á loftslagsmál, hagaðila og upplýsingagjöf BlackRock er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki í heimi og fer fyrir um tíu þúsund milljörðum bandaríkjadollara. Það stýrir m.a. eignasöfnum einstaklinga, tryggingafélaga og lífeyrissjóða. Saga BlackRock, stærð og umboð þýðir að tekið er eftir athöfnum þess. Forstjóri, formaður stjórnar og einn stofnenda fyrirtækisins, Larry Fink, hefur um árabil skrifað hluthöfum árleg bréf þar sem hann leggur áherslu á umboðsskyldu, loftslagsmál og önnur sjálfbærnimál. Hann lítur þar til hagsmuna fyrirtækja og fjárfesta sem horfa til langs tíma í rekstri. Í liðinni viku sendi Larry Fink frá sér bréf fyrir árið 2022. Þar hefur hann m.a. fjögur áhersluatriði: Loftslagsmál og samkeppnisstaða. Forstjórinn telur það lykilatriði að fyrirtæki setji sér stefnu að kolefnishlutleysi. Þau fyrirtæki og ríki sem geri það ekki verði undir í samkeppninni til lengri tíma litið. Þessi afstaða byggir ekki á náttúruverndarsjónarmiðum heldur áherslu BlackRock á umboðsskyldu gagnvart umbjóðendum sínum. Hann telur að það sé að verða umbylting í rekstri fyrirtækja í vegferð að kolefnishlutleysi. Það sé bara spurning um hvort hluthafar leiði eða verðir leiddir í gegn um þá þróun. Hagaðilahagkerfi. Fyrirtækjum vegnar betur þegar þau eru rekin í þágu hagsmuna starfsfólks, samfélags og hluthafa. Áréttað er að áhersla á hagaðilahagkerfið sé ekki pólitík heldur markaðsdrifin hugsun (e. capitalism). Það er markaðshugsun drifin áfram af gagnkvæmum hagsmunum og samskiptum við hluthafa sem og hagsmunum starfsfólks, viðskiptavina, birgja og þeirra samfélaga sem fyrirtæki reiðir sig á. Þetta sé kraftur markaðshagkerfisins þar sem langtímahagsmunir fyrirtækja, hluthafa og annarra haghafa fara saman. Upplýsingagjöf fyrirtækja til fjárfesta. Fyrirtæki verða að veita traustar upplýsingar um vegferð sína að kolefnishlutleysi, samkvæmt viðurkenndum aðferðum. Það er nauðsynlegt svo fjárfestar geti metið getu fyrirtækja til að laga sig að framtíðinni. Áhersla er lögð á að loftslagstengdar upplýsingar séu bara einn þáttur sem BlackRock kallar eftir. Sem fjárfestir kallar BlackRock líka eftir því að fyrirtæki sýni hvernig þau sinna ábyrgð gagnvart hluthöfum, þar með talið traustri framkvæmd í umhverfismálum, samfélagsmálum, stjórnarháttum. Tilgangur sem leiðarljós í rekstri. Öll fyrirtæki og stjórnendur hafi tilgang að leiðarljósi. Ef fyrirtæki eru trú tilgangi sínum og horfa til langs tíma, á sama tíma og þau aðlaga sig að breyttri veröld, geta þau bæði skilað traustri ávöxtun til hluthafa og hjálpað til við að virkja kraft markaðshagkerfisins í þágu allra. Þetta bréf til hluthafa er fimm blaðsíðna efnismikill texti sem er vel þess virði að lesa í heild. Það er aðgengilegt á vef BlackRock. Á réttum forsendum BlackRock, þetta risa stóra eignastýringarfyrirtæki, treystir því að hagaðilahagkerfið styðji við trausta langtímaávöxtun hluthafa. Auk þess er áréttað að þótt markaðshagkerfið sé öflugt umbreytingarafl geti viðskiptalífið eitt ekki keyrt áfram þær breytingar sem þarf til að ná settum loftslagsmarkmiðum. Stjórnvöld þurfi að marka skýra stefnu og móta regluverk um upplýsingagjöf til að styðja við sjálfbærnivegferðina. Þá þurfi líka öflugan stuðning við samfélög sem standa höllum fæti í þessari umbreytingu sem og virkan stuðning við rannsóknir og þróun til að þróa lausnir sem greiða leið okkar í átt að kolefnishlutlausu efnahagskerfi. Allt snýst þetta um að gera hlutina á réttum forsendum. Það er einmitt megin viðfangsefni Janúarráðstefnu Festu 2022 sem verður rafræn og send út frá Hörpu fimmtudaginn 27. Janúar kl. 9:00. Þar fáum við í Festu til liðs við okkur tvo þekkta fyrirlesara og fræðimenn sem tala til ráðstefnugesta í beinu streymi. Annars vegar er það Johan Rockström, heimsþekktur vísindamaður sem hefur getið sér gott orð fyrir greiningu á níu þolmörkum vistkerfa jarðar (e. planetary boundaries). Í heimildamyndinni Breaking Boundaries frá 2021 er flott umfjöllun um þolmörk vistkerfanna, en sjálfur David Attenborough talar inná myndina. Á eftir Johan kemur hagfræðingurinn Kate Raworth. Hún er höfundur kleinuhringjahagfræðinnar. Já, það er skemmtileg myndlíking, á ensku Doughnut Economics. Þar fjallar hún um hagfræði 21. aldarinnar sem sé sniðin að þolmörkum jarðar og þörfum jarðarbúa. Í kjölfar fyrirlesaranna verða þrjú vel skipuð pallborð þar sem viðfangsefnin eru nátengd framangreindum áherslum BlackRock. Þar ræðum við: hvernig fjármagn getur stuðlað markvisst að sjálfbærni stefnur og strauma í sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja og orkuskipti og hringrásarhagkerfið Í lokin koma tveir góðir fulltrúar yngri kynslóðarinnar og veita okkur hreinskilna og beitta sýn á samtalið á ráðstefnunni og leggja með okkur línurnar um næstu skref. Ráðstefnan er öllum opin og án endurgjalds. Hún verður aðgengileg á miðlum Festu (vefsíðu og FB) sem og á vefjum fimm fréttamiðla; visir.is, mbl.is, ruv.is, stundin.is og vb.is. Beinan hlekk á streymi má nálgast hér. Höfundur er formaður stjórnar Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, og yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar